Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Bændur ræða nú tillögur landbúnaðar- ráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda vegna lækkunar afurðaverðs og mikilla birgða. Tillögurnar eru vissulega athyglisverðar en bændum þykir samt ljóst að þær séu aðeins plástur á sárið en ekki lausn á vandanum. Það virðist vera samdóma álit flestra að fækka þurfi fé í landinu tímabundið til að koma í veg fyrir birgðasöfnun afurða. Ef farið verður í stórfelldan niðurskurð og samið um möguleg starfslok einhvers fjölda bænda, þá mun birgðavandinn hins vegar aukast til muna, allavega til skamms tíma. Það sem verra er er að um leið mun það án efa leiða til tilviljanakennds niðurbrots á samfélögum víða um land. Það er mikilvægt að byggð haldist sem víðast um land. Einnig að hún sé kraftmikil og lifandi og skapi ásættanlegt lífsviðurværi fyrir blandað samfélag allra aldurshópa. Hver einasti bóndi sem lætur af störfum og hver einasti sveitabær sem leggst í eyði dregur máttinn úr samfélaginu sem eftir stendur. Erfiðara og mun dýrara verður að halda uppi nauðsynlegri þjónustu, bæði við íbúa á viðkomandi svæði og við vaxandi straum ferðamanna. Vissulega er vont og kostnaðarsamt að þurfa að takast á við áföll í landbúnaði. Menn mega þó ekki gleyma því að landbúnaður er víða uppistaðan í heilu sveitarfélögunum. Það að stjórnvöld bregðist við vanda eins og nú blasir við í sauðfjárrækt er ekki bara spurning um aðstoð við einhverja vesæla rollubændur, heldur miklu frekar spurning um hvort við viljum halda landinu í byggð sem víðast eða ekki. Ef sauðfjárrækt legðist t.d. af í Húnavatnssýslum, yrði algjört hrun í samfélögum fólks sem þar býr. Því má hiklaust spyrja þeirrar spurningar hvort ekki yrði mun dýrara fyrir okkar sameiginlegu sjóði að bregðast við slíkum vanda. Það myndi um leið hafa í för með sér að afskrifa þyrfti alla innviðauppbyggingu liðinna áratuga á viðkomandi svæði. Þá þyrfti um leið að byggja upp samsvarandi innviði á öðrum stöðum, nema menn sjái fyrir sér að íbúarnir hreinlega hverfi af yfirborði jarðar. Heill landshluti gæti hæglega lagst í eyði og lokast myndi fyrir alla þjónustu á svæðinu. Afskrifa þyrfti gríðarlega fjármuni í fasteignum og setja enn meiri fjármuni í að byggja upp á öðrum stöðum. Vandi sauðfjárbænda í dag yrði trúlega harla lítilfjörlegur í þeim kostnaðarsamanburði. Annað mál sem tengist þessari umræðu er verðlagning á matvöru. Hver þekkir ekki sönginn um að íslenskar landbúnaðarvörur séu allt of dýrar? Þar verður að hafa í huga að ef sauðfjárrækt og annar landbúnaður nyti ekki stuðnings úr opinberum sjóðum væru afurðirnar án efa mun dýrari. Sama væri upp á teningnum í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ef þessa stuðnings nyti ekki við mætti leiða að því sterkum líkum að hér væri enginn landbúnaður starfræktur. Þora menn virkilega að taka þá áhættu í ljósi sögunnar í hvikulum heimi? Aðrar þjóðir treysta sér ekki til þess og þykir lífsnauðsynlegt að tryggja fæðuöryggi sinna þegna. Hví ættu Íslendingar þá að leggja út á slíka háskabraut? Það er samt bæði hollt og bráð- nauðsynlegt að menn velti við öllum steinum til að finna leiðir sem gætu leitt til meiri skilvirkni í landbúnaði. Þannig má t.d. benda á að í framsetningu afurða til neytenda er landbúnaðurinn á svipuðu stigi og sjávarútvegurinn var fyrir nokkrum áratugum. Það er t.d. stórundarlegt að það hafi þurft erlenda stórverslun inn á markaðinn til að hægt væri að bjóða íslenskum neytendum íslenskt kindahakk í neytendapakkningum og skurð á kjöti sem fólki hugnast að kaupa. /HKr. Vandi og lausnir ÍSLAND ER LAND ÞITT Mynd / Hörður Kristjánsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt tillögur sínar um aðgerðir vegna yfirstandandi vanda í sauðfjárrækt. Ítarlega hefur verið fjallað um málið og orsakir þess undanfarna daga og vikur. Bændur hafa jafnframt haldið fjölmenna opna fundi víða um land til að ræða málið í sínum hópi og við fulltrúa afurðastöðva. Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa átt í viðræðum við stjórnvöld síðan í mars þegar að ráðherra var fyrst gerð grein fyrir málinu. Viðræðurnar hafa gengið misjafnlega en samtalinu var þó alltaf haldið áfram. Tillögurnar eru settar fram á ábyrgð ráð- herrans. Ekki er um að ræða beint samkomulag stjórnvalda og samtaka bænda. Tillögurnar verða nú teknar til umfjöllunar á vettvangi sam- taka bænda, m.a. á aukafundi Landssamtaka sauðfjárbænda. Hvað varðar efni tillagnanna þá telja BÍ og LS að í þeim sé vissulega margt sem hægt er að taka undir og mun verða sauðfjárbænd- um til aðstoðar, nú þegar þeir standa frammi fyrir þriðjungslækkun afurðaverðs. Hins vegar vantar þær aðgerðir sem taka á fyrirsjáanleg- um birgðavanda eftir sláturtíðina, sem nú er hafin. Þær leysa því ekki vandann þótt þær séu í rétta átt. Bændur hafa lagt fram tillögur til stjórnvalda sem miða að því að taka heildstætt á þeim vanda sem við blasir. Lykilatriði í þeim lausnum er að virkja tímabundnar aðgerðir til sveiflujöfnunar, svo sem að gera afurðastöðvum kleift að taka sameiginlega ábyrgð á útflutningi kindakjöts. Þær hugmyndir hafa ekki fengið brautargengi og staðan því óbreytt hvað það varðar. Hættan er sú að þær aðgerðir sem landbúnaðarráðherra nú leggur til séu ekki nægar og verði aðeins til þess að draga ástandið á langinn. Samkomulag er um að flýta endurskoðun sauðfjárhluta búvörusamninga og stefnt er að því að niðurstaða hennar liggi fyrir 1. apríl á næsta ári. Í þeirri vinnu þarf að ræða áfram þau mál sem ekki eru leyst og eins meta árangur af þeim aðgerðum sem ráðist verður í nú. Aðstæður sem þessar fela óhjákvæmilega í sér mikla óvissu. Þangað til málin skýrast betur um útfærslu á lausnum verður mikill órói meðal bænda. Menn máta sig við tillögur ráðherra og velta fyrir sér hvernig þær komi út fyrir hvern og einn og leita orsaka fyrir stöðunni. Því hefur meðal annars verið haldið fram að hún sé núgildandi sauðfjársamningi að kenna, sem nú hefur gilt í átta mánuði og að markaðsmál greinarinnar séu séu öll í skötulíki. Ekki núgildandi sauðfjársamningi um að kenna Hvað samninginn varðar þá hafa þær breytingar sem þar voru lagðar upp ekki tekið gildi nema að óverulegu leyti, enda átti eldri samning- ur upphaflega að gilda út árið 2017. Af þeim sökum voru nánast engar breytingar gerðar á þessu ári og mjög litlar í raun fyrr en 2020. Það er einfaldlega þannig að við höfum ekki búið við framleiðslustýringu í sauðfjárrækt í 22 ár. Þó að margir kalli sauðfjárgreiðslumark enn kvóta þá er engin framleiðslutakmörkun í því fólgin. Hver sem er getur hafið sauðfjárfram- leiðslu án takmarkana og svoleiðis hefur það verið í meira en 20 ár. Sauðfjárbændur hafa í raun náð gríðarlega góðum árangri í sínu starfi, því að núna fást næstum 20% meiri afurðir eftir hverja kind en um síðustu aldamót. Það er ekki bara vegna þess að lömbin séu þyngri, heldur eru þau fleiri og skila sér betur á haustin. Þetta hefur aukið framleiðslu á meðan að ærnar eru aðeins 0,4% fleiri. Það er dapurlegt að ekki sé hægt að fagna svo mikilli framleiðniaukn- ingu hjá sauðfjárbændum. Í nýja samningnum er hugmyndin að auðvelda kynslóðaskipti og gera stuðninginn skilvirkari með því að hverfa frá því fyrirkomulagi á samningstímanum að menn þyrftu að kaupa sér ríkisstuðning með tilheyrandi fjármagnskostnaði. En þar eru líka ákvæði um endurskoðun á því fyrirkomulagi ef ekki næðist að hækka afurðaverð. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að það ákvæði mun virkjast, en það eru ekki trúverðug rök fyrir því að gildandi samningur hafi skapað þessa stöðu. Útflutningur er greininni mikilvægur Ég vil jafnframt hvetja bændur og afurðastöðv- ar til að missa ekki trú á útflutningi sauðfjár- afurða þó nú ári illa. Útflutningur er alltaf nauðsynlegur þó ekki nema vegna þess að ekki er markaður hérlendis fyrir allar afurðir lengur, s.s. innmat, hausa, slög og fleira. Sem betur fer hefur tekist að gera úr þeim verðmæti erlendis fremur en að láta þau fara í súginn. Við megum heldur ekki gefast upp við að byggja upp vel borgandi markaði erlendis, eða til ferðamanna hér heima, sem byggja á því að selja þá sögu sem fylgir okkar sauðfjárframleiðslu. Að því er unnið af hendi sauðfjárbænda í gegnum verkefnið „Aukið virði sauðfjárafurða“. Til framtíðar getur íslensk sauðfjárframleiðsla ekki byggst á öðru en innanlandsmarkaði og erlend- um mörkuðum sem skila jafngóðu eða betra verði og erlendis. Að því ættu afurðastöðvar að vinna í samvinnu við bændur. Það þarf að þétta raðirnar í því verkefni. Útflutningur á sauðfjárafurðum frá Íslandi hefur staðið frá 12. öld og á þeim tíma hefur svo sannarlega ýmislegt gengið á. Hlustum á neytendur og þrýstum á afurðafyrirtæki og verslanir Sama gildir um markaðsmálin almennt. Þar má alltaf gera betur og vöruþróun hefur oft verið ábótavant, en stundum snýst málið mest um hvort að ný vara fær yfirleitt pláss í verslunum. Á undanförnum misserum hafa þó margar nýjungar komið á markað. Það er mikilvægt að efla sem mest samtal bænda og neytenda, hvort sem við erum að tala um lambakjöt eða aðrar íslenskar landbúnaðarafurðir. Við þurfum að hlusta meira eftir þörfum neytenda og ýta undir að þeim sé sinnt í gegnum afurðafyrirtækin okkar. Það er að mörgu að hyggja. Þar á meðal fara nú í hönd göngur og réttir. Ég vil óska þeim sem eru að búa sig í það góðrar ferðar, vona að heimtur verði góðar og að allir komi heilir heim. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Missum ekki móðinn þótt brekkan sé brött Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir – ghp@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.