Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Japanskir plöntufiktarar og áhugamenn um jarðarber hafa fram- ræktað ýmis afbrigði hvítra jarðar- berja og eitt þeirra, sem kallast hvíti gimsteinninn, er selt sem lúxusvara og rándýrt. Saga og nytjar Jarðarber njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim og hafa kannanir sýnt að við bragðprófanir velja börn jarðarberjabragð sem besta bragð- ið. Jarðarber eru mest borðuð fersk en einnig úr dós. Þau eru pressuð í safa, notuð í bakstur, í ís, sósur, súkkulaði, sultur og sem skraut í hanastélsdrykki. Hægt er að fá ilm- vatn, svitalyktareyði og sjampó með jarðarberjaangan og hvaða karlmað- ur man ekki eftir fyrsta kossinum þar sem varir konunnar glönsuðu og brögðuðust af jarðarberjaglossi. Garðajarðarber eins og við þekkj- um þau í dag voru fyrst ræktuð í Frakklandi. Franski kortagerðar- og ræktunarmaðurinn Amédée- François Frézier flutti með sér jarðarberjaplöntur af tegundinni F. chiloensis frá Síle árið 1714. Sjóleiðin frá Síle til Marseille tók sex mánuði og lifðu fimm plöntur ferðina af. Rúmum þremur áratugum síðar, um 1750, var þeim frjóvgað saman við F. virginiana sem hafði borist til Frakklands frá Norður-Ameríku 1624. Úr varð ræktunartegund sem kallast F. × ananassa og eru vin- sælustu og mest ræktuðu jarðarber í dag. Ræktunarafbrigði og yrki F. × ananassa hlaupa á þúsundum og liggur mismunur þeirra í ólíkum blómgunartíma og þroska berjanna, þoli gegn sjúkdómum og meindýrum, frostþoli og stærð, lögunar, þéttleika og bragði berjanna. Fyrir tíma F. × ananassa var villtum jarðarberjum safnað til átu. Í Evrópu var algengasta jarðarberið F. vesca sem stundum er kallað skógar- jarðarber og berið einu sætindin sem fátækir gátu leyft sér. Ómögulegt er að vita fyrir víst hvenær menn neyttu fyrst jarðar- berja en fræ þeirra hafa fundist við rannsóknir á mannvistarleifum frá nýstein- og járnöld. Ekki eru til heimildir um ræktun jarðarberja í Evrópu fyrr en á fjórtándu öld. Rómversku sagnaritararnir Pliny og Ovid minnast á jarðarber í ritum sínum en segja ekkert um ræktun þeirra. Virgil varar börn við að tíma jarðarber í einu riti vegna hættunnar á að snákar leynist í undirgróðrinum. Á tólftu öld sagði Hildegard von Bingen að jarðarber væru óhæf til neyslu vegna þess að snákar, froskar, sniglar og ormar skriðu innan um þau. Heiður og vinsældir jarðarberja jukust á fjórtándu öld og fyrstu heimildir um stórtæka ræktun þeirra er frá Frakklandi árið 1368 þegar Karl V lét gróðursetja 1200 villt- ar jarðarberjaplöntur í garðinum við Louvre. Nokkrum árum síðar fylgdu hertoginn og hertogaynjan í Burgundy í kjölfarið og létu planta út nokkur þúsund jarðarberjaplönt- um á jarðareign sinni í Dijon-héraði. Á fimmtándu öld notuðu munkar í Evrópu lit sem unninn var úr villt- um jarðarberjum til að lýsa handrit og í flæmskri og þýskri myndlist frá fimmtándu til sautjándu aldar voru jarðarber vinsælt myndefni. Fljótlega eftir að Kristófer Kólumbus og kónar hans römbuðu á Ameríku 1492 kom í ljós að frum- byggjar Nýja heimsins ræktuðu bæði stærri og bragðbetri jarðarber en gert var í Gamla heiminum. Þrátt fyrir það dróst fram á miðja átjándu öld að flytja jarðarberjaplöntur frá Ameríku til Evrópu til að kynbæta evrópsk skógarjarðarber með. Í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem mikið er ræktað af jarðarberjum, byggir uppskeran að stórum hluta á farandverkafólki og ólöglegum innflytjendum frá Mexíkó. Laun þeirra sem tína berin eru mjög lág og oft undir lágmarkslaunum og aðstæður fólksins bágbornar. Þar sem uppskera byggir að stórum hluta á ódýru vinnuafli kann verð á jarðarberjum að hækka verulega á næstu árum verði Trump Bandaríkjaforseta að áformum sínum um að reisa múr á landa- mærum Bandaríkjanna og Mexíkó og stöðva straum fólks frá Mið- Ameríku til Bandaríkjanna. Strawberry Fields Forever – eitrið eins og dalalæða Gríðarlegt magn af skordýra-, ill- gresis- og sveppaeitri og annars konar efnum er notað við stórrækt- un á jarðarberjum. Forstöðumenn gagnfræðaskóla eins í Kaliforníu hafa miklar áhyggjur af því að jarðarberjaræktendur sem eru með akra, sem huldir eru með plasti, allt í kringum skólann séu að eitra fyrir nemendum og kennurum með gengdarlausri notkun á skordýra-, illgresis- og sveppaeitri. Skólinn er í hluta sýslunnar þar sem meirihluti íbúa er af spænsk- um og mexíkóskum uppruna og er skólinn og skólalóðin hrein- lega umkringd jarðarberjaökrum. Mörgum þætti slíkt eflaust eftir- sóknarvert en sá hængur er á að mikið magn af skordýra- og illgres- islyfjum er notað við ræktunina og úðast yfir skólann. Þegar mest er liggur eitrið eins og dalalæða yfir skólalóðinni og lyktin af því alltum- lykjandi. Jarðarberjaræktun í sýslunni er stórtæk og þar eru framleidd um hálf milljón tonna af þeim á ári og mörg efni sem úðað er á þau með þeim hættulegustu sem notuð eru í landbúnaði og geta meðal annars valdið öndunarörðugleikum og skaða á fóstrum. Berin frá Driscoll Driscoll Associates er einn stærsti framleiðandi og söluaðili jarðarberja í heiminum og það fyrirtæki sem mest er flutt inn af jarðarberjum frá til Íslands. Fyrirtækið er sagt borga yfir lágmarkslaunum fyrir tínsluna en hvað varðar notkun á eiturefnum við ræktunina er það ekki eftirbátur annarra fyrirtækja. Þjóðtrú og lækningar Jarðarber eru tákn ástargyðjunnar Venusar. Sagt er að ef samvax- in jarðarber eru tekin í tvennt og annar helmingurinn gefinn aðila af hinu kyninu muni sá eða sú verða ástfanginn af gefandanum og gef- andinn af þiggjandanum. Rómverjar töldu berin góð til ýmiss konar lækninga og meðal annars draga úr þunglyndi, nýrna- steinum, yfirliði, þembu, hita, hálsbólgu, þvagsýrugikt og ýmsum blóðsjúkdómum. Myndir af jarðarberjum voru meitlaðar á steinsúlur í kirkjum sem tákn um fullkomleika og réttlæti. Sagan segir að Kleópatra drottning í Egyptalandi hafi baðað sig upp úr geitamjólk. Slíkt bliknar þó í samanburði við böð maddömu Tallien við hirð Napóleons keisara sem baðaði sig reglulega í safa af ferskum jarðarberjum. Slíkt hlýtur að hafa krafist talsverðrar vinnu á sínum tíma en kosturinn er að berin hljóta að hafa staðist allar kröfur um að vera lífræn. Í Bæjaralandi er til siðs að hengja körfur með jarðarberjum á horn nautgripa sem gjöf til álfanna. Í staðinn er sagt að álfarnir auki nyt og hraustleika kúnna. Jarðarber á Íslandi Villt jarðarber finnast allvíða á Íslandi og er kjörlendi þeirra skógar og brekkur á móti suðri. Þau eru minni en búðajarðarber og þrosk- ast seint en eru einstaklega góð á bragðið. Í Grasnytjum síra Björns Halldórssonar frá Sauðlauksdal, frá 1781, segir um villt íslensk jarðarber sem Björn