Bændablaðið - 07.09.2017, Page 10

Bændablaðið - 07.09.2017, Page 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Á sameiginlegum fundi Búnaðar- sambands Húnaþings og Stranda og Félags sauðfjárbænda í Skagafirði sem haldinn var á Blönduósi í liðinni viku var samþykkt ályktun þar sem skorað er á sláturleyfishafa, stjórnvöld og forystumenn bænda að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú er uppi. „Á Norðurlandi vestra og Ströndum eru um 420 sauðfjárbú og á þeim fer fram um 30% af sauðfjárframleiðslu í landinu. Það liggur því fyrir að sauðfjárrækt er þessu svæði gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Ef verðlækkanir sem boðaðar hafa verið á sauðfjárafurðum, verða að veruleika eru allar forsendur í rekstri sauðfjárbúa brostnar. Hætt er við að afleiðingarnar verði hrun í búgreininni og í framhaldinu stórfelld byggðaröskun,“ segir í ályktun fundarins. Ná ekki endum saman Tekjuskerðing sem sauðfjár bændur á þessu svæði standa nú frammi fyrir, að viðbættri tekjuskerðingu síðasta árs, nemur skv. upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að meðaltali um 1,5 milljónum kr. á bú. Það liggur því fyrir að stór hluti sauðfjárbænda mun ekki ná endum saman að óbreyttu,“ segir enn fremur. /MÞÞ Samtök bænda í Húnaþingi og á Ströndum: Tekið verði á grafalvarlegri stöðu FRÉTTIR Expert tekur við þjónustu mjólkurtanka frá Mjalta Expert kæling ehf. hefur tekið við þjónustu við mjólkurtanka frá Milli mjalta ehf. sem hefur sinnt þjónustu við bændur um allt land um árabil. Sigurður Frímann Emilsson hjá Expert segir að fyrirtækið hafi einnig hafið innflutning á mjólkurtönkum frá Röka í Danmörku, en Milli mjalta flutti þá inn áður. „Eins og bændur vita hafa þessir mjólkurtankar reynst vel hér á landi og ganga einstaklega vel með mjaltaþjónum eins og öðrum mjaltabúnaði. Allir varahlutir og kælivélar verða til á lager fyrir flestar allar gerðir mjólkurtanka. Expert kæling ehf. er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri og Selfossi og verða allir varahlutir og kælivélar til á lager fyrir flestar allar gerðir mjólkurtanka. /VH Matvælastofnun lætur innkalla matvæli: Leifar af skordýraeitrinu fipronil finnst í matvælum íslensks framleiðanda Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um að Ora hafi innkallað vörur vegna þess að í þær var notað hráefni, eggjarauðuduft, sem reyndist innihalda fipronil yfir hámarksgildi. Í frétt á vef Matvælastofnunar segir að magn fipronil í vörunum frá ORA sé lítið og vörurnar ekki heilsuspillandi fyrir neytendur. Hins vegar er óleyfilegt að nota hráefnið í samsett matvæli og þess vegna inn- kallar fyrirtækið vörurnar. Milljónir eggja fjarlægð úr hillum verslana í Evrópu Undanfarna tvo mánuði hafa yfirvöld í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu látið kalla inn milljónir eggja úr verslunum. Áætlað er að rúmlega þrjú milljón egg smituð af fiprolin hafi verið flutt til Þýskalands áður en innflutningur á eggjum til landsins frá Hollandi var stöðvaður. Samkvæmt frétt The Guardian er búið að loka tímabundið um 180 hollenskum kjúklingabúum og hefja á lögreglurannsókn á umfangi málsins. Litið er á notkun eitursins í matvælaiðnaði sem glæpsamlegt athæfi og krafist er lögreglurannsókna eftir að mælingar sýndu hátt hlutfall skordýraeitursins fipronil í eggjum. Sníklalyf og skordýraeitur Fipronil er notað sem sníklalyf á gæludýr, skordýraeitur í og við byggingar og sem skordýraeitur við ræktun sumra káltegunda. Ekki er leyfilegt að nota lyfið til að meðhöndla dýr sem alin eru til manneldis. Fannst í eggjarauðudufti Í frétt Matvælastofnunar segir að stofnunin hafi fengið upplýsingar um ólöglega notkun fipronil í gegnum evrópska viðvörunarkerfið, RASFF, og að efnið hafi fundist yfir hámarksgildum í eggjum og eggjadufti. Í kjölfarið hóf stofnunin skoðun á eggjavörum sem fluttar eru til landsins frá Evrópu og jafnframt voru tekin sýni til greiningar. Stofnunin hefur einnig haft samráð og samstarf við heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með markaðseftirlit með matvælum. Matvælastofnun tók tvö sýni, hvort úr sinni lotunni, af eggjarauðudufti sem kom til landsins frá Hollandi, en varan reyndist framleidd á Ítalíu. Í öðru sýninu mældist fipronil rétt yfir hