Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Embluverðlaunin afhent í fyrsta sinn: Færeyingar komu, sáu og sigruðu Embluverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn 24. ágúst síðastliðinn. Það voru Færeyingar sem voru sigurvegarar kvöldsins en þeir sópuðu að sér þremur verðlaunum af sjö. Leif Sörensen kokkur var valinn matvælaiðnaðarmaður Norðurlandanna 2017, verkefnið Heimablídni var valið í flokknum um mataráfangastað Norðurlandanna árið 2017 og bændurnir í Dímunargarði fengu Emblu- verðlaunin sem hráefnisframleiðendur ársins. Íslendingar og Danir riðu ekki feitum hesti frá Emblu- verðlaununum að þessu sinni en hinar Norðurlandaþjóðirnar fengu sín verðlaunin hver. Hráefnisframleiðandi Færeyjar – Dímunargarður Matvælaiðnaðarmaður Færeyjar – Leif Sörensen Matur fyrir börn og ungmenni Noregur – Geitmyra Matkul- tursenter Matur fyrir marga Svíþjóð – Annika Unt Matarblaðamennska/kynning Álandseyjar – Michael Björklund, Smakbyn Matarfrumkvöðull Finnland – Thomas Snellman - REKO Mataráfangastaður Færeyjar – Heimablídni Embluverðlaunahafar 2017: Embluverðlaununum er ætlað að hefja norrænan mat til vegs og virðingar en að verðlaununum standa bændasamtök allra Norðurlandanna auk þess sem Norræna ráðherra- nefndin er bakhjarl þeirra. Verðlaunin eiga að efla sameiginlega vitund Norðurlandabúa á sviði matargerðar og menningar og jafnframt að vekja athygli á norrænum matvælum á erlendri grund. Embluverðlaunin, sem eru þau fyrstu sinnar tegundar sem veitt eru á öllum Norðurlöndum, beina kastljósinu að hráefnum, matvælum, framleiðsluaðferðum og fagfólkinu sem stendur þar að baki. Stofnað er til verðlaunanna í þeim tilgangi að miðla þekkingu og reynslu milli landanna og vekja athygli á því sem vel er gert í matvælageiranum. Afhent annað hvert ár Embluverðlaunin verða afhent annað hvert ár en í ár sáu dönsku bænda- samtökin Landbrug og födevarer um framkvæmdina. /TB Embluverðlaunahafarnir stilltu sér allir upp fyrir myndatöku eftir að úrslitin voru kunngjörð. Marie prinsessa og landbúnaðarráðherrar bæði Danmerkur og Íslands voru meðal þeirra sem afhentu verðlaunin í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Mynd / TB Geitmyra Matkultursenter var sett á laggirnar árið 2011 en starfsem- in snýst um að fræða um mat og matarmenningu. Um sjálfseignar- stofnun er að ræða sem hefur ekki gróðasjónarmið að markmiði. Aðalmarkmið stofnendanna er að kenna börnum hvernig maturinn verð- ur til, hvernig hann er matreiddur og hvað þarf til að koma honum alla leið upp á disk neytenda. Geitmyra er í samvinnu við skóla á Oslóarsvæðinu og býður upp á fræðslu og námskeið, ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir heilu fjölskyldurnar. Matur fyrir börn og ungmenni Noregur – Geitmyra Matkultursenter: Fræða börn um mat Námskeið á Geitmyra. Matur fyrir marga – Svíþjóð – Annika Unt: Það er gaman að borða Hin sænska Annika Unt vann til Embluverðlaunanna í flokknum „Matur fyrir marga“. Hennar köllun er að búa til jákvæðni og gleði í kringum opinberar máltíðir. Hún fræðir og fjallar um mat og matarupplifun frá ýmsum hliðum. Útgangspunkturinn er gleði og þannig breiðir hún boðskapinn til starfsfólks, stúdenta og annarra sem neyta matar í opinberum mötuneytum í Svíþjóð. Hún fjallar m.a. um næringu, hollustu og heilsu, menntun neytenda og uppruna matvæla. Hún leggur mikla áherslu á sænskan mat og sænskt hráefni og ýtir undir að matur sé keyptur á heimaslóð. Annika Unt frá Svíþjóð. Hráefnisframleiðandi – Færeyjar – Dímunargarður: Bændur sem búa við ysta haf Það voru færeysku bændurn- ir í Dímunargarði sem hrepptu Embluverðlaunin í flokki hrá- efnisframleiðenda. Þar kepptu bændur frá öllum hinum Norðurlöndunum en hjónin Eva úr Dímum og Jógvan Jón Petersen með börnin sín þrjú skutu þeim ref fyrir rass. Dímunargarður er eyja og sam- göngur eru ekki auðveldar. Farið er með þyrlu út í eyjuna þrisvar í viku en erfitt er að leggja bátum upp við klettana. Hjónin lifa af landsins gæðum en selja sína fram- leiðslu líka í Færeyjum, m.a. til bestu veitingastaðanna í Þórshöfn. Búið er með nautgripi, sauðfé og stunduð er lítilsháttar ræktun. Þá reka bændurnir ferðaþjónustu og leigja út gistiaðstöðu. Upplýsingar um búskapinn og lífið í eyjunni má finna á vefsíðu bændanna,www. storadimun.fo. Matvælaiðnaðarmaður – Færeyjar – Leif Sörensen: Matreiðslumaður sem fer ótroðnar slóðir Leif Sörensen, matreiðslumað- ur og matarfrumkvöðull frá Færeyjum, hlaut Embluverðlaunin sem matvælaiðnaðarmaður Norðurlandanna árið 2017. Leif er einn þekktasti kokkur Færeyja og hefur starfað víða um Norðurlönd og borið út fagnaðar- erindið um n o r r æ n a matarhefð. L e i f u r var einn af stofn- endum veitingastaðarins Koks í Færeyjum sem í fyrra hlaut Michelin-stjörnu. Hann hefur þó fyrir nokkru dregið sig út úr þeim rekstri og sinnir meðal annars ýmissi tilraunamennsku í matargerð. Leifur er þekktur fyrir frumleg hráefni sem hann notar, m.a. þara, fiskmeti ýmiss konar, jurtir og auðvitað færeyska skerpukjötið. Jógvan og Eva. Leif Sörensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.