kallar jarðarberjagras: „Bæði berin og rótin eru nokkuð samandragandi, bæta hlandstemmu, flýta fæðingu kvenna, tempra blóðhita. Jurtin græðir og hreinsar sár þegar hún er við þau lögð. Rótin stemmir blóðnasir, jurtin í munni tuggin og berin segja menn hreinsi og verji við eitruðu lofti. Hrá berin, með sykri, mjólk eða víni, þykja sælgæti og þó halda menn þau hollari með sykri og víni en með feitri mjólk. Þessi ber hreinsa hraðberg af tönnum og skaða þær þó ekki. Þau eru góð lækning við liðaveiki og fótaveiki og skal þá eta mikið af þeim. Hr. von Linné segist hafa etið af þeim fullt skerborð um sinn og við það batnaði honum sín fótaveiki. Líka eru þessi ber þeim góð sem haldnir eru af lungnasótt.“ Schierbeck, landlæknir og for- maður Hins íslenska garðyrkju- félags, birti skýrslu um nokkrar tilraunir til jurtaræktunar á Íslandi í Tímariti hins íslenska bókmennta- félags ári 1886 þar sem hann segir meðal annars: „Jeg er enn á því, að rækta megi jarðarber hjer á íslandi í reit með gluggum yfir bæði vetur og vor, enda þótt jeg hafi verið mjög óheppinn hingað til með tilraunir mínar að því er þetta snertir. Vorið 1884 sendi Möllgaard garðjurtasali mjer ágætar tegundir af jurt þessari; en af því að rúm vantaði fyrir þær í reit, voru þær gróðursettar á ber- svæði og uxu þær þar mjög vel, blómstruðu, og flækjur uxu út frá þeim, en engin ber komu á þær. Ætlun mín var sú, að flytja þær inn í reit um haustið, en það var því miður eigi gjört, af því að tími vannst eigi til þess, og næsta vor voru þær allar dauðar, nema ein. Haustið 1885 fjekk jeg 200 afbragðsgóðar jarð- berjajurtir frá Rothe garðyrkjumanni við Rosenborgarhöll; en þar eð þær komu hingað með októbermánað- arferðinni, gátu þær eigi náð að festa nægar rætur fyrir veturinn, með því að þá tók að frjósa fám dögum seinna. Öll aðhlúning með glugg- um og yfirbreiðslu um veturinn var þess vegna ónóg og engin einasta af jurtum þessum lifði til vorsins. Samt sem áður fýsir mig að gjöra nýjar tilraunir í þessu efni.“ Talsvert er um að fólk rækti jarðarber í heimagörðum en helstu framleiðendur er Silfurtún, Jarðarberjaland, Sólbyrgi, Kvistar og Dalsgarður. Ræktun heima Jarðarber þrífast best á sólríkum stað og í næringarríkum jarðvegi með sýrustig milli 6 og 6,5. Til þess að tryggja góða uppskeru er nauðsynlegt að endurnýja plönturn- ar á fjögurra til sex ára fresti. Einnig er gott að skipta um ræktunarstað þegar plönturnar eru endurnýjaðar til að koma í veg fyrir jarðvegsþreytu. Gott er að rækta jarðarber í hengipottum en í beði er æskilegt bil á milli plantna 30 til 40 sentímetrar. Ranabjöllur og sniglar eru sólgnir í jarðarber og geta gert mikinn skaða. Yrkin 'Zephyr’, 'Korona’, ’Glima’, ’Rita’ og ’Senga Sengana’ hafa öll reynst vel hér á landi. Ber jarðarberjaplantna eru ekki ber skv. skilgreiningu grasafræðinnar heldur samaldin sem myndast í blómum með mörgum frævum og mynda mörg fræ. Uppskera á jarðarberjum í Suðurríkjum Bandaríkjanna byggir að stórum Gríðarlegt magn af skordýra-. illgresis- og sveppaeitri og annars konar efnum er notað við stórræktun á jarðarberjum. Stjórnendur gagnfræðaskóla eins í Kaliforníu hafa áhyggjur af því að jarðarberjarækt, sem hulin er með plasti, allt í kringum skólann sé að eitra fyrir nemendum og kennurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.