Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Hekla Hermundsdóttir hefur verið að geta sér gott orð fyrir þjálfunar- meðferðir á hestum. „Hestahvísl hljómar eins og töfrar en það er í raun leið til að opna nýjar vídd- ir. Þetta er hugarfar sem byggist upp á því að nálgast hesta með það í huga hvernig hestar sjá og skynja heiminn, skilning um þarf- ir hestsins, hvernig hann lærir og sál hans. Markmiðið er að mynda samband á milli manns og hests af frjálsum vilja,“ segir Hekla, sem náði ótrúlegum árangri með hest sem átti að senda í sláturhús. Hekla býr í Austurríki en kemur reglulega hingað til lands og heldur námskeið og sýnikennslu þar sem tekist er á við vandamál sem geta komið upp í tamningar- og þjálf- unarferli hests, svo sem styggð, ósjálfstæði eða yfirgangur. „Ég vinn að mestu leyti með neikvæðri styrkingu (e. Negative reinforcement) þar sem áreiti eða þrýstingur er tekinn af um leið og hesturinn svarar rétt. Þegar áreitið hverfur lærir hesturinn að hann brást rétt við og mun þá sýna sömu hegð- un oftar. Þetta er aðferð sem hestar nota hvor við annan. Fólk á það til að rugla saman neikvæðri styrkingu og refsingu. Mér finnst alltaf best að útskýra muninn þannig að með neikvæðri styrkingu geri ég ranga hegðun erfiðari fyrir hestinn og um leið og hann sýnir rétta svörun tek ég allt áreitið af. Með refsingu, aftur á móti, ögra ég þangað til hestur- inn sýnir merki um undirgefni. En með refsingu missi ég allt vald á tilfinningum mínum og sambandinu. Traustið og virðingin frá hestinum er horfið,“ segir Hekla sem segir að neikvæð styrking sé aðeins eitt dæmi um aðferðir sem beittar eru með hestahvísli. „Ég byrja á því að byggja upp samskipti frá jörðu og undirbý þannig ábendingarnar sem ég nota síðar í hnakknum. Um leið reyni ég að komast sem næst tungumáli hestsins, þ.e.a.s. með líkamstjáningu. Til þess að fá hestinn næman nota ég fjögur stig í þjálfuninni. Fyrst gef ég honum til kynna að ég vilji, sem dæmi, að hann fari á stökk með sem minnstu ábendingu t.d. að benda upp með fingri. Ef sú ábending heppnast ekki er stigið hækkað og ég spyr hestinn næst með aðeins meira áreiti eins og léttri ábendingu á hringtaumstraumnum. Ef hann svarar því ekki hækka ég áreitið enn meira. Næst væri það t.d. að lyfta písknum upp og sveifla honum. Stig fjögur er síðasta stigið og þarf að vera það skýrt að hesturinn svarar. Ég annaðhvort geng í átt að hestinum og slæ písknum á jörðina fyrir aftan hestinn eða læt pískinn snerta hann. Ég er alltaf sanngjörn og leyfi hestinum að reyna að svara rétt við fyrstu ábendingu og vil helst aldrei þurfa að nota fjórða stig. Ef þetta er rétt framkvæmt, nægir það fyrir flesta hesta að fara einu sinni fjórða stig til þess að fá réttu svörun.“ Að fá hest til að treysta Aðferðina, sem á ensku nefnist Natural Horsemanship, á rætur sínar að rekja til Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, hjá bræðrunum Bill og Tom Dorrance. Nemendur þeirra hafa haldið aðferðinni á lofti og nefnir Hekla í því samhengi hestahvíslarana Ray Hunt, Buck Brannaman og Pat Parelli en það var sú síðastnefnda sem kynnti Heklu fyrir hestahvísli árið 2011. „Aðferðirnar hafa ekki fest rætur á Íslandi. Ég held að það sé vegna þess að íslenski hesturinn hefur lengi haft allt annað gildi hér á landi en hesturinn á meginlandinu. Hann var vinnudýr, ekki gæludýr sem fólk átti sér til skemmtunar. En tímarnir hafa löngu breyst og sífellt fleiri atvinnu- og frístundaknapar reyna að þjálfa hestinn sinn á sem heilbrigðastan hátt og knapar sjá hestinn sem góðan vin.