Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 mjólk í Pronsfeld eru ekki aðilar að framleiðenda samvinnufélaginu og selja því mjólk sína til félagsins í verktöku. Þeirra mjólk er svo pakkað sérstaklega í franskar umbúðir og réttilega merkt sem frönsk mjólk og fer því til sölu í Frakklandi. Þó svo að innvigtunin hafi aukist verulega á einungis fimm árum stefnir félagið á enn frekari vöxt í Pronsfeld og gerir áætlun þess ráð fyrir að árið 2020 verði innvigtunin komin í 2 milljarða kílóa. Krefst góðrar skipulagningar Með svona mikla vinnslugetu, upp á um 5 milljónir lítra á degi hverjum, þarf eðlilega mikla flutninga til og frá staðnum. Í afurðastöðinni í Pronsfeld er því sérstök flutningamiðstöð Arla þar sem 3-400 flutningabílar fara um á hverjum sólarhring. Þeim til viðbótar koma svo mjólkurbílarnir en þeir sækja mjólk frá 1.200 búum á degi hverjum. Mjólkurbílarnir sækja mjólk á hvert bú annan hvern dag og geta mjólkurbílarnir komið hvenær sem er til bændanna, jafnt að degi sem nóttu. Þegar mjólkin er sótt á búin er mjólkursýni tekið sjálfvirkt í mjólkurbílnum og fer það svo til rannsóknar hjá sjálfstæðri rannsóknastofu sem ekki er á vegum félagsins. Að sögn Marc er þetta gert til þess að ekki skapist hætta á hagsmunaárekstrum á milli Arla og bændanna, enda ákvarðast afurðastöðvaverðið til bændanna af efnainnihaldi prufanna. 30 mjólkurbílar Alls eru 30 mjólkurbílar í því að safna mjólk á degi hverjum og það þarf því eðlilega mikla afkastagetu til þess að geta tekið við allri þessari mjólk. Í móttökustöð mjólkurinnar geta 3 bílar losað mjólk samtímis fyrir aðalvinnslu afurðastöðvarinnar og 2 bílar geta losað mjólk þar sem duftframleiðslan fer fram. Áður en bílarnir eru tæmdir er mjólkin þó rannsökuð til þess að tryggja að mjólkin sé í lagi s.s. innihaldi ekki lyfjaleifar eða sé skemmd. Eftir gæðapróf er mjólkinni svo dælt yfir í einn af 11 sílótönkum móttökustöðvarinnar, en hver þeirra tekur 600 þúsund lítra hrámjólkur. Fimm ólíkar gerðir hrámjólkur Þegar mjólkin hefur verið veginn inn í afurðastöðina getur mjólkin farið í fimm mismunandi vinnslulínur en það fer allt eftir uppruna mjólkurinnar. Þannig er ein lína notuð fyrir hefðbundna mjólk, önnur fyrir mjólk frá kúm sem fara á beit, sú þriðja frá kúm sem fá einungis fóður sem ekki inniheldur erfðabætt hráefni (NonGM), sú fjórða er einnig fyrir NonGM mjólk en frá kúm sem fara á beit og fimmta og síðasta línan er fyrir lífrænt vottaða mjólk. Öllum þessum hrámjólkurtegundum er haldið algjörlega aðskildum í gegnum alla vinnsluna hvort sem mjólkin fer í duft, G-mjólk eða aðrar afurðir. 600 mismunandi umbúðir fyrir G-mjólkurvörur Eins og fyrr segir er afurðastöðin í Pronsfeld upphafðlega byggð fyrir G-vöru framleiðslu og þó svo að margar gerðir G-mjólkur séu fáanlegar eru í raun þrjár megin gerðir ráðandi, en það mjólk með 3,5% fituinnihaldi, með 1,5% fituinnihaldi og 0,3% fituinnihaldi. Vegna hinnar miklu sérstöðu vinnslunnar í Pronsfeld er samkeppnisstaða vinnslunnar svo sterk að segja má að Arla sé ráðandi á þessum markaði í Evrópu. Nú er t.d. svo komið að félagið pakkar G-mjólk fyrir marga aðra aðila einnig og pakkar það nú G-mjólk í um 600 mismunandi pakningar sem eru sérmerktar ýmsum öðrum. Þegar íslensku gestina bar að garði var auðvitað verið að pakka G-mjólk í margar mismunandi pakningar og á mörgum þeirra var nafn Arla hvergi að sjá. 30 þúsund tonn af mjólkurdufti Þó svo að stór hluti allar innveginnar mjólkur hjá Arla í Pronsfeld fari í vinnslu á geymsluþolnum drykkjarvörum þá hefur félagið einnig byggt upp tvær afar stórar sérhæfðar vinnslustöðvar til viðbótar á svæðinu. Önnur er sérhæfð í framleiðslu á Kærgaarden, sem er vara sem líkja má við okkar Smjörva, en hin er sérhæfð í framleiðslu á mjólkurdufti sem notað er sem grunnhráefni í mjólk fyrir ungabörn. Sú vinnsla er afar sérhæfð og vegna strangra krafa um öryggi er duftvinnslan með sér innvigtun á mjólk og eru framleiðslubyggingarnar aðskildar frá öðrum byggingum á svæðinu. Í þessari aðstöðu eru svo unnin um 30.000 tonn af dufti árlega eða úr 250-300 milljónum lítra mjólkur. Umhverfisvæn vinnsla Til afurðastöðvarinnar heyra 75 hektarar lands og í dag eru 35 þeirra þegar teknir í notkun undir margskonar húsakost og vegi en að sögn Marc Nidercorn, starfsmanns Arla sem sá um kynninguna í Pronsfeld, þá er stefnt á enn frekari uppbyggingu á svæðinu og því muni koma sér vel að hafa til umráða alla þessa hektara. Þá rekur félagið sína eigin hreinsistöð fyrir vatn, enda nota afurðastöðvar afar mikið af vatni bæði við framleiðslu og þrif. Allt frárennsli fer um þar til gerðan hreinsibúnað og í sérstakar settjarnir og er vatnið endurunnið eins mikið og hægt er. Að sögn Marc fara nú 0,6 kg vatns til vinnslu á hverju kílói mjólkur, sem ku víst vera afar lítil vatnsnotkun við mjólkurvinnslu. Þá er félagið með vindmyllu á staðnum sem framleiðir rafmagn til vinnslunnar og sér hún vinnslunni fyrir þriðjungi þeirrar raforku sem notuð er á staðnum. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is Zetor Proxima 100 4 cyl. mótor, 96 hestöflÁrgerð 2015 Notuð 510 vinnustundir Lækkað verð kr. 4.900.000 án vsk. Með ALÖ ámoksturstækjum og skóflu Mjólkin er sótt til rúmlega 2 þúsund kúabúa í fjórum löndum í um 250 kílómetra radíus frá Pronsfeld. Áður en bílarnir eru tæmdir er mjólkin þó rannsökuð til þess að tryggja að mjólkin sé í lagi, s.s. innihaldi ekki lyfjaleifar eða sé skemmd. MUH rann inn í Arla árið 2012, sem þá var samvinnufélag kúabænda í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og Englandi. Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í nautgripa- og sauðfjárrækt Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgripa- og sauðfjárrækt samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016. Í nautgriparækt eru þau verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni. Í sauðfjárrækt eru hver þau verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að vera kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauð- fjárrækt. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: a) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins, þ.m.t. rök- stuðningur fyrir því hvernig það fellur að þeim mark- miðum sem tilgreind eru hér að ofan og hvernig það gagnast viðkomandi búgrein að öðru leyti. b) Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu. c) Tímaáætlun verkefnisins. d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild. e) Hvar og hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is/þróunarfé. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: Umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hjá thorhildur@fl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.