Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 „Ég geri ráð fyrir að málin skýrist með haustinu, þá verður af alvöru lagst yfir það og tekin ákvörðun um hvernig það verður unnið áfram,“ segir Stefán Tryggva- og Sigríðarson, eigandi Hotel Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd. Hann hlaut fyrr í sumar fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni sem EIMUR, Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng ehf. stóðu fyrir um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra. Hugmynd Stefáns gengur út á að byggja baðhella við Vaðlaheiðargöng. Í verðlaun voru ein og hálf millj- ón króna en að auki munu Íslensk verðbréf bjóða sigurvegara aðstoð við tillögur um hugsanlegar leiðir til fjármögnunar, að meta og gera rekstraráætlun ásamt því að meta áætlaða fjárfestingarþörf. Sú vinna hefst að sögn Stefáns í haust og mun standa yfir í vetur, þannig að ekki er að vænta ákvarðana um hvort hugmyndin verði að veruleika fyrr en næsta vor. Yrði fjölsóttur ferðamannastaður Grunnhugmynd Stefáns er að auka virði þess heita vatns sem kemur úr Vaðlaheiðargöngunum með því að búa til fjölsóttan ferðamanna- stað þar sem heita vatnið og upp- runi þess er aðalaðdráttaraflið, baðhellarnir yrðu sprengdir inn í berg sem gengur í sjó fram í landi Halllands norðan gangnamunnans að Vaðlaheiðargöngum. Við gatnamót að Halllandsnesi verður samkvæmt hugmyndinni útbúið veglegt útsýnisplan, þar sem óheft útsýni er yfir Akureyri, sem og út og inn Eyjafjörð. Neðan við planið og vestan þess er gert ráð fyrir veitingaaðstöðu. Sturtan í jarðgöngum „Auk þess sem heita vatnið úr göngunum yrði nýtt til upphitunar á veitingahúsinu og sem neysluvatn er meginhugmyndin samkvæmt tillögu minni sú að sprengja hella inn í bergið rétt ofan við yfirborð sjávar. Hellarnir yrðu nýttir til baða og undirstrika notkun Íslendinga á heitu vatni til baða um aldirnar,“ segir Stefán. Aðkoma að hellunum er um tvær hvelfingar með minni afhellum. Í aðstöðuhúsi yrði afgreiðsla og búningaaðstaða en þá taka við jarðgöng sem yrðu ein samfelld sturta, þannig yrði sýnileiki þess að vatnið komi úr jarðgöngum sem mestur. Inni í meginhvelfingunni er gert ráð fyrir fossi. Einstakur tónleikasalur Stefán segir að gert sé ráð fyrir laug- um, misheitum og djúpum, og inni í helli útbúa megi gufubað, nudd- þjónustu og slökun og fleira í þeim dúr. „Þar fyrir framan sé ég fyrir mér yllón með sandfjöru úr svörtum eld- fjallasandi. Inni í hellinum ætti svo að vera góður hljómburður þannig að til verður á svæðinu einstakur tónleika- staður. Í tillögu minni er svo líka gert ráð fyrir öðrum minni helli, sá yrði upplýstur með gróðurhúsalömpum og ég sé fyrir mér að þar væri hægt að rækta grænmeti og blóm,“ segir Stefán. Ekki spilla upplifun gesta með örtröð Stefán nefnir að upplifun gesta megi ekki spilla með örtröð og mannmergð þannig að takmarka ætti aðkomu að hellunum. Hleypa 50 til 100 manns inn á hverri klukkustund að jafnaði. Með heilsársopnun og miðað við að um 500 manns kæmu daglega, vel á annað hundrað þúsund á ári og aðgangur næmi 5 þúsund krónum yrðu tekjur hátt í einn milljarður króna á ári. Stefán segir á þessu stigi erfitt að meta kostnað við framkvæmdina, en giskar á að hann gæti numið tveimur til fjórum milljörðum króna. /MÞÞ Hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra: Tillaga um baðhella undir heitinu Svörtu loft sigraði Stefán Tryggva- og Sigríðarson, eigandi hótelsins Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni sem EIMUR, Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng ehf. stóðu fyrir um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra. Hugmynd Stefáns gengur út á að byggja baðhella við Vaðlaheiðargöng. Mynd / MÞÞ Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 23. sept. kl. 16.00 Árhólarétt í Unadal, Skag. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 29. sept. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardaginn 7. okt. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudaginn 17. sept. kl. 16 Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 30. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. okt. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Sauðárkróksrétt, Skag laugardaginn 16. sept. Selnesrétt á Skaga, Skag. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudaginn 24. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 16. sept. Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 17. sept. kl. 11 Staðarrétt í Skagafirði. laugardaginn 16. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 7. okt. Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 29. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardaginn 23. sept. kl. 9.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 7. okt. kl. 11.00 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 30. sept. Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. okt. Stóðréttir haustið 2017 Mikill áhugi er fyrir stóðréttum ekki síður en fjárréttum. Hér er listi yfir stóðréttirnar sem að þessu sinni eru 19 talsins. Ekki voru þó fyrirliggjandi upplýsingar um þær allar þegar blaðið fór í prentun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur fengið eru síðustu stóðréttir haustsins þann 7. október í Víðidalstungurétt og Flókadalsrétt. Listi yfir fjárréttir er á blaðsíðum 32 og 33 ásamt korti sem sýnir staðsetningu réttanna. Fyrirvari er gerður á að einhverjar villur kunni að hafa slæðst inn og verður þá reynt að bæta úr því í næsta blaði eftir því sem kostur er. Sömuleiðis eru ábendingar vel þegnar ef einhverjar réttir hafa orðið útundan í upptalningu blaðsins. /TB HROSS&HESTAMENNSKAFramleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir: Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir um sóknum um styrki til stuðnings við nýsköpun, vöru þróun kynningar- og markaðsstarf til stuðnings íslenskri sauð fjár- rækt. Sjá nánar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir markaðssjóður/verklagsreglur. Styrkþegar geta verið einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar eða fyrirtæki. Styrkhæf eru þau verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: a) Listi yfir þá sem eiga aðild að verkefninu. b) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis. c) Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu áfanga þess. d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild. e) Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar eða nýttar. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www.fl.is/markaðssjóður. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: Markaðssjóður. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hjá thorhildur@fl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.