“ Hún segir hestahvísl virka afar vel á íslenska hestinn. „Það sem gerir íslenska hestinn öðruvísi er að hann minnir mig á Mustang hestinn í Ameríku, sem er alinn upp í stór- um villtum hestahögum með lág- marks umgengni frá mannfólkinu. Það gerir suma hluti auðveldari, en upp koma önnur vandamál í stað- inn sem getur hægt á tamningunni. Andstæðan er hestur sem er alinn upp í bakgarði og hefur ekki lært neinar reglur. Nálgun þessara hesta er þverólík. Bakgarðshesturinn hefur ekki kynnst neinni virðingu gagnvart manninum og er mjög yfir- gangssamur og heimtugur. Það er ekki nauðsynlegt að sannfæra þessa hesta að maðurinn er ekki rándýr. Hann veit hins vegar vel að hann er sterkari en þú. Þannig þarf þjálfar- inn strax að vernda sitt svæði. Það getur reynst erfitt því að oftast svara hrossin með því að sýna mótþróa og ógna jafnvel þjálfaranum. Aftur á móti er hann uppalinn í umhverfi þar sem lítið getur fælt hann því að hann hefur daglegt áreiti frá umferðinni, leikandi börnum, hjól- um, verkfærum og öðrum dýrum. Þegar við höfum fengið virðingu frá þessari hestgerð er hægt að treysta þeim 110%. Munurinn á íslenska hestinum heima og íslenskum og/ eða öðrum hestakynum erlendis liggur í því að hesturinn ber virðingu gagnvart manninum. En hún er oft of mikil hér á landi og myndi falla undir hræðslu og ótta. Því þarf að gera miklar traustsæfingar og sann- færa hestinn um að hann sé ekki á matseðlinum. Þessi vinna getur tekið nokkra mánuði og jafnvel nokkur ár,“ segir Hekla og nefnir eitt nær- tækt dæmi um hestinn Hlífar. Sagan af Hlífari „Það sem ég fékk í hendur var hestur sem hafði verið kúgaður niður. Hlífar sýndi bæði slægð og fast munstur við ákveðin áreiti, sem gefur til kynna að hann hefur farið í gegnum síendurtekið líkamlegt ofbeldi,“ segir Hekla, sem fékk Hlífar upp í hendurnar eftir að búið var að dæma hann ómeðhöndlan- legan og mannýgan. Honum átti í reynd að slátra þegar Hekla tók við honum. „Ef hurðir skellast hratt, ef píski er smellt, eða ef hestar skynja skyndilega hreyfingu er eðlisvið- brögð þeirra að rífa snöggt upp hausinn til að koma adrenalíni í líkamann og vera tilbúinn að flýja. Hlífar hafði hins vegar myndað það hegðunarmynstur að setja hausinn niður í gólf og hrista hann í takt við hljóðið og berja í áttina með fram- löppunum. Það sýndi mér að ekki var farið vel með hann í fortíðinni og það tók mikið á sjálfsagann að fela tilfinningarnar til fyrrverandi tamn- ingamanna og reyna að hjálpa þess- um hesti á rétta braut,“ segir Hekla, sem lagði í langt þjálfunarferðalag með Hlífar. „Fyrsti einn og hálfi mánuðurinn fór algjörlega í að vinna traust hans upp á nýtt. Honum var komið fyrir í stóru gerði þar sem hann fékk vatn og mat að vild, en með einni undantekn- ingu. Ég var alltaf viðstödd. Langar sumarnætur fóru í það að fá hann til þess að drekka úr fötu sem var í höndunum á mér og borða heyið sitt. Ég greindi framför á hverjum degi og hann fór smám saman að treysta mér. Þegar ég gat gengið til hans, klappað og mýlt hann var kominn tími á að koma honum í hesthúsið í daglegar traustsæfingar sem reyndi mikið á andlegu hliðina hans og mig, því þeim fylgdi endalausar endurtekningar á sömu hlutum. Ég veit ekki hver eða hvað gaf mér þessa þolinmæði en ég held að trú á aðferðafræðina hafi með það að gera,“ segir Hekla, en í dag er Hlífar þægur reiðhestur. „Hestahvísl hefur gefið mér og hestunum sem ég hef kynnst betra sjálfsöryggi, en aðallega hefur þessi aðferðafræði og lífsstíll orðið til þess að ég ber enn meiri virðingu gagnvart þessum yndislegu skepn- um. Það er ótrúleg tilfinning þegar það myndast alvöru samband milli knapa og hests, þegar samtal hefst og hesturinn svarar alltaf jákvætt og af frjálsum vilja. Það er æðislegt þegar maður fer að sjá hvað hestarnir sjá, finna hvað hestarnir finna og þegar maður fer að hlusta meira, því í rauninni eru þeir að segja okkur ansi mikið,“ segir hestahvíslarinn Hekla Hermundsdóttir. Hekla Hermundsdóttir beitir hestahvísli á vandræðahross með ótrúlegum árangri: Bætir samskipti manns og hests HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is Hekla giftist manni sínum, Josef Hattenberger, þann 20. maí og spiluðu hestar að sjálfsögðu stóra rullu í athöfninni. Hjónin búa í Austurríki þar sem þau reka þjálfunarmeð- ferðarfyrirtæki fyrir hesta og knapa. Mynd / Bettina Nieldermayr Mikil umbreyting hefur orðið á Hlífari síðan Hekla tók við honum. Hér eru þau við sýnikennslu. Mynd / HH Hekla ásamt hryssunni Villi- mey frá Varmadal á góðum sumardegi. Mynd / Mona Kensik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.