Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Umhverfisáhrif búfjárframleiðslu: Sótspor búfjárstofna og búfjárafurða eftir heimsálfum FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur tekið saman yfirlit um búfjárrækt og búfjárafurðir í heiminum og losun gróðurhúsa- lofttegunda eða sótspor af þeirra völdum. Talið er að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda af völdum búfjárræktar um 30% með betri ræktunar- og fram- leiðsluaðferðum. Þegar framleiðsla búfjárafurða er umreiknuð í próteingildi er mögulegt að bera saman fram- leiðslumagn milli tegunda og afurða. Sé slíkt gert er framleiðsla búfjár mest í Austur- og Suðaustur- Asíu um 14 milljón tonn af próteini á ári. Í Austur- og Suðaustur-Asíu er langmest ræktað af dýrum með einfaldan maga, svínum og hænsnum, en ekki jórturdýrum. Í Vestur-Evrópu, Norður- Ameríku, latnesku Ameríku og eyjum í Karíbahafinu er reiknuð prótein- framleiðsla á hverju svæði fyrir sig milli 9 og 9,5 milljón tonn. Munurinn á próteinframleiðslu á þessum svæðum og í Austur- og Suðaustur-Asíu er að í latnesku- og Norður-Ameríku er mest alið af kjúklingum og nautgripum en í Mið- og Suður-Evrópu byggir próteinframleiðslan að mestu á nautgripum til kjötframleiðslu og mjólkurkúm. Sé litið til annarra heimshluta er próteinframleiðsla í Suður-Asíu um 4 milljón tonn á ári. Í Mið- Austurlöndum, Norður-Afríku, Afríku sunnan Sahara, Austur- Evrópu, Eyjaálfunni og Rússlandi er próteinframleiðslan milli 1,5 og 3 milljón tonn á ári. Fóðurnotkun búfjár Áætluð fóðurnotkun búfjár í heiminum er 6 milljarðar tonna af þurrefni og þar af er einn þriðji af kornframleiðslu heimsins. Um 86% af fóðri búfjár er hráefni sem í dag er ekki nýtt til manneldis. Af ræktuðu landi í heiminum er mest notað til að rækta soja og um 4% af uppskerunni er notuð í búfjárfóður. Fóður jórturdýra er ríflega 57% gras og lauf en búfé með einfald- an maga, svín og hænsni, éta um 72% af öllu korni sem nýtt er sem búfjárfóður. Losun búfjár í koltvísýringsígildum Búfjárrækt er viðamikill þáttur þegar kemur að losun gróðurhúsa- lofttegunda af mannavöldum. Alls er losun koltvísýringsígildis vegna búfjár áætluð tæp 8,5 milljarðar tonna. Þar af er um helmingur- inn metan og koltvísýringur og nituroxíð 25% hvort efnasamband. Losun gróðurhúsalofttegunda eftir búfjártegundum Ræktun á nautgripum til kjöt- og mjólkurframleiðslu á langstærstan þátt í losun gróðurhúsalofttegunda í búfjárrækt í heiminum. Áætluð losun nautgripa er ríflega 5 millj- arðar tonna í koltvísýringsígildum, eða rúm 65% af árlegri losun allra gróðurhúsalofttegunda í búfjárrækt í heiminum. Losun svína, kjúklinga, buffalóa og minni jórturdýra eins og sauð- fjár og geita er milli 7 og 11% af heildarlosuninni. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna afurða Nautakjöt og mjólk eru þær landbúnaðarafurðir sem valda mestri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum vegna afurða, eða 3 og 1,6 milljarða tonna koltvísýringsígilda á ári. Kjúklingakjöt og egg eru annar stærsti losunarþátturinn, 830 milljón tonn, svínakjöt sá þriðji, 820 milljón tonn og buffalóakjöt og buffalóamjólk sá fjórði, 700 milljón tonn og kjöt- og mjólkurframleiðsla af minni jórturdýrum, sauðfé og geitum, í því fimmta 500 milljón tonn af koltvísýringsígildum. Það sem eftir stendur er meðal annars vegna andakjöts, annarri fuglakjötsframleiðslu og ónýtanlegra afurða. Ef borið er saman próteininnhald mismunandi landbúnaðarafurða og losum gróðurhúsalofttegunda af þeirra völdum kemur í ljós að framleiðsla á buffalóakjöti losar mest, eða 404 kíló af koltvísýrings ígildum fyrir hvert kíló af próteini. Framleiðsla á próteini í nautakjöti er annar mesti losunarvaldurinn með losun upp á 295 kíló af koltvísýringsígildum fyrir hvert kíló af próteini. Kjöt og mjólk framleidd af minni jórturdýrum og buffalóamjólk er í þriðja, fjórða og fimmta sæti með losun á 210, 148 og 140 kílóum að koltvísýringsígildum fyrir hvert framleitt kíló af próteini. Framleiðsla á kúamjólk, kjúklingakjöti, eggjum og svínakjöti losar minnst af gróðurhúsalofttegundum við framleiðslu á hverju kílói af próteinum og minna en 100 kíló af koltvísýringsígildum hver afurð. Vert er að geta þess að magn losunar gróðurhúsalofttegunda hjá jórturdýrum getur verið breytilegt eftir aðstæðum í umhverfinu, ræktunaraðferðum og fóðri. Séu þessir og aðrir þættir, eins og flutningur, sem hafa áhrif á losunina teknir til vandlegrar skoðunar sést að með stjórnun þeirra má draga talsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is FRÉTTASKÝRING Framleiðsla einstakra svæða umreiknað í prótein. Próteinframleiðsla er reiknuð út frá magni af framleiddu kjöti, mjólk og eggjum. Fóðurnotkun búfjár. Hlutfall fóðurgerðar ólíkra búfjárstofna. Losun gróðurhúsalofttegunda búfjár sem koltvísýringsígildi eftir afurðum í magni próteins. Áætluð heildarlosun koltvísýringsígilda í milljónum tonna eftir búfjárstofnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.