Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Í síðasta Bændablaði var sagt frá því að gróffóður væri grundvöllur búvöruframleiðslu af nautgrip- um og sauðfé hér á landi. Þar var rætt um fenagreiningarþjónustu og bent á ráðgjafa sem því sinna. Þar féll hins vegar niður smá klausa um fleiri leiðir til að óska eftir heysýnatöku og mælingum og biðst blaðið velvirðingar á því. Eins og á liðnu ári er ástæða til að hvetja sauðfjárbændur til að láta efnagreina sín hey. Markviss fóðrun búfjár byggist á upplýsingum um efnainnihald fóðursins sem gefið er. Hvert geta bændur snúið sér? Við hvetjum alla bændur; – kúa- bændur, sauðfjárbændur, hrossa- bændur – til þess að kynna sér þessa mikilvægu þjónustu og nýta sér hana. Þær upplýsingar sem fást gegnum fóðurefnagreiningar nýt- ast ekki eingöngu varðandi fóðrun heldur ekki síður við ákvörðun á áburðargjöf. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr með NorFor kerfinu, - eða fóðurráðgjöf / fóðuráætlanagerð fyrir sauðfé og jafnframt nýta sér efnagreiningarþjónustu samkvæmt samningi RML og Eurofins / BLGG, vinsamlega hafi samband við ein- hvern af eftirtöldum ráðgjöfum RML. Baldur Örn Samúelsson, sími 516-5020. Vesturland E-póstur baldur@rml.is Guðfinna L. Hávarðardóttir, sími 516-5067. Norðurland vestra E-postur glh@rml.is Harpa Birgisdóttir, sími 516- 5048. Norðurland vestra E-póstur: harpa@rml.is Eiríkur Loftsson, sími 516-5012 Skagafjörður. E-póstur: el@rml.is Sigurlína E. Magnúsdóttir, sími 516-5046 Skagafjörður. E-póstur sigurlina@rml.is Berglind Ósk Óðinsdóttir, sími 516-5009 Norðurland eystra. E-póstur boo@rml.is Elín Nolsöe Grethardsdottir, sími 516-5066 Norðurland eystra. E-póstur elin@rml.is Steinunn A. Halldórsdóttir, sími 516-5045 Norðurland eystra. E-póstur sah@rml.is Anna Lóa Sveinsdóttir, sími 516- 5006 Austurland E-póstur als@rml. is Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, sími 516-5029 Suðurland. E-póstur jona@rml.is Hjalti Sigurðsson, sími 516-5072 Surðurland. E-póstur hjalti@rml.is Gunnar Guðmundsson, sími 516-5022 Vesturland / Vestfirðir E-póstur gg@rml.is Einnig er hægt að hafa sam- band við skiptiborð á starfsstöðv- um RML (sími 516 5000) til að óska eftir heysýnatöku eða til að óska eftir fóðurráðgjöf / fóður- áætlanagerð. Nú þegar er hægt að panta heysýnatöku og í framhaldinu fóðurráðgjöf / fóðuráætlanagerð á heimasíðu RML www.rml.is. Ráðunautar RML stefna að því að hefja sýnatöku hjá bændum í ágúst. Efnagreiningar ehf. á Hvanneyri mun einnig sinna efnagreiningaþjónustu fyrir bændur. RML liðsinnir bændum með sýnatöku og túlkun niðurstaðna þeirra, hvar svo sem þeir kjósa að láta efnagreina sitt fóður. Gunnar Guðmundsson, RML Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Meira af fóðurefnagreiningum Athygli er vakin á því að í ramma- samningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins eru ákvæði um jarðræktarstyrki og landgreiðslur sem hafa ekki áður verið til staðar í samningum milli ríkis og bænda. Forsendan fyrir því að hljóta slíka styrki er meðal annars skil á skýrslu haldi í jarðrækt í forritinu Jörð.is. Til ráðstöfunar er ákveðið fjármagn sem skal úthluta til jarðræktar, þ.e. nýræktar og endurræktunar á túnum, kornræktar og ræktun annarra fóðurjurta og útiræktunar á grænmeti. Landgreiðslur eru hins vegar greiddar út á ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar. Fjöldi styrkhæfra hektara sem sótt verður um fyrir á landsvísu ræður síðan hve hár styrkurinn verður. Samkvæmt reglugerð 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað skal sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur eigi síðar en 20. október en það er Matvælastofnun sem hefur með úthlutun styrkjanna að gera. Til þess að standast skilyrði um fullnægjandi skýrsluhald í jarðrækt þarf að uppfylla eftirfarandi skrán- ingar samkvæmt reglugerðinni. Athugið að túnkort þarf að vera til staðar í Jörð.is. • Nafn og/eða númer spildu. • Hnitsetning spildu byggð á landupplýsingakerfi (LUK) sem byggir á stafrænu túnkorti. Túnkortið á að sýna nákvæmlega þær ræktunarspildur sem eru grundvöllur að styrkjum. • Ræktun, þ.e. gras, grænfóður, korn, olíujurtir eða útiræktað grænmeti. • Tegund og yrki, þegar sótt er um jarðræktarstyrk. • Stærð spildu í hekturum. • Ræktunarár, ef ræktað síðastliðin 5 ár. • Heildaruppskeru í kg þurrefnis fyrir hverja spildu. • Heildaruppskeru í kg í útiræktuðu grænmeti. Ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins taka að sér að útbúa form til skráningar á ræktun og uppskeru í samræmi við fyrirliggjandi túnkort en það kann að vera ástæða til að byrja á að tryggja að túnkortið sé í samræmi við þá ræktun sem er fyrir hendi. Einnig tekur RML að sér að skrá skýrsluhaldið fyrir þá sem þess óska. Innheimt er fyrir þessa þjónustu samkvæmt tímaskráningu og gildandi gjaldskrá. Þeir sem óska eftir þjónustu RML í þessum efnum ættu að huga að því fyrr en seinna svo raunhæft verði að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur innan tilsetts tíma. Nánari upplýsingar veita Borgar Páll Bragason (bpb@rml.is) Guðfinna Lára Hávarðardóttir (glh@ rml.is) og Eiríkur Loftsson (el@rml. is, hjá RML í síma 516-5000. Skýrsluhald í jarðrækt er nú forsenda jarðræktarstyrkja og landgreiðslna Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML bpb@rml.is Þegar bændur og ráðunautar gera áburðaráætlanir er lögð áhersla á að nýta heimafengin áburðarefni sem best. Góð nýting búfjáráburðar er helsta leiðin til þess að lækka hlut tilbúins áburðar án þess að koma niður á magni og gæðum uppskeru. Til þess að það sé hægt er mikilvægt að þekkja efnainnihald sem best. Á flestum búum er hins vegar aðeins hægt að styðjast við meðalgildi á efnainnihaldi búfjáráburðar. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á áburðarefnum í búfjáráburði sýna að mikill breytileiki er milli bæja. Það má því ætla að eftir nokkru sé að slægjast fyrir bændur að láta efnagreina sinn búfjáráburð. Helsti áhrifavaldur í efnainnihaldi búfjáráburðar er fóðrið. Ef mikið er af fosfór í fóðri skilar það sér í auknu fosfórmagni í mykjunni og ef fóðrið inniheldur mikið prótein og kalí skilar það sér í auknu köfnunarefni og kalí. Það eru því gild rök fyrir því að mykja undan geldneytum sé rýrari af áburðarefnum en mykja undan kúm sem fóðraðar eru fyrir mjólkurframleiðslu. Af þessu sögðu má sjá að ekki er hægt að heimfæra gildi fyrir efnainnihald mykju undan mjólkurkúm og geldneytum ef safnrými eru aðskilin. Hvernig á að standa að sýnatöku? Mikilvægt er að sýnið sé sem næst því að vera þverskurður af þeim búfjáráburði sem við viljum vita efnainnihaldið í. Þurrt sauðatað er til að mynda erfitt í sýnatöku vegna þess hve misleitt það er. Því þarf að skipuleggja slíka sýnatöku vel með það markmið að ná yfir breytileikann með mörgum sýnum. Þegar um er að ræða upphrærðan búfjáráburð fer sýnatakan fram um leið og mykjunni er keyrt út. Margir þekkja að mykjan er mis þykk frá fyrsta ferð mykjudreifara til þeirrar seinustu. Því þarf að framkvæma sýnatöku í nokkur skipti meðan dreifing fer fram. Hvað upphrærðan búfjáráburð varðar skal taka mið af eftirfarandi verkferli: Taka skal sýni 5 sinnum meðan á útdælingu stendur, 5 lítrar hverju sinni er ágætt. Ekki úr því allra fyrsta (brunnur getur verið fullur af vatni) en síðan með sem jöfnustu bili og seinasta sýnið tekið úr seinustu tankfylli. Þessum sýnum er steypt saman í kerald og þegar allt er komið er hrært vel og endanlegt sýni tekið í litla fötu eða brúsa (2 l er ágætt) lokað vel og sýnið merkt. Þegar um er að ræða búfjáráburð sem er ekki er á fljótandi formi svo sem þurrt sauðatað eða úr safnhaug, getur ferlið verið ögn flóknara. Líkt og þegar tekið er sýni úr upphrærðri mykju er mikilvægt að sýnið sem sent er til greiningar endurspegli þann efnivið sem nýta á sem áburð. Það þarf því að taka sýni á nokkrum stöðum úr safninu til þess að fanga breytileika sem þar er að finna. Best er að taka sýni um