Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Vilborg Bjarkadóttir skyggndist inn í hugarheim fræsafnara og ræktenda: Framtíðin býr í fræjunum – -Viðhorfsbreytinga er þörf um verndun fjölbreytileika plantna „Þó að fræ sé ein minnsta eining af lífi, þá inniheldur það ansi flókinn heim sem einkennist ekki bara af rómantík heldur líka hugsjón og átökum á milli hópa sem varðar framtíð mannskyns,“ segir Vilborg Bjarkadóttir, meistaranemi í þjóðfræði, sem rannsakar plöntusöfn, fræbanka og sjálfstætt starfandi ræktendur sem rækta gömul yrki. „Þar sem ég er þjóðfræðingur er verkefnið út frá menningarlegum forsendum frekar en líffræðileg- um. Þannig að ég leitast fyrst og fremst við að skoða hvers konar menning er í kringum plöntur og þá sérlega hvað varðar verndun og fjölbreytileika plantna á Íslandi. Það er skemmtilegt að sjá hvað það eru margar leiðir til að vernda plöntur. Ég hef sjálf sett þessa verndun í þrjá flokka og hef greint þá svona: þurrkuð plöntusöfn eru einhvers konar fortíð plöntunnar, lifandi plöntusöfn eins og grasa- garðar eru plantan hér og nú og svo fræbankar einhvers konar framtíð plöntunnar,“ segir Vilborg. Eftirminnileg ferð Rannsókn hennar, sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, byggist að stórum hluta á viðtölum en Vilborg ræddi við nokkra ræktendur og garðyrkjufræðinga sem gerði rannsóknarferlið einkar eftirminnilegt að hennar sögn. „Mér fannst e inna skemmtilegast í sumar þegar ég hitti garðyrkjufræðinginn Hafstein Hafliðason því mér hafði margsinnis verið sagt að hann væri svona eins og minni Garðyrkjufélags Íslands. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann vissi um einhver íslensk yrki sem höfðu varðveist á milli kynslóða. Hann sagði mér frá bóndanum Lárusi Helgasyni á Kálfafelli og að hann ræktaði Kálfafellsrófuna, sem hafði verið í fjölskyldunni hans í meira en hundrað ár. Mér fannst ég hafa dottið í lukkupottinn að heyra um þetta. Hafsteinn var svo vinalegur að bjóðast til þess að taka á móti mér á Selfossi þegar ég kæmi úr strætó og keyra mig svo á Kirkjubæjarklaustur til að hitta Lárus, til að taka við hann viðtal um Kálfafellsrófuna. Ferðin var eins og í skáldsögu, því mér finnst eins og það sé ekki á hverjum degi sem tvær manneskjur fara að hitta bónda á Kirkjubæjarklaustri til að ræða um rófu. Það var líka heppilegt að Hafsteinn, sem ég var með í átta klukkustundir í bíl, reyndist bráðskemmtilegur maður sem nýtir tímann svo vel að hann greinir plöntur í vegköntum á meðan hann keyrir.“ Gildi fræbanka Markmið verkefnisins er margþætt að sögn Vilborgar. Í fyrsta lagi leitast hún eftir að fá yfirsýn yfir það sem hefur verið skráð og skrifað um plöntusafnanir og fræbanka á Íslandi. Í öðru lagi gerir hún samtímagreiningu með viðtölum. Þá skoðar hún einnig samband íslenskra stofnana við aðra grasagarða og fræbanka úti í heimi. „Til dæmis geymir Grasa- garðurinn í Reykjavík mjög fágætar plöntur sem eru mikilvægar fyrir heiminn og er í alþjóðlegum samskiptum við aðra fræbanka. Því hann, eins og flest plöntusöfn, er hluti af alþýðlegum stofnunum sem gefa út árlega frælista til annarra grasagarða til þess að þeir geti stundað fræskipti. Jafnvel þegar það er stríð í löndum er fólk að skiptast á fræjum og hjálpast þannig þvert yfir landamæri að vernda plöntur. En það eru ekki þó ekki bara stofnanir sem viðhalda fjölbreytileika plantna því það er líka heilmikið um að einstaklingar tíni fræ og gera það jafnvel undir formerkjum einhverra félaga, eins og fræbanki Garðyrkjufélags Íslands, sem er heilmikið batterí. Ég fékk að skyggnast inn í þennan dularfulla, forvitnilega heim í gegnum fræmeistarann og líffræðinginn Barböru Stanzeit í sumar, en hún hefur yfirsjón með bankanum ásamt sérskipaðri frænefnd, sem hefur það hlutverk að taka á móti fræjunum, flokka þau og deila þeim. Árlega er svo gefin út frælisti yfir það sem safnað hefur verið. Þá geta félagsmenn keypt fræin sem eru á listanum á kostnaðarverði. Þessi starfsemi viðheldur meðvitund fólks um plöntur og ýtir ekki síst undir fjölbreytileika í einkagörðum ásamt því auðvitað að tengja saman félagsmenn,“ segir Vilborg. Merking fræja býr í sögu þeirra Hluti af rannsókninni var að ræða við fólk sem safnar svokölluðum heirloom fræjum. Heirloom fræ eru fræ sem ganga á milli kynslóða, einhvers konar ættargripir í formi fræja. „Oft er skilningur fólks á ættargripum að þeir þurfi að vera í formi dauðra hluta. En það sem flyst á milli kynslóða, hvort sem það er leirpottur, fjölskyldusiðir, orðnotkun innan fjölskyldu, eða fræ er í raun ættargripur. Þannig má sjá fræ sem ættargrip, enda er gjarnan litið á fræ sem tákn fyrir framtíðina,“ segir Vilborg. Hún segir fólk, sem safnar heirloom fræjum, vera mikið hugsjónafólk sem er drifið áfram af ástríðu. „Það er ekki bara að vernda fræin ein og sér, heldur viðhalda þau þekkingunni um viðkomandi fræ í samfélaginu og hjálpa þannig ákveðnum yrkjum að vera hluti af menningunni sem við lifum í. Merking fræja liggur vissulega ekki bara í fræinu sjálfu, heldur Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is Vilborg Bjarkadóttir, meistaranemi í þjóðfræði, hefur í sumar rannsakað plöntusöfn, fræbanka og sjálfstætt starfandi ræktendur sem rækta gömul yrki. Mynd/ghp Fræbankar viðhalda fjölbreytileika plantna. Félagsmenn Garðyrkjufélags Íslands halda uppi stærsta fræbanka landsins. „Þessi starfsemi viðheldur meðvitund fólks um plöntur og ýtir ekki síst undir fjölbreytileika í einkagörðum ásamt því auðvitað að tengja saman félagsmenn,“ segir Vilborg. Myndir/VB Tómas Ponzi í Brennholti breytti skammaði hann í góðlátlegu gríni um daginn fyrir að hafa eyðilagt hina tómatana fyrir mér.“ rófu,“ segir Vilborg sem stóðst ekki mátið og smellti af þeim mynd. ásamt sérskipaðri frænefnd, sem hefur það hlutverk að taka á móti fræjunum, Vilborg telur rannsóknina geta vak- ið athygli á því að fjölbreytileiki plantna og verndun er stórt mál í samtímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.