Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Smalasokkarnir frá DROPS Design HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Nú líður að einum allra skemmti- legasta tíma ársins og fólk sam- einast til að smala heim fénu eftir sumarið á fjöllum. Börnin okkar elska að mæta í réttir, vera úti og gleðjast með okkur sem eldri erum og skemmtileg stemning sem myndast. Nú er tími til að prjóna smala- sokka fyrir yngstu kynslóðina. Að spóka sig í svona fínum, nýjum smalasokkum myndi hvert ein- asta barn elska, en það eru líka til uppskriftir á fullorðna inn á www. garnstudio.com. Smalasokkar: Úr DROPS Flora. Stærð 24 - 34. Mynstur nr 28-10 Efni: DROPS FLORA frá Gallery Spuna (tilheyrir garnflokki A) 50 g litur 01, natur 50 g litur 16, pistasía 50 g litur 13, gallabuxnablár 50 g litur 19, kóral 50 g litur 06, svartur DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjónið verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HÆLÚRTAKA (prjónið sléttprjón): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til (10-10-12-12) lykkjur eru eftir á prjóni. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: 2 lykkjur snúnar slétt saman. SOKKUR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna frá stroffi og niður að tá. Fitjið upp 64-64-72-72 lykkjur jafnt yfir á sokkaprjóna 2,5 með gallabuxnabláum. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3-3-3-3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-12- 12-12 lykkjur jafnt yfir = 52-52-60-60 lykkjur. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið A.1 (= 8 lykkjur) 6-6-7-7 sinnum á breidd, prjónið A.2 (= 4 lykkjur). ATH: Í 6., 10. og 33. umferð er fækkað um 1 lykkju í mynsturteikningu A.2 = 49-49-57-57 lykkjur. Í 40. umferð (= umferð með stjörnu) er fækkað um 1 lykkjur jafnt yfir í umferð = 48-48-56-56 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið síðan áfram með A.1 (= 6-6-7-7 sinnum í umferð). Í síðustu umferð í A.1 er lykkjufjöldinn jafnaður til 44-44-56-58 lykkjur. Prjónið nú sokkinn til loka með pistasía. Haldið eftir fyrstu 11-11-13-13 lykkjunum á prjóni, setjið næstu 22-22-30-32 lykkjur á 1 band (= miðja ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 11-11- 13-13 lykkjur á prjóni = 22-22-26-26 lykkjur fyrir hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 4½-4½-5-5 cm. Setjið eitt prjónamerki mitt á milli lykkja á hæl (= 11-11-13-13 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónamerki fylgir með í stykkinu að úrtöku fyrir tá. Þannig er auðveldara að úrtaka fyrir tá verði á réttum stað. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 4 8 2 5 1 5 7 7 2 9 3 5 1 2 3 8 7 3 4 9 1 4 6 8 2 1 6 9 7 8 2 1 5 9 4 6 Þyngst 8 6 4 2 9 3 9 8 2 3 6 5 7 1 3 2 5 9 8 1 3 5 9 4 5 4 7 9 1 7 7 2 9 8 6 2 1 9 5 4 6 8 3 9 4 5 1 7 3 8 6 5 3 8 2 5 7 4 1 6 9 2 5 1 8 3 5 4 2 8 8 1 9 6 3 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fór í sumar til Grímseyjar, í Svarfaðar dal og í Hrísey Lilja Karlotta er fjörug og hress sveitastelpa sem finnst gaman að hoppa á trampolíni. Nafn: Lilja Karlotta Óskarsdóttir. Aldur: Er 8 að verða 9 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Alda í Eyjafjarðarsveit. Skóli: Hrafnagilsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Skrift. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Nýfæddir kanínuungar sem mömmu finnst vera eins og rottur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur eða franskar. Uppáhaldshljómsveit: Ljótu hálfvitarnir. Uppáhaldskvikmynd: Trolls. Fyrsta minning þín? Í indíánabátnum í Legolandi. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta, badminton, júdó, íslenska glímu og frisbígolf – og spila á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða söngkona, flugfreyja, vinna í ísbúð og stofna mitt eigið spæjarafélag með Kristínu Köru frænku minni. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara á rafmagnsbíl til Reykjavíkur og þegar pabbi og Minna systir létu mig skoppa rosa hátt á trampolíninu. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór til Grímseyjar og veiddi þar fisk. Svo fór ég á ættarmót í Svarfaðardal og Hrísey eftir það. Næst » Ég skora á Þjóðann Baltasar bekkj- arbróður minn að svara næst, en hann býr á Rökkurhöfða í Eyjafjarðarsveit. www.galleryspuni.is Nýtt garn komið í hillur og netverslun 25% kynningar- afsláttur Úr alpaca, ull og polyamide Fækkið nú lykkjum fyrir hæl – SJÁ HÆLÚRTAKA! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 11-12-13-13 lykkjur hvoru megin við hæl og 22-22-30-32 lykkjur af bandi eru settar til baka á prjóninn = 54-56- 68-70 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 22-22-30-32 lykkjurnar ofan á fæti. Prjónið síðan sléttprjón, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað á hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjurnar á undan 22-22- 30-32 lykkjum ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s prjónað er í aftari lykkjubogana í stað fremri), 2 fyrstu lykkjurnar á eftir 22-22-30-32 lykkjunum eru prjónaðar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-6-10-10 sinnum = 42-44-48-50 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 11-13-14-16 cm frá prjónamerki á hæl – nú eru eftir 4-4-4-4 cm til loka lengdar. Setjið 1 prjónamerki mitt í hvora hlið þannig að það verða 21-22-24-25 lykkjur á milli prjónamerkja (prjónamerki sem er staðsett við hæl er mitt undir fæti). Fellið nú af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku hvoru megin í annarri hverri umferð alls 6-6-5-5 sinnum og síðan í hverri umferð 2-2-4-4 sinnum = 10-12-12-14 lykkjur eftir á prjóni umferð. Í næstu umferð eru prjónaðar 2 og 2 lykkjur slétt saman. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins. Bestur kveðjur, Gallery Spuni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.