Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Eina barónshöllin sem til er í Noregi er að finna í bænum Rosendal í Harðangursfirði, Baroniet, og er frá árinu 1665. Það er sérstök tilfinning að ganga um svæðið í kringum höllina og ekki síður að njóta þess fallega gróðurs sem umlykur hana en rósagarðurinn fyrir framan Baroniet er glæsilegur á að líta og er ákveðið kennileiti fyrir staðinn. Saga staðarins er merkileg en árið 1658 var brúðkaup ríkasta erfingja Noregs og dansks aðalsmanns, Karen Mowat og Ludvig Rosenkrantz, fengu bóndabæinn Hatteberg í Kvinnhéraði í brúðkaupsgjöf og hér byggðu þau sína litlu höll sem kölluð var Rosendal sem var fullkláruð árið 1665. Kristján fimmti, konungur yfir Danmörku og Noregi, tók til sín bar- ónshöllina árið 1678 sem upp frá því var kallað Baroniet. Frá árinu 1745 var Rosendal og þar með höllin í eigu Rosenkroneættarinnar en árið 1927 fékk háskólinn í Osló það að gjöf. Í dag er félag innan skólans sem fer með rekstur staðarins. Þjóðernisrómantík og rósailmur Það má segja að staðurinn sé algjört augnakonfekt og ættu flestir að geta notið þess að ganga um og skoða bæði höllina og garðinn. Hægt er að fá kynnisferð um höllina sem er varðveitt eins og heimili þeirra sem bjuggu þar síðast árið 1927. Þannig eru veggirnir í gamla barokkherberginu, sem síðar var nýtt sem bókasafn, klæddir með einstöku frönsku veggfóðri frá því um 1660. Í matsalnum er hægt að sjá eitt af elsta konunglega danska strámynsturpostulíni sem til er í Noregi. Landslagsmálverkum og þjóðernisrómantíkinni eru gerð góð skil á veggjunum eftir þekkta norska málara og einnig er þar að finna verk eftir Edvard Munch frá því um 1880. 300 ára gamall garður Garðurinn við höllina er ævintýralegur, 300 ára gamall í endurreisnarstíl, þar sem rósir í öllum litum njóta sín í garðinum sem er byggður upp eins og völundarhús. Árið 1850 var hvítur múr sem hafði umlukið garðinn rifinn niður til að leyfa rósunum að njóta sín betur. Það er alveg hægt að gleyma sér við að ganga í rólegheitum um garðinn, hlusta á fossa- og árnið renna hjá og njóta augnabliksins. Þó að Baroniet sé minnsta höll í Skandinavíu þá er umhverfið í kring vissulega stórbrotið og fallegt og ætti enginn fagurkeri að láta það framhjá sér fara. /ehg Ævintýragarðurinn við barónshöllina UTAN ÚR HEIMI Rósir í öllum regnbogans litum prýða garðinn við barónshöllina. Inngangurinn að barónshöllinni, sem talað um gróðurinn sem víða auka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.