Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Ytri-Rangá hefur gefið lang- flesta laxana í sumar og Reynir Friðriksson leiðsögumaður var að veiða. Við heyrðum aðeins hljóðið í honum eftir veiðitúrinn á bökkum Ytri-Rangár. Gefum Reyni orðið. „Síðasta sunnudag var ég að veiða við Ytri-Rangá, það var búin að vera flott veiði fyrr um morguninn og aðstæður mjög góðar, þar sem það var búið að vera hlýtt nóttina áður, og komu 37 laxar á land þennan morgun. Ég hnýtti undir flugu sem er köll- uð „viagra“ og er hönnuð af Geira (frænda). Það var svo í fimmta kasti sem var rifið hressilega í og ég rétti stöngina, hann tók roku og stökk allur upp úr, þetta var stór og vel leginn fiskur sem tók fluguna og þurfti 15 feta stöngin að hafa vel fyrir honum þar sem hún var í vinkil allan tímann. Það var svo um 15 mínútum síðar sem ég hélt á þykkum 92 cm hæng. Frábær endir á góðum morgni og mjög góð tilfinning að sjá hann dóla rólega aftur út í hylinn þegar ég sleppti honum. Það komu 37 laxar á land þenn- an morgun og þar af annar yfir 90 sentímetra fiskur svo veiðin er enn mjög góð. Ekki skemmir að vita að reglurnar eru þannig að sleppiskylda er á öllum hængum yfir 80 cm og á hrygnum yfir 70 cm. Svo það er frábært til þess að vita að þessir stóru eru þarna og því möguleiki á ævintýrum og átökum við tveggja ára fiska við Ytri-Rangá. Veiðin í Elliðaánum hefur gengið í sumar og núna eru komnir um 850 laxar úr ánni. Það er lax víða um ána og mikið sums staðar. Vatnið hefur verið gott eftir að tók að rigna og fiskurinn að taka betur hjá veiðimönnum. „Þetta var gaman, við settum í nokkra en þeir tóku grannt, jú, við fengum lax í soðið,“ sagði Hafþór Óskarsson en hann var í Elliðaánum fyrir nokkrum dögum. „Við vorum í Minnivallarlæk og þar tók fiskurinn líka grannt en þetta er samt svakalega skemmtilegt,“ sagði Hafþór enn fremur. Elliðaárnar hafa staðið sig vel, Grímsá, Langá, Haffjarðará, Miðfjarðará og Ytri-Rangá svo ein- hverjar sé nefndar til sögunnar. Það er hellingur eftir að sumri, laxinn er fyrir hendi og sjóbirtingur er mættur fyrir austan. Það stefnir í veislu í sjóbirtingnum. Hreindýraveiðin hefur gengið ágætlega og margir farið til veiða. Ásgerður Ásgeirsdóttir var á veiðislóð fyrir fáum dögum þegar við heyrðum aðeins í henni. „Þetta er geggjað gaman en verst að það er ekki nógu margar konur í þessu sporti,“ sagði Ásgerður Ásgeirsdóttir. Hún var að skjóta sitt annað hreindýr á ævinni fyrir nokkrum dögum. En fyrir tveimur árum náði hún sínu fyrsta dýri. „Þetta var 95 kg tarfur, felldur á svæði sex núna í ágúst, en svæði sex er Breiðdalur, Skriðdalur og Öxi. Það er alveg minn heimavöllur,“ sagði Ásgerður. Árbæjarfoss í Elliðaám: Sá sjötti sleit sig lausan eftir rúmar 20 mínútur Friðfinnur Hreinsson og Eggert Sk. Jóhannesson voru fyrir fáum dögum í Ytri-Rangá og tóku eina vakt í Árbæjarfossi við bestu skilyrði sem áin hefur upp á að bjóða. „Gott vatn er í ánni og búið að rigna og það gekk á með rigningu annað slagið,“ sagði Eggert. „Það var austan strekkingur á neðstu svæðunum og varla hægt að kasta þar almennilega út og vorum við því fegnir þegar við máttum vera við Árbæjarfossinn í algeru logni, sem var frábært. Það var rólegt framan af en svo fór hann að gefa sig og tók bæði bláa og rauða Frances og einn tók Black Conhead, sá sem sleit sig lausan hefur allavega verið rúm 14 pund. Friðfinnur var með hann á í góðar 20 mínútur og við hjálpuðumst að við að reyna að landa honum en hann hafði betur enda vel sterkur. Reif allt út og tók ítrekaðar rokur og reyndi m.a. að flækja línuna í stein sem stóð upp úr. Eftir fjóra tíma við veiðar, var þetta orðið gott. Við vorum búnir að veiða nóg og kvöddum ána í bili, eða til næsta sumars,“ sagði Eggert enn fremur. Sveppir eru ólíkir plöntum, meðal annars að því leyti að þeir hafa ekki blaðgrænu og geta því ekki ljóstillífað og unnið lífræn efni úr ólífræn- um. Frumur sveppa hafa frumu- vegg líkt og plöntufrumur en veggurinn er ekki gerður úr beðmi eins og hjá plöntum heldur kítini eins og ytri stoð- grind skordýra og sjávardýra, til dæmis humars og rækju. Sveppir lifa á rotnandi líf- rænum leifum og/eða í sam- eða sníkjulífi með plöntum. Með rotnun umbreyta þeir lífrænu efni í ólífrænt, sem plöntur nýta sér. Líkt og plönturíkið er kall- að flóra og dýraríkið fána er svepparíkið kallað funga. Í heiminum eru skráðar yfir 80.000 tegundir sveppa. Talan er ónákvæm því að á hverju ári finnast nýjar tegundir sveppa og sumar af þessum 80 þús- und tegundum flokkast í raun ekki til svepparíkisins heldur til frumdýra, litvera og flétta. Á heimasíðu Náttúru- fræðistofnunar segir að líklegt þyki að í heiminum séu nálægt 1,5 milljón tegundir sveppa og því mikið verk fram undan við að lýsa þeim og skrásetja. Þó má gera ráð fyrir að flestir stór- sveppir séu þekktir. Á Íslandi hafa fundist og verið skrásettar rúmlega 2.000 tegundir sveppa en þá eru fléttur ekki taldar með. Flestir þessara sveppa eru svo smá- vaxnir að þeir sjást ekki með berum augum. Það sem í daglegu tali kall- ast sveppur er í raun aldin eða fjölgunarfæri örfínna þráða sem vaxa í jarðvegi, á trjám eða öðrum hýslum og kallast ímur. Af þeim ríflega 2.000 tegundum sveppa sem fundist hafa á Íslandi eru milli 30 og 40 stórsveppir taldir hæfir til átu en mis eftirsóknarverðir. Til stórsveppa teljast sveppir sem sjást með berum augum. Stór hluti matsveppa telst til kólfsveppa t.d. lerkisveppur og kúalabbi. Egyptar til forna töldu sveppi vera plöntur eilífs lífs og eingöngu faraó og hástéttin mátti neyta þeirra. Þetta gekk svo langt að almúginn mátti ekki einu sinni snerta sveppi og sérstök stétt sem sá um að safna þeim. Víða um heim er löng hefð fyrir því að tína sveppi og á sumum stöðum eru haldnar sér- stakar sveppahátíðir í kringum uppskeru þeirra. Ólík menn- ingarsvæði hafa gefið svepp- um mismunandi eiginleika. Í Rússlandi og Suður-Ameríku voru ákveðnir sveppir not- aðir til að komast í samband við andaheiminn. Normannar trúðu því að sveppir væru frygðarlyf og ykju frjósemi og gáfu brúðgumum stóra skál af sveppum til að borða fyrir brúðkaupsnóttina væru þeir fáanlegir. Annars staðar var því trúað að ákveðinn sveppur veitti stríðsmönnum yfirnátt- úrulegan styrk samanber ber- serkjasveppinn. Sveppir hafa lengi verið vinsælir til átu í Austur-Evrópu og í Frakklandi þar sem menn gengu um með svín í bandi og notuðu lyktarskyn þeirra til að þefa uppi trufflur sem eru sveppir sem vaxa neðanjarð- ar og þykja frábærir til átu. Í seinni tíð hafa hundar verið þjálfaðir sérstaklega til að þefa þá uppi. /VH Sveppir STEKKUR Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com HLUNNINDI&VEIÐI Hreindýraveiðar ganga víða vel Mynd / Jón Mynd / Karl Óskarsson Veiði í Elliðaám gengur vel Ytri-Rangá: Alltaf mikill möguleiki á ævintýrum Í Ferjukoti í Borgarfirði byggðu Þorkell heitinn Fjeldsted og eig- inkona hans, Heba Magnúsdóttir, stórmerkilegt veiðisafn, sem margir hafa komið og skoðað. Enda margir þurft að stoppa í Ferjukoti til að kaupa laxa eftir laxa eftir fisklitla veiðitúra. Stór hluta af safninu hefur verið fluttur niður á Hvanneyri og verð- ur vonandi þar til sýnis innan tíðar. Heimildirnar eru stórmerkilegar um veiðiskap þarna á Ferjukoti og Hvítá. Þetta er mikið veiðisafn fyrir veiði- menn á öllum aldri enda margra ára saga sem hörkufólk passaði vel upp á og það má alls ekki tapast með tíð og tíma. Ekkert var skemmtilegra en heyra Þorkel segja veiðisögu og fræða menn um safnið og heyra það hljóma út á bakka Hvítár og falla í dýpsta hylinn. Það var fróðleikur fyrir lífstíð. Stór hluti veiðisafnsins komið á Hvanneyri Mynd / G.Bender
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.