Bændablaðið - 07.09.2017, Side 41

Bændablaðið - 07.09.2017, Side 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Brynjar Bragason og Lúðvík Ögmundsson við vígslu Vinavirkjunar á Hesteyri 6. ágúst. Mynd / EFLA Vinavirkjun tekin í gagnið á Hesteyri Smávirkjun var vígð á Hesteyri í Hesteyrarfirði í Jökulfjörðum þann 6. ágúst. Það voru eigendur Læknishússins og Skólans á Hesteyri á Hornströndum sem ákváðu að virkja vatnsaflið á staðnum og tóku nokkrir vinir sig saman og aðstoðuðu við að virkja bæjarlækinn á Hesteyri. Virkjunin var svo vígð í byrjun ágúst, en til þessa hafði ekkert rafmagn verið á svæðinu. Smávirkjunin framleiðir rafmagn bæði til húshitunar og vinnurafmagns, aðallega fyrir húsin, Læknishúsið og Skólann. Virkjunin er skráð 15 kW en getur framleitt allt að 20 kW þar sem rafallinn er 25 kVA. Fallhæð virkjunarinnar er 62,5 m og aðfallspípan 180 mm. Þetta verkefni var sannkallað vinaverk, enda fékk virkjunin nafnið Vinavirkjun. Lúðvík Ögmundsson, Brynjar Bragason og Árni Sveinn Sigurðsson, sem eru starfsmenn EFLU, voru hluti af vinahópnum sem komu að gerð virkjunarinnar. /HKr. Leirbukkurinn – Nyalan er uppsett í heilu lagi, stórt karldýr og einstaklega fallega uppsettur og vekur hann mikla eftirtekt. Mynd / Páll Reynisson. Heimilisdýrum hefur fjölgað í Veiðisafninu á Stokkseyri Heimilisdýrum í Veiðisafninu - Stokkseyri hefur fjölgað, um er að ræða sendingu uppstoppaðra dýra frá Suður-Afríku, alls átta talsins. Leirbukkur – Nyala antilópa í heilu lagi ásamt Impala antilópum, vörtusvín, skrúfhyrna – Kudu og gnýr – Blue Wildebeest ásamt framparti af zebrahesti sem er frístandandi á gólfi hafa nú verið uppsett í sýningarsölum Veiðisafnsins. „Margir safngestir Veiðisafnsins hafa beðið eftir þessari sendingu því von hefur verið á þessum dýrum um nokkurn tíma og er það okkur sönn ánægja að tilkynna að dýrin eru komin í hús. Einnig hafa verið settar inn 300 nýjar ljósmyndir í myndamöppur safnsins sem hafa notið mikilla vinsælda gesta. Hlutfall þeirra gesta sem koma hér aftur og aftur á Veiðisafnið er mjög hátt, kom það í ljós strax á fyrstu árum safnsins og er virkilega gaman að sjá fjölskyldur koma hér aftur og aftur, oftar en ekki með stækkandi barnahóp,“ segir Páll Reynisson, stofnandi og eigandi safnsins. „Miklar breytingar hafa átt sér stað frá opnun safnsins 2004. Bætt hefur verið í safnkostinn alla tíð og má þar nefna uppstoppuð dýr, skotvopn og veiðitengdir munir svo eitthvað sé nefnt og ekki má gleyma íslensku veiðimönnunum sem hafa sérstakan sess hér, bæði persónulegir munir, ljósmyndir og byssur frá landsþekktum veiðimönnum. Það var reynt, í annað sinn, að veiða hýenu í síðustu veiðiferð en gekk ekki, það verður reynt aftur og einnig má nefna það að yngsta kynslóðin spyr mikið um flóðhest sem einnig stendur til að reyna að ná í. Börn eru vel meðvituð í dag um dýraríkið og þau hafa gaman af því að skoða dýrin hér í Veiðisafninu í návígi, sem margir lýsa sem einstakri upplifun.“ Veiðisafnið á Stokkseyri var opnað 8. maí 2004 „Veiðisafnið er einstakt á landsvísu en hvergi á Íslandi er hægt að sjá jafn fjölbreytt úrval uppstoppaðra veiðidýra, skotvopna og veiðitengdra muna en hér ásamt því að fræðast um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd. „Ljón og zebrahestar, gíraffi, hreindýr, apar, selir, bjarndýr og sauðnaut eru hér ásamt fjölda annarra dýra. Uppistaða safnsins eru þó veiðitengdir munir, skotvopn og uppstoppuð veiðidýr. Jafnframt eru hér til sýnis munir frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem Veiðisafnið hefur til sýningar samkvæmt sérstökum samningi,“ segir Páll. Fágætar og frægar byssur „Hér eru til sýnis byssur frá Veiðisafninu og skotvopn úr einkasöfnum m.a. annars frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sigurfinni Jónssyni, Sveini Einarssyni, fv.veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og fjölmörgum öðrum veiðimönnum að ógleymdum Drífu- haglabyssunum frá Jóni Björnssyni heitnum, byssusmið frá Dalvík.“ Á heimasíðu safnsins, www. veidisafnid.is, má einnig finna upplýsingar um Drífuvinafélagið sem stofnað var 12. mars 2005. „Einnig er hér að finna skotfæraverkstæði þar sem sýnd eru tæki til endurhleðslu skotfæra. Sérstaða safnsins er meðal annars það úrval sýningargripa sem eru á fastasýningu safnsins. Hvergi á Íslandi er hægt að sjá annað eins úrval af innlendum og erlendum veiðidýrum uppstoppuðum ásamt skotvopnum og veiðitengdum munum,“ segir Páll Reynisson. /HKr./PR. Hverfing / Shapeshifting er samsýning fjórtán listamanna, sjö íslenskra og sjö bandarískra, sem opnuð var í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð 3. ágúst. Verk listamannanna á sýningunni eru flest unnin sérstaklega inn í hið hráa og spennandi rými verksmiðjunnar. Sýningin hefur verið framlengd til 10. september. Myndlistarsýning: „Nr. 1 Umhverfing á Sauðárkróki” Þann 1. júlí sl. var opnuð myndlistar sýningin Nr. 1 Umhverfing á Sauðárkróki. Sýningarhúsnæðið er annars vegar Safnahúsið og hins vegar Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Nafn sýningarinnar, Nr. 1 Umhverfing, vísar til þess að fleiri sýningar verði settar upp með sama móti víða um land á næstu árum í samstarfi við heimamenn. Hugmyndasmiðir og skipu- leggjendur verkefnisins eru myndlistarmennirnir Anna Eyjólfs, sem er jafnframt sýningarstjóri, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Þessir myndlistarmenn mynda kjarna sýninganna á hverjum stað. Hugmyndin er að setja upp myndlistarsýningar á stöðum og í húsnæði þar sem ekki er hefð fyrir nútímamyndlistarsýningum og þar sem ekki fyrirfinnst hefðbundið sýningarhúsnæði fyrir myndlist. Tilgangurinn er að færa myndlistina inn í óhefðbundið rými og skapa umræðu um tilgang lífs og lista. Leitað var eftir samstarfi við myndlistarmenn sem eiga rætur að rekja í Skagafjörðinn, og taka eftirfarandi myndlistarmenn þátt í sýningunni: Anna María Sigurjónsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Finna Birna Steinsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Jóhannes Atli Hinriksson, Kristín Reynis- dóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sólveig Baldursdóttir og Valgerður Bergsdóttir. Sýningarskrá hefur verið gefin út í tilefni sýningarinnar og fæst hún í bókasafninu. Höfundar greina eru Margrét Elísabet Ólafsdóttir, list- og fagurfræðingur og Jón Ormar Ormsson. Hönnuður er Margrét Weisshappel. Sýningin mun standa til 10. september sem gefur möguleika á samstarfi við skólana á svæðinu, þar sem nemendur geta fengið leiðsögn um sýninguna og átt samtal við myndlistarmennina. Verk eftir Jóhannes Atla Hinriksson á efri hæð Safnahússins. Verk eftir Auði Aðalsteinsdóttur í Safnahúsinu. Sýningin Hverfing í Verksmiðjunni á Hjalteyri framlengd Verkið Tsunami eftir Mary Ellen Croteau. Varahlutir í flestar tegundir dráttarvéla New Holland - Fiat - Ford - Case - Steyr - Zetor - Fendt Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Eigum fyrirliggjandi síur í flestar gerðir þessara véla og mikið úrval varahluta. Einnig sérpantanir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.