Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 en ennþá var hey uppi í rjáfrinu. Þegar Ísfold var tekin að leysa, datt niður geipimikil heyvisk, og féll hún milli systranna og dyranna. Systurnar litu upp á stálið, sáu þar glóra í tvær gular, kringlóttar týrur. Svo kvað við langdregið mjálm, og allt í einu döluðu týrurnar gulu niður á hlöðugólfið, og svo stóð þar þá gulbröndóttur köttur, setti upp kryppu og stýri og neri sér við fótleggi Moniku. Það var Monika, sem bar Brand til bæjar. Hún fór með hann rakleitt inn í eldhús, þar sem móðir hennar stóð við matseld. Margrétu húsfreyju féllust hendur. Hún starði á þau, Brand og Moniku, og síðan leit hún á Ísfold og Hólmfríði, sem stóðu þarna og ljómuðu af gleði. Og nú sagði Ísfold frá því, sem gerzt hafði í fjárhúshlöðunni. Margrét sagði ekki eitt einasta orð. Hún strauk Moniku um vangann, leit snöggvast á Brand og tók síðan til við verk sitt. Um kvöldið lá við, að fögnuður- inn yfir endurheimt Brands skyggði á sjálfa jólagleði barnanna á Ánastöðum. Harðindavorið 1910 komust margir íslenzkir bændur í heyþrot, og sums staðar mun hafa fallið fé. Í Skagafirði var ástandið ekki gott. Helgi á Ánastöðum hafði átt mikil hey, þegar vetur settist að, og þau entust honum furðu vel. En þar kom, að honum tók ekki að lítast á blikuna. Maður er nefndur Sveinn Sigurðsson. Hann bjó á Giljum, fremsta bæ í Vesturdal. Það eru landgæði mikil og landrými, og vetrarbeit er þar örugg og kjarngóð í svokölluðum Þorljótsstaðaruna. Þeim Sveini og Helga á Ánastöðum var vel til vina, og þá er Helgi þóttist sjá sitt óvænna gagnvart harðindunum, fór hann til fundar við Svein og bað hann um leyfi til að reka fé í runnann. Sveinn kvað honum það heimilt, og þegar Helgi kom heim var hann mjög glaður. Fé hans var vel undan, og taldi hann víst, að það mundi bjargast af beitinni. Nóttina áður en helgi hafði hugsað sér að halda af stað með fjárhópinn, dreymdi Moniku, að hún var stödd í dyrum úti og horfði á föður sinn fljúgast á við hvítt naut í hlaðvarpanum. Atgangur þeirra Helga og nautsins var harður og alllangur, en loks hafði Helgi nautið undir, tók upp hníf sinn og skar það þarna í varpanum. Fossaði úr því blóðið og rann niður á tún. Þegar Monika vaknaði, datt henni þegar í hug, að draumurinn væri fyrir því, að hláka væri í vændum. Hún sagði svo við föður sinn: „Pabbi minn, – ég held þú þurfir ekki að reka féð. Ég hugsa, að það komi hláka.“ Faðir hennar leit undrandi á hana og sagði: „Af hverju dregurðu það, barnið mitt?“ Monika sagði honum drauminn og kvaðst viss um, að hann væri fyrir hláku. Faðir hennar þagði um hríð, en svo hló hann og sagði: „Ekki er mark að draumum, stendur í einni af Íslendingasögunum, og ég held að ég eigi ekki undir því, að draumurinn þinn komi fram. Ég rek féð í dag, eins og ég hafði ætlað mér.“ En Monika lét ekki segjast. Hún bað föður sinn að bíða með að reka, þó að ekki væri nema einn eða tvo daga. Helgi sagðist ekki anza henni. Hann væri þegar orðinn heylaus fyrir féð, og hann færi ekki að svelta það eða taka hey handa því frá kúnum í blindri trú á draum Moniku. Nokkru fyrir hádegi hélt Helgi af stað með allt sitt fé, en komst ekki lengra um kvöldið en að Goðdölum. Næstu nótt gekk í asahláku, og daginn eftir varð Helgi að halda kyrru fyrir í Goðdölum með fjárhópinn. Síðan hélt hann heim með fé sitt, því að nú voru hvarvetna komnir upp nógir og góðir hagar. Þegar Helgi hitt Moniku, klappaði hann á kollinn á henni og sagði brosandi: „Ég hefði átt að lofa þér að ráða, greyið mitt! En það er nú svona og svona að eiga afkomu sína undir draumspám telpuhnokka á níunda ári.“ Liprar ódýrar fjárgrindur Pöntunarsímar 669 1336 og 899 1776 www. aurasel.is Meira fyrir aurinn Þessar grindur hafa löngu sannað gildi sitt. Ódýrar, traustar og einfaldar í uppsetningu. Stærð: Breidd 427 cm, hæð 110 cm. Möskvastærð 10 x15 cm. Verð á einni grind kr. 24.900 auk vsk. Ef keyptar eru 2-4 grindur, verð á grind kr. 22.900 auk vsk. Ef keyptar eru 5 grindur, verð á grind kr. 19.000 auk vsk. Gerið verðsamanburð. Lambheldar hliðgrindur Einstaklega léttar og meðfærilegar fjárgrindur. Stærð 180 x 90 cm. Hægt að stilla upp á marga vegu. Engar festingar, auðvelt að krækja saman. Verð á einni fjárgrind kr. 7.900 auk vsk. Ef keyptar eru 10 grindur eða fleiri, verð á grind kr. 6.900 auk vsk. Takmarkað magn. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 21. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.