Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 FRÉTTIR Landsbankinn auglýsir til sölu lager af mokkaskinnum, gærum og húðum. Um er að ræða skinn á ýmsum vinnslustigum, allt frá hrávöru til söluvöru. Af tilbúinni vöru eða sem næst tilbúinni eru til dæmis um 6.200 mokkaskinn og um 2.100 fullunnar loðgærur. Einnig eru til sölu tæki sem tengjast vinnslu á skinnum. Óskað er eir tilboðum í vörurnar hvort sem er í heild eða að hluta. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Frekari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið fullnustueignir@landsbankinn.is. Landsbankinn • landsbankinn.is • 410 4000 Tilboð óskast Um miðjan febrúarmánuð síðast- liðinn gáfu Geitfjár ræktarfélag Íslands og Matís út viljayfirlýs- ingu um aukið samstarf í því skyni að auka verðmætasköp- un, vöruþróun og kynningu á geitfjárafurðum. Verkefnið er nú óðum að taka á sig mynd og er vinna komin vel af stað hjá Matís og liggja nú fyrir nýjar reglur um kjötmat geita. Óli Þór Hilmarsson hjá Matís hefur unnið að nýja kjötmatinu og segir hann að það verk hafi verið algjör forsenda fyrir frekari markaðsþróun fyrir geitfjárafurðirnar. „Hingað til hefur meira verið litið á geitur sem gæludýr, en nú er ætlunin að koma þeim í nytjaflokk. Samstarfsverkefni Matís og Geitfjárræktarfélagsins, með fjárstuðningi Matarauðs Íslands, gengur út á það að koma á samræmdu kjötmati geita – sem hefur ekki verið til. Líka að koma á formlegum skráningum í Heiðrúnu, sem er gagnagrunnur sambærilegur og Fjárvís – en það hefur heldur ekki verið gert áður. Með þessum aðgerðum ættum við að fá yfirsýn á framleiðsluna eins og hún er í dag og eins fá bændur verkfæri í nýju kjötmati sem er þeim ómetanlegt í ræktunarstarfinu. Þá komum við með tillögur varðandi meðferð geita fyrir slátrun og í slátrunarferlinu – en eins og gefur að skilja þá er lítil reynsla til staðar varðandi þessa þætti. Þær eru mjög frábrugðnar kindum á eiginlega allan hátt. Það verður að halda geitum sér í stíum en ekki blanda þeim saman við kindur. Þær þola ekki vatn en við rafdeyfingu – eins og nú tíðkast í sláturhúsum – þá er stundum saltpækill látinn leka með skautinu á höfuð skepnunnar til að auka rafleiðnina. Eins er þekkt að rafstuð sé gefið bæði á haus og bak (við hjarta) á sama tíma, en þá er hætta á götum á baki stökunnar. Stakan er mjög viðkæm og þolir alls ekki sömu meðferð og lambsgæra því hún er það þunn. Hún þolir til dæmis ekki vélafdrátt á sláturlínu og því er best að handflá hana,“ segir Óli Þór. Verðmætar hliðarafurðir Það er því nauðsynlegt, að sögn Óla Þórs, að samræma verklag í sláturhúsum, koma á kjötmati og skráningum í gagnagrunn. Einnig vegna hinna verðmætu hliðarafurða geitarinnar. „Mör er til dæmis notaður í sápu og snyrtivörur en hjá sumum sláturleyfishöfum er erfiðleikum bundið að halda utan um og safna saman mör og innyflum úr geitum sökum þess hve fáar þær eru á hverjum stað. Dæmi eru um að 10 til 15 geitum sé slátrað í sláturhúsi yfir sláturtíðina og þá einni til þremur í senn. Við vonumst því eftir góðu samstarfi við sláturleyfishafa og að þeir taki góðan þátt í að bæta gæði geitaafurða eins og kostur er. Verkefni okkar nú í haust er sem sagt að taka á þessum þáttum. Framhaldsverkefnið verður síðan að þróa vörur úr þessu kjöti og gera það sýnilegra á markaðnum,“ segir Óli Þór. /smh Samræmt kjötmat geita liggur fyrir – Liður í að auka verðmætasköpun á geitfjárafurðum Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir í verslun sinni á Háafelli, en hún hefur gengið lengst geitfjárbænda í því að vinna fjölbreyttar markaðsvörur úr geitfjárafurðum sínum. Mynd / smh Kjötmat geitakjöts 1. Geitum er skipt í eftirfarandi tvo grunnflokka eftir aldri. a. Kið, af báðum kynjum, ungdýr, yngri en 1 árs, miðað við 1. mars, ári eftir burð. Skrokkar auðkenndir með KIÐ. b. Geitur, af báðum kynjum 1 árs eða eldri, miðað við eftir 1. mars ári eftir burð. Skrokkar auðkenndir með GEIT. 2. Geitakjöt skal flokkað eftir vaxtarlagi og holdfyllingu annars vegar og eftir fitustigi hins vegar. Í flokkum E, U og R skal flokka í heila flokka, en í flokkum O og P skal nota þrjá undir flokka. 3. Í töflum I og II eru lýsingar á holdfyllingar- og fituflokkum. Við fituflokkun skal stuðst við mælingar á fituþykkt á síðu við næstaftasta rif u.þ.b. 11 cm frá miðlínu hryggjar. Tafla I Holdfyllingarflokkar (9 flokkar) Holdfylling Bókstafur Lýsing E Ágæt Allar útlínur mjög kúptar E Læri: Ágætlega fyllt Hryggur: Ágætlega breiður og fylltur Frampartur: Ágætlega fylltur U Mjög góð Útlínur að mestu kúptar U Læri: Vel fyllt Hryggur: Vel fylltur Frampartur: Vel fylltur R Góð Útlínur að mestu beinar R Læri: Jafnfyllt eða góð Hryggur: Jafnfylltur Frampartur: Jafnfylltur O Sæmileg O+ Útlínur nokkuð íhvolfar O Læri: Lítillega innfallin O- Hryggur: Skortir breidd og fyllingu Frampartur: Smár, skortir fyllingu P Rýr P+ Útlínur allar íhvolfar eða mjög íhvolfar P Læri: Innfallin eða mjög innfallin P- Hryggur: Smár, innfallinn með útistan- dandi beinum Frampartur: Smár, flatur innfallin með útistandandi beinum Tafla II Fituflokkar ( 5 flokkar) 1 Mjög lítil filta Síðufita <5 mm. Vot- tur af fitu eða engin sýnileg fita utan á skrokk. 2 Lítil fita Síðufita <8 mm. Þunnt fitulag þekur hluta skrokksins sem helst á bógum og lærum. 3 Eðlileg fita Síðufita <11 mm. Skrokkur allur eða að hluta þakinn léttri fituhulu. 4 Mjög mikil fita Síðufita >18 mm. Skrokkur að mestu leyti með þykkri fituhulu sem getur verið þynnri á bógum og lærum. 5 Óhóflega mikil fita Síðufita >18 mm. Mjög þykk fituhula á öllum skrokk. Greini- leg fitusöfnun. Verkalýðsfélagið Framsýn lýsir þungum áhyggjum: Vill markvissa lausn á vanda sauðfjárbænda Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti í morgun að senda frá sér svohljóðandi ályktun um stöðu sauðfjárbænda sem félagið hefur verulegar áhyggjur af takist ekki að bæta starfsumhverfi greinarinnar. „Framsýn stéttarfélag, lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim mikla vanda sem steðjar að sauðfjárrækt á Íslandi, enda ljóst að mikil lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda kemur sér afar illa við greinina og ýtir undir frekari byggðaröskun en orðið er. Mikil tekjuskerðing til bænda síðustu árin gerir það að verkum að ekkert stendur eftir til að greiða launakostnað eftir að framleiðslukostnaður hefur verið greiddur. Verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði og hækkandi sláturkostnaður til sauðfjárbænda að veruleika í haust er rekstrargrundvöllur margra sauðfjárbúa brostinn. Sauðfjárrækt er ein af grunn- stoðum byggðar í Þingeyjarsýslum líkt og í flestum öðrum dreifbýlissveitarfélögum landsins, margir byggja afkomu sína á sauðfjárrækt, bæði sem bændur og/ eða við önnur afleidd störf tengd landbúnaði. Hverfi sauðfjárrækt úr sveitum landsins munu fleiri störf fylgja með þar sem margir hafa afkomu sína af vinnu við afurðarstöðvar og ýmis konar þjónustu við bændur, þau störf munu einnig hverfa. Hrun í greininni snýst því ekki eingöngu um tekjulækkun til bænda heldur er fjöldi starfa í hættu, samfélagið allt er undir. Framsýn skorar á forystumenn sauðfjárbænda, sláturleyfishafa og ráðamenn þjóðarinnar að vinna markvisst að lausn mála með það að markmiði að leysa þennan grafalvarlega vanda sem blasir við þjóðinni allri,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Sjá jafnframt heimasíðu félags- ins, framsyn.is. Sauðfjárbændur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum: Niðurtröppun beingreiðslna til bænda verði stöðvuð Fundur sauðfjárbænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum sem haldinn var í Ýdölum nýverið lýsti yfir stórfelldum áhyggjum af því neyðarástandi sem fram undan er í greininni. Skorað var á stjórnvöld, stjórn BÍ og stjórn LS að virkja nú þegar endurskoðunarákvæði sauðfjársamningsins, grein 15.2, með það fyrir augum að stöðva nú þegar niðurtröppun beingreiðslna til bænda á samningstímanum. Í greinargerð með ályktuninni segir að fram að endurskoðun 2019 sé stefnt að því að auka útflutningstekjur af sauðfjárrækt sem leiði til þess að hlutur bænda í heildarverðmætasköpun greinarinnar aukist um 7,5% að lágmarki. Þetta miðast við óbreyttan fjárfjölda í landinu og fast verðlag. Takist það ekki skal niðurtröppun beingreiðslna endurskoðuð. Eykur enn á vandann Miðað við verðfallið 2016 og þær verðskrár sem sláturleyfishafar hafa nú birt fyrir haustslátrun 2017 verður algjört verðhrun afurða og mikill vandi í útflutningi. Ekki er fyrirsjáanlegur bati í þeim efnum í nánustu framtíð. Sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ófyrirséð. Niðurtröppun beingreiðslna við þær aðstæður sem nú eru uppi mun auka enn á vanda margra bænda. /MÞÞ Fé í Grettisbæli í Forvöðum við Jökulsá á Fjöllum. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.