Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 því að lögð verði ríkari áhersla á þekkingaröflun sem leitt geti til betri skilnings á því hvernig stýra megi efnahringrás í náttúrunni, þar með á kolefni og köfnunarefni. Í skýrslunni er bent á að alþjóðleg samvinna þvert á landamæri hafi aukið skilning manna á að ofnotk- un köfnunarefnis sé eitt af stærstu vandamálunum sem við er að glíma í landbúnaði. Það sé eitt af vanda- málunum sem snerti loftmengun, ofmettun næringarefna í jarðvegi og vötnum og loftslagsbreytingar. Til að takast á við þessi vandamál hafi málum verið hlaðið niður á ólíkar stofnanir þar sem oft sé lítið samræmi í aðgerðum. Í nýlegum úttektum á vegum European Nitrogen Assessment og verkefni á vegum OECD hefur verið skoðað hvernig markvissari stefnumörkun gæti leitt til betri árangurs sem jafnframt væri skilvirkari í kostnaðarlegu tilliti. Myndaður hefur verið viðbragðs- hópur á vegum Convention on Long-Range Transboundary Air Pollution (CLRTAP), til að draga úr áhrifum köfnunarefnis (Task Force on Reactive Nitrogen (TFRN). Honum er ætlað að skoða á vísindalegan hátt hvernig draga megi úr notkun köfnunarefnis til að mynda grunn sem pólitísk stefnumótun geti byggt á. Notkun áburðar í landbúnaði samhliða losun köfnunarefnisoxíðs (NOx), m.a. við brennslu jarðefna- eldsneytis í dráttarvélum, eru sögð lykilatriði í þessu samhengi. Norðurlöndin með sérstöðu Norðurlöndin hafa síðustu 20 ár vakið athygli á nauðsyn þess að draga úr losun köfnunarefnis út í umhverfið. Eigi að síður er losun köfnunarefnis enn tiltölulega mikil með hliðsjón af þeim markmiðum sem sett hafa verið. Einnig með hliðsjón af regluverki um land- búnaðinn sem sett hafi verið innan Evrópusambandsins og á alþjóð- lega vísu. Norðurlöndin hafa þó mikla sérstöðu hvað þetta varðar og sem dæmi hefur Danmörk þegar dregið úr notkun köfnunarefnis um 50%. Í skýrslunni segir að til að tryggja framvindu þessara mála á Norðurlöndunum, þurfi að beita harðari löggjöf, markvissari reglu- gerðum og efnahagslegum hvötum og/eða auka ráðleggingar og efla sjálfboðaliðastarf. Þá sé mjög mikilvægt að ræða og skilja áhrif mengunar og óvissu sem hún veld- ur í umhverfinu þó svo að bændur geti kannski ekki beinlínis stýrt veðurfarinu með aðgerðum sínum. Minnkun ammoníaksmengunar getur líka haft neikvæðar hliðar Í skýrslunni er líka bent á ódýrustu leiðirnar til þess t.d. að draga úr losun ammoníaks (NH3) í landbún- aði. Ammóníak er litlaus en daunill lofttegund sem samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þrem vetnisfrumeindum (H). Þar er sagt að hægt sé að draga úr losun ammóníaks í landbúnaði m.a. með minni notkun köfnunar- efnis og með því að geyma mykju í lokuðum tönkum. Einnig megi endurskoða reglur um dreifingu á skít en allt þetta þurfi að rannsaka betur. Þá er mælt með að marg- víslegt regluverk fyrir landbúnað- inn verði endurskoða og einfaldað. Samkvæmt úttekt Umhverfis- stofnunar Evrópusambandsins (EEA) hefur dregið verulega úr ammoníaksmengun í landbún- aði frá 1990, en þó ekki eins mikið og annarra mengandi loft- tegunda. Ekki heldur nægilega til að standast samþykkt markmið Sameinuðu þjóðanna. Þá jókst ammoníaksmengun í landbúnaði í mörgum ríkjum ESB á árinu 2015. Í heild jókst þá mengunin milli ára um 1,8% að meðaltali í ESB- löndunum. Mest var aukningin í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni. Mikil áskorun og þversagnir Bent er á að það sé mikil áskorun að draga úr neikvæðum áhrifum landbúnaðar á umhverfið. Horfa þurfi á tæknilegar lausnir samhliða kerfisbreytingum. Draga þurfi úr sóun matvæla og auka skilvirkni í allri fæðuframleiðslunni. Hugsanlega líka að stýra neyslumynstri sem getur haft áhrif til að draga úr köfnunarefnismengun. Í skýrslu Norræna ráðherra- ráðsins segir að í pólitísku tilliti geti komið upp þversagnir er varða kolefnisbindingu og nýtingu á mykju til að framleiða lífrænt eldsneyti. Það geti leitt til aukins kolefnisútblásturs. Ef menn dragi síðan úr eða hætti alveg að bera húsdýraáburð á tún til að draga úr ammoníaksmengun, þá geti það líka leitt til vandamála vegna skorts á kolefni í jarðvegi. Áskorunin snýst því um að framleiða meiri mat með meiri skilvirkni en um leið að draga úr mengun. Vissulega ekki einfalt verkefni en afar brýnt í ljósi aukinnar mengunar, hlýnunar jarðar og örrar fjölgunar mannkyns. /HKr. Fiskdauði í vatni á Indlandi. Köfnunarefni hefur runnið út í vatnið frá nálægu landbúnaðarsvæði og valdið þörunga- blóma- og súrefnisskorti í vatninu. Mynd / New Indian Express Fiskdauði í kínversku stöðuvatni vegna köfnunarefnismengunar. Mynd / Business Insider Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Jötunn kynnir Goes Iron og Goes Cobalt Lengd: 2.130 mm Þyngd: 371 kg Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun Rafléttistýri (EPS) Diskabremsur framan og aftan Bensíntankur 18 L Bein innspýting (EFI) Götuskráð Dekk framan 25x8x12 Dekk aftan 25x10x12 með vsk IRON 450 Kr. 1.259.000 Lengd: 2.330 mm Þyngd: 383 kg Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun Rafléttistýri (EPS) Diskabremsur framan og aftan Bensíntankur 18 L Bein innspýting (EFI) Götuskráð Dekk framan 25x8x12 Dekk aftan 25x10x12 með vsk Kr. 1.499.000COBALT MAX 550 Lengd: 2.330 mm Þyngd: 383 kg Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun Rafléttistýri (EPS) Diskabremsur framan og aftan Bensíntankur 18 L Bein innspýting (EFI) Götuskráð Dekk framan 25x8x12 Dekk aftan 25x10x12 með vsk Kr. 1.299.000IRON MAX 450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.