Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö. Bók kom út árið 1954 og var söguhetjan Monika Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni. Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín. Í meðförum Hagalíns verður Monika á Merkigili ekki aðeins barnmörg húsfreyja í sveit heldur táknmynd íslensku sveitakonunnar. Konunnar sem borið hefur þjóð sína í móðurörmum og umvafið hana með fórnfýsi og kærleika öld eftir öld. Blaið grípur hér ofan í annan kafla bókarinnar þar sem sagt er frá fæðingu og uppvexti Moniku. Fæðing og uppvöxtur Moniku Monika fæddist 25. nóvember árið 1901, og var hún sjötta barn þeirra Margrétar og Helga. Hún var látin heita í höfuðið á Moniku Indriðadóttur frá Ölduhrygg í Svartárdal, konu Sigmundar Andréssonar frá Írafelli. Monika var fram undir tólf ára aldur mjög svo smávaxin, en heilsuhraust var hún, frísk og fjörmikil. Hún var og snemma hörð af sér og áræðin, en að öðrum þræði mjög viðkvæm og tilfinningarík, og sein var hún að ná sér, ef eitthvað snart hana mjög óþægilega, enda er einhver hin fyrsta minning hennar bundin sárri sorg, sem hún varð fyrir, þá er hún var fárra ára gömul. Vorið kom seint, var sífelldur kuldanæðingur af norðri og norðaustri, og sólar naut sjaldan og aðeins stutta stund í einu, því að inn yfir landið dreif ávallt gráa og nöturlega skýjaflota norðan úr nepjuheimum Íshafsins. Veturinn hafði ekki verið hagstæður norðlenzkum bændum, og víða í Skagafirði urðu menn heytæpir. Helgi á Ánastöðum hafði ekki um haustið átt minni hey en venjulega, en þau höfðu verið frekar létt og reynzt ódrjúg, og nú þóttist hann sjá fram á heyþrot, ef ekki brygði fljótlega til hins betra. Hann ákvað svo að slátra gemlingunum til þess að tyggja ærnar. Haustið áður hafði Moniku verið eignuð svört gimbur með hvíta krúnu. Henni þótti mjög vænt um lambið, og þegar veður var gott, fékk hún að fara út í lambhús til þess að færa Krúnu sinni brauðbita og gera við hana gælur. Þegar Monika heyrði talað um að slátra lömbunum, greip hana kvíði og harmur. En hún bað samt ekki Krúnu sinni griða. Öllum systkinunum höfðu verið eignuð lömb, og Monika heyrði talað um lambaslátrunina eins og neyðarúrræði, sem ekki yrði hjá komizt, og þó að Monika væri ekki gömul, hafði lífið þegar kennt henni það, að eitt eru óskir og þrár og annað ill nauðsyn. En þá er hún vissi, að faðir hennar var farinn út til sláturstarfanna, byrgði hún sig niður og grét sárt og lengi. Hún sá Krúnu litlu fyrri sér, sá hana mæna á sig sjúnum bænar og vonar, og af augum hennar hrukku tár, sem tindruðu eins og daggardropar á hinum svörtu og loðnu vöngum. Og lengi á eftir bar Monika í brjósti þungan trega. Allt í einu – og þá einkum, þegar hún var háttuð á kvöldin eða svo bar til, að hún vaknaði á nóttunni – sá hún í anda, hvar Krúna litla stóð og horfði á hana augum harms og ásökunar. Þá er þetta kom fyrir, setti stundum að Moniku sáran grát, og eitt sinn sagði móðir hennar og hristi höfuðið: „Það held ég að veröldin muni oftar en einu sinni koma illa og ónotalega við þetta blessað barn!“ ... Þegar Monika var barn, hafði hún örugga trú á mætti bænarinnar, taldi sig hafa komizt að raun um það aftur og aftur, að þegar hún bæði heitt og innilega, hlyti hún bænheyrslu. Þá þóttist hún og fá reynslu fyrir því, að ýmsir þeirra drauma sem hana dreymdi, væru ekki markleysa. Þegar hún var sjö ára, var það einu sinni seint á hausti, að á Ánastöðum hvarf gulbröndóttur högni. Hann var kallaður Brandur. Brandur var mjög blíðlyndur og gælinn, og börnin höfðu á honum mikið dálæti. Þau hörmuðu því hvarf hans og leituðu hans inni og úti. Foreldrar Moniku, sögðu að kötturinn hlyti að koma í leitirnar. Hann hefði ranglað eitthvað út um hagann á veiðar eða á næstu bæi til að þjóna eðli sínu. Það var spurt eftir honum á bæjunum, en enginn hafði orðið hans var. „Kannski hann sé lagstur út, katt- ar-skömmin?“ sagði Helgi bóndi. „Það er svo sem nóg af hagamúsinni, og hver veit nema Brandur taki upp á að veiða rjúpur? Nógu er hann stór og sterkur til þess að geta það, og varla mun honum verða skotaskuld úr að læðast að þeim.“ En dagarnir liðu og urðu að vikum, og ekki kom Brandur. Börnin hörmuðu hann mikið, töluðu um hann og settu sér fyrir sjónir, að einn góðan veðurdag kæmi hann labbandi með mús eða fugl í trantinum, setti upp stýri og neri sér upp við þau, sleppti veiðinni á gólfið, eins og hann væri að afhenda hana börnunum, og mjálmaði svo á sinn langdræga og sérkennilega hátt. En þar kom, að börnin urðu úrkula vonar um að Brandur kæmi aftur – öll nema Monika. Hún minntist hans á hverju kvöldi í bænum sínum, bað guð heitt og ynnilega að gefa það, að Brandur skilaði sér, og hún gat ekki sleppt þeirri von, að guð mundi veita henni bænheyrslu. Hún fór út á hverjum morgni og svipaðist um eftir Brandi, og ef það kom fyrir að einhver minntist á hann, sagði hún ávallt: „Hann Brandur á eftir að koma,“ eða: „Hann Brandur skilar sér.“ „Af hverju heldurðu það?“ sagði svo eitthvert af systkinum hennar. „Ég veit það bara,“ svaraði hún. Loks tók móðir hennar hana á eintal, sagði við hana: „Þú átt ekki að vera að gera þér þessar tálvonir, Mona mín. Þú sérð það sjálf, ef þú athugar það, að Brandur getur ekki skilað sér héðan af. Það hefur ekkert til hans frétzt, og nú hefur verið snjór yfir öllu í langan tíma, svo að hann hlyti að hafa leitað til bæjar, ef hann hefði verið einhvers staðar úti um hagann. Maður verður að venja sig á að horfast í augu við það, sem fyrir kemur, eins og það er, og taka því með þolinmæði, þó að eitthvað sé öðru vísi en maður hefði viljað.“ Monika fór að skæla, en sagði þó: „Ég veit, að hann Brandur á eftir að koma.“ Móðir hennar þagði andartak, en sagði síðan: „Af hverju heldurðu það barnið mitt?“ „Af því að ég bið guð á hverju einasta kvöldi að gefa það, að hann Brandur skili sér.“ Aftur varð þögn. „En heyrðu mig nú Mona mín,“ sagði móðirin því næst. „Guð gerir margt, sem við biðjum hann um að einlægni, en við erum skammsýn og hann er alvitur, og við getum ekki áttað okkur á, hvað honum muni sýnast rétt að bænheyra okkur um. En við megum ekki vera of smáleg í bænum okkar. Hugsaðu þér nú, að hann Brandur hafi með einhverju móti dáið daginn, sem hann hvarf, og þú veizt, að það liggur fyrir öllu lifandi að deyja fyrr eða síðar, blómin deyja og dýrin og mennirnir deyja.“ Jú Moniku fannst, að varla mundi guð láta Brand lifna við aftur, af hann væri dáinn, en hún þóttist viss um, að hann væri á lífi, og hún sagði við móður sína: „En ég er bara viss um, að hann Brandur er lifandi.“ Móðirin varð enn þögul. En eftir nokkur augnablik stundi hún þungan, strauk Moniku um vangann og sagði: „Jæja, Mona mín. Við skulum ekki tala meira um þetta. Þú áttar þig á þessu.“ En það var eins og Monika yrði aðeins vissari í sinni sök eftir þetta samtal mæðgnanna, var næstum eins og hvíslað hefði verið að henni: Vert þú alveg óhrædd! Hann Brandur á eftir að koma í leitirnar – bráðlifandi! Á aðfangadag jóla var Ísfold litla beðin að fara og leysa hey í fjárhúshlöðunni og gefa á garðann. Þær fóru með henni, yngri systur hennar, Hólmfríður og Monika. Frá hlöðudyrunum var komin allmikil geil inn með öðrum veggnum, Sæmundur sendur frá sér ævisögu Moniku frá Merkigili: Monika við móðurhné Foreldrar, systkini og fóstursystkini Moniku. Merkishjónin Jóhannes Bjarnason og Monika Helgadóttir með einkasoninn Skarphéðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.