leið og búfjáráburður er keyrður út. Ein leiðin til þess taka sýni úr óhrærðum búfjáráburði er að nota plastdúk sem breiddur er út á tún sem borið er á. Ágætt viðmið er notast við 3x3 metra dúk. Síðan er einfaldlega borið á túnið og sá búfjáráburður sem á dúknum lendir er tekinn upp og settur í ker (mikilvægt að taka búfjáráburðinn sem fyrst af dúknum). Þetta þarf að endurtaka nokkrum sinnum þannig að sýni fáist sem víðast úr hauggeymslu eða safnhaug. Að þessu loknu er sýnunum hrært vel saman í kerinu og eitt hlutsýni tekið sem á að endurspegla þann áburð sem í haugnum er. Þegar sýni er tekið beint úr safnhaug þarf að taka 10–20 sýni úr haugnum og setja saman í ker. Gæta þarf að taka sýni bæði úr kjarna haugsins sem og jöðrum enda getur verið nokkur breytileik þar á milli. Hægt er að nota skóflu eða gaffal við verkið en einnig getur þurft að nota ámoksturstæki til að moka frá svo þægilegra sé að taka sýni úr miðju haugsins. Að þessu loknu er hrært upp kerinu og eitt hlutsýni er tekið. Hægt er að fá sýnin greind hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri. Ef geyma þarf sýnin lengi þar þarf að frysta þau, en geymsla á svölum stað í eina til tvær vikur skiptir ekki máli. Jarðræktarráðunautar RML geta aðstoðað við túlkun á niðurstöðum efnagreininga og fært inn í Jörð.is þar sem hægt er að nota þær við gerð áburðaráætlunar. Einnig geta ráðunautar RML aðstoðað við að koma sýnum í efnagreiningu. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá ráðunautum RML í jarðrækt í síma 5165000. Snorri Þorsteinsson ráðunautur í jarðrækt hjá RML snorri@rml.is Sýnataka úr búfjáráburði Jarðvegssýnataka haustið 2017 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vill minna bændur á að huga að jarðvegssýnatöku í haust. Efnagreiningar á jarðvegi ræktarlands gefa mikilvægar upplýsingar sem bændur geta notað til að byggja áburðargjöf á. Þær segja til um næringarástandið, hvort það sé skortur eða hvort hægt sé að draga úr áburðargjöf ákveðinna efna. Einnig fást upplýsingar um sýrustig jarðvegs og hvort huga þurfi að kölkun. Niðurstöður jarðvegssýna frá haustinu 2016 benda til þess að algengt sé að sýrustig túna sé lægra en þau viðmiðunargildi sem æskileg þykja í jarðrækt. Jarðvegssýni sem ráðunautar RML taka í haust verða send til greiningar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri. Þegar niðurstöður efnagreininga liggja fyrir geta bændur óskað eftir því að ráðunautar RML fari yfir niðurstöðurnar og sendi bændum túlkun á þeim sem mun nýtast við gerð áburðaráætlana og í öðrum verkefnum er tengjast jarðrækt. Niðurstöðurnar fara einnig inn í forritið jörð.is þar sem þær eru geymdar og aðgengilegar. Til að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á sýrustigi og næringarástandi í efsta jarðvegslagi túna og akra er æskilegt að taka úr þeim jarðvegssýni á nokkra ára fresti. Varðandi jarðvegssýnatöku er rétt að nefna að það er óæskilegt að taka sýni þar sem búfjáráburður hefur verið borin á síðsumars eða í haust. Æskilegt er að sem flestar pantanir liggi fyrir snemma í ferlinu til þess að auðvelda skipulagningu heimsókna. Hægt er að panta rafrænt á heimasíðu rml.is, eða með því að hringja í síma 516-5000. Snorri Þorsteinsson Um er að ræða timburhús til flutnings, húsið er 79 fm að stærð með sjálfberandi þaki. Húsið er upphaflega byggt sem kennslustofa og hefur verið notuð sem slík undanfarin ár af Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu. Einfalt að breyta innra skipulagi eftir frekari óskum, t.d. í ferðaþjónustu-, starfsmanna-, íbúðarhús. Tilboð óskast KENNSLUSTOFA - FERÐAÞJÓNUSTA - STARFSMANNAHÚS Steindór Guðmundsson Löggiltur fasteignasali: Sími 480-2901 steindor@log.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is Zetor Proxima Power 120 4 cyl. mótor, 117 hestöflÁrgerð 2013 Notuð 1436 vinnustundir Lækkað verð kr. 5.190.000 án vsk. Með Trac Lift ámoksturstækjum og skóflu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.