Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Í júní kom út skýrslan „Nordic nitrogen and Agriculture“ sem fjármögnuð var af Norræna ráðherraráðinu. Fjallar hún um köfnunarefni í landbúnaði á norðurslóðum, stefnumótun og ráðstafanir til að draga úr umhverfisáhrifum af völdum þessarar lofttegundar. Þar er lögð áhersla á nauðsyn þess að efla þekkingu til að auka skil- virkni í notkun köfnunarefnis í landbúnaði. Köfnunarefni er frumefni sem er lyktar- og litlaus lofttegund og mest er af í lofthjúpi jarðar, eða um 78%. Köfnunarefni er að finna í öllum lifandi frumum og er nauðsynlegur partur í öllum próteinum, ensímum og við fram- leiðslu á orku við ljóstillífun. Það er m.a. nýtt í stórum stíl í áburð sem notaður er til landbúnaðar. Þótt köfnunarefni sé nauðsyn- legt til allrar ræktunar, þá getur of mikil köfnunarefnisnotkun leitt til mengunar jarðvegs og grunnvatns með alvarlegum afleiðingum. Þá er mjög þekkt neikvæð áhrif köfnun- arefnismengunar á lífríki í vötnum og ám og jafnvel á grunnsævi úti fyrir ströndum öflugra landbún- aðarsvæða. Kröfur um aukna framleiðni og ódýrar afurðir leiða til aukinnar mengunar Stöðugt er verið að gera kröfur um aukna framleiðni í landbúnaði og ódýrari landbúnaðarvörur. Gallinn er bara sá að kröfur um aukna lífmassaframleiðslu á hvern hekt- ara lands hafa krafist stóraukinnar notkunar á köfnunarefnisáburði. Aukin fóður- og nytjajurtafram- leiðsla leiðir líka til aukinnar elds- neytisnotkunar og kolefnismeng- unar. Þar hefur víða verið farin sú leið að auka notkun á lífrænu eldsneyti sem að stærstum hluta er framleidd úr korni. Talað er um sjálfbæra orkuframleiðslu og jafn- vel að hún sé vistvæn. Það hljómar vissulega mjög vel, en samkvæmt skýrslu sem Jan Willem Erisman gerði fyrir Evrópusambandið, leiðir það jafnvel til enn stærri vandamála. Lífrænt eldsneyti kallar á aukna köfnunarefnisnotkun Aukin framleiðsla á lífrænu elds- neyti kallar á enn meiri notkun á köfnunarefnisáburði. Þá er köfnun- arefnisoxíðsmengun (NOx) meiri af notkun lífeldsneytis en af jarð- efnaeldsneyti að því er fram kemur í skýrslu Jan Willem Erisman. Það er einfaldlega sagt vera vegna hærra hlutfalls köfnunarefnis í slíku eldsneyti. NOx er samheiti yfir tvíefna sambönd af oxíði (súrefni) og frumefninu nitri. Þar getur verið um að ræða köfnunarefnisoxíð eða nituroxíði (nitric oxide) og köfn- unarefnis díoxíði (nitrogen diox- ide) sem valda m.a. súru regni. Köfnunarefnisoxíð getur verið hættulegt heilsu manna. Sé allt þetta haft í huga hlýtur sú hugsun yfirvalda á Íslandi að auka notk- un lífdísils í stað hreins dísils af umhverfisástæðum að vera alvar- legt umhugsunarefni svo ekki sé meira sagt. Mest NOx losun er sögð vera í Norður-Ameríku Norður Ameríka losar hlutfalls- lega mest af köfnunarefnisoxíði í heiminum, eða 17,2%, samkvæmt skýrslu Erisman. Þar á eftir kemur Austur- Asía með 14,1% og Evrópa með 13,7%. Landbúnaður í heiminum stend- ur þó einungis fyrir losun á 0,9% köfnunarefnisoxíði. Flutningar á landi eru aftur á móti á bak við 30,7% losunarinnar. Iðnaður stend- ur fyrir 16,9%, orkuframleiðsla er á bak við 15,7%, alþjóðlegur skipa- rekstur stendur fyrir 15% og aðrir flutningar (þ.m.t. flug) standa fyrir 16,2%. Þá stendur eldsneytisbruni á heimilum fyrir 4,5% af losun köfnunarefnisoxíði í heiminum. Aukin rafbílavæðing getur líka leitt til aukinnar mengunar Erisman bendir líka á áhugaverðan hliðaranga þessarar umræðu sem tengist notkun köfnunarefnis í landbúnaði við framleiðslu á líf- rænu eldsneyti. Aukin rafvæðing í samgöngum geti nefnilega kallað á enn meiri NOx útblástur vegna framleiðslu á raforku. Þótt það eigi ekki við á Íslandi, þá er Ísland ekki stórt í stóra samhenginu, t.d. í samanburði við veruleikann í ESB. Þetta getur því þýtt, allavega til skamms tíma, að rafbílavæðingin í Evrópu leiði til meiri mengunar og minni skilvirkni í orkunýtingu en áframhaldandi notkun farartækja með sprengihreyflum. Í öllu falli á meðan framleiða þarf raforkuna með kolum, jarðefnaeldsneyti, líf- rænu eldsneyti, gasi eða kjarn orku. Ofnotkun köfnunarefnis og óskilvirkni í aðgerðum Í skýrslu Norræna ráðherra ráðsins er sjónum nær eingöngu beint að köfnunarefnisnotkun í landbúnaði. Ekki er þó tekin nein hörð afstaða í málinu. Þar segir að mjög vaxandi áhugi sé á alþjóðlega vísu fyrir Skýrsla á vegum Norræna ráðherraráðsins telur brýnt að berjast um nauðsynlega en mengandi lofttegund: Athygli vakin á baráttu gegn ofnotkun köfnunarefnis í landbúnaði – Mikil áskorun en um leið vandasöm pólitísk glíma við margvíslegar þversagnir í umhverfismálum þar sem fátt er um töfralausnir Hörður Kristjánsson hk@bondi.is FRÉTTASKÝRING - Mynd / BBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.