Bændablaðið - 07.09.2017, Side 57

Bændablaðið - 07.09.2017, Side 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Smalasokkarnir frá DROPS Design HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Nú líður að einum allra skemmti- legasta tíma ársins og fólk sam- einast til að smala heim fénu eftir sumarið á fjöllum. Börnin okkar elska að mæta í réttir, vera úti og gleðjast með okkur sem eldri erum og skemmtileg stemning sem myndast. Nú er tími til að prjóna smala- sokka fyrir yngstu kynslóðina. Að spóka sig í svona fínum, nýjum smalasokkum myndi hvert ein- asta barn elska, en það eru líka til uppskriftir á fullorðna inn á www. garnstudio.com. Smalasokkar: Úr DROPS Flora. Stærð 24 - 34. Mynstur nr 28-10 Efni: DROPS FLORA frá Gallery Spuna (tilheyrir garnflokki A) 50 g litur 01, natur 50 g litur 16, pistasía 50 g litur 13, gallabuxnablár 50 g litur 19, kóral 50 g litur 06, svartur DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjónið verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HÆLÚRTAKA (prjónið sléttprjón): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til (10-10-12-12) lykkjur eru eftir á prjóni. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: 2 lykkjur snúnar slétt saman. SOKKUR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna frá stroffi og niður að tá. Fitjið upp 64-64-72-72 lykkjur jafnt yfir á sokkaprjóna 2,5 með gallabuxnabláum. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3-3-3-3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-12- 12-12 lykkjur jafnt yfir = 52-52-60-60 lykkjur. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið A.1 (= 8 lykkjur) 6-6-7-7 sinnum á breidd, prjónið A.2 (= 4 lykkjur). ATH: Í 6., 10. og 33. umferð er fækkað um 1 lykkju í mynsturteikningu A.2 = 49-49-57-57 lykkjur. Í 40. umferð (= umferð með stjörnu) er fækkað um 1 lykkjur jafnt yfir í umferð = 48-48-56-56 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið síðan áfram með A.1 (= 6-6-7-7 sinnum í umferð). Í síðustu umferð í A.1 er lykkjufjöldinn jafnaður til 44-44-56-58 lykkjur. Prjónið nú sokkinn til loka með pistasía. Haldið eftir fyrstu 11-11-13-13 lykkjunum á prjóni, setjið næstu 22-22-30-32 lykkjur á 1 band (= miðja ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 11-11- 13-13 lykkjur á prjóni = 22-22-26-26 lykkjur fyrir hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 4½-4½-5-5 cm. Setjið eitt prjónamerki mitt á milli lykkja á hæl (= 11-11-13-13 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónamerki fylgir með í stykkinu að úrtöku fyrir tá. Þannig er auðveldara að úrtaka fyrir tá verði á réttum stað. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 4 8 2 5 1 5 7 7 2 9 3 5 1 2 3 8 7 3 4 9 1 4 6 8 2 1 6 9 7 8 2 1 5 9 4 6 Þyngst 8 6 4 2 9 3 9 8 2 3 6 5 7 1 3 2 5 9 8 1 3 5 9 4 5 4 7 9 1 7 7 2 9 8 6 2 1 9 5 4 6 8 3 9 4 5 1 7 3 8 6 5 3 8 2 5 7 4 1 6 9 2 5 1 8 3 5 4 2 8 8 1 9 6 3 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fór í sumar til Grímseyjar, í Svarfaðar dal og í Hrísey Lilja Karlotta er fjörug og hress sveitastelpa sem finnst gaman að hoppa á trampolíni. Nafn: Lilja Karlotta Óskarsdóttir. Aldur: Er 8 að verða 9 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Alda í Eyjafjarðarsveit. Skóli: Hrafnagilsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Skrift. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Nýfæddir kanínuungar sem mömmu finnst vera eins og rottur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur eða franskar. Uppáhaldshljómsveit: Ljótu hálfvitarnir. Uppáhaldskvikmynd: Trolls. Fyrsta minning þín? Í indíánabátnum í Legolandi. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta, badminton, júdó, íslenska glímu og frisbígolf – og spila á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða söngkona, flugfreyja, vinna í ísbúð og stofna mitt eigið spæjarafélag með Kristínu Köru frænku minni. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara á rafmagnsbíl til Reykjavíkur og þegar pabbi og Minna systir létu mig skoppa rosa hátt á trampolíninu. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór til Grímseyjar og veiddi þar fisk. Svo fór ég á ættarmót í Svarfaðardal og Hrísey eftir það. Næst » Ég skora á Þjóðann Baltasar bekkj- arbróður minn að svara næst, en hann býr á Rökkurhöfða í Eyjafjarðarsveit. www.galleryspuni.is Nýtt garn komið í hillur og netverslun 25% kynningar- afsláttur Úr alpaca, ull og polyamide Fækkið nú lykkjum fyrir hæl – SJÁ HÆLÚRTAKA! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 11-12-13-13 lykkjur hvoru megin við hæl og 22-22-30-32 lykkjur af bandi eru settar til baka á prjóninn = 54-56- 68-70 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 22-22-30-32 lykkjurnar ofan á fæti. Prjónið síðan sléttprjón, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað á hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjurnar á undan 22-22- 30-32 lykkjum ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s prjónað er í aftari lykkjubogana í stað fremri), 2 fyrstu lykkjurnar á eftir 22-22-30-32 lykkjunum eru prjónaðar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-6-10-10 sinnum = 42-44-48-50 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 11-13-14-16 cm frá prjónamerki á hæl – nú eru eftir 4-4-4-4 cm til loka lengdar. Setjið 1 prjónamerki mitt í hvora hlið þannig að það verða 21-22-24-25 lykkjur á milli prjónamerkja (prjónamerki sem er staðsett við hæl er mitt undir fæti). Fellið nú af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku hvoru megin í annarri hverri umferð alls 6-6-5-5 sinnum og síðan í hverri umferð 2-2-4-4 sinnum = 10-12-12-14 lykkjur eftir á prjóni umferð. Í næstu umferð eru prjónaðar 2 og 2 lykkjur slétt saman. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins. Bestur kveðjur, Gallery Spuni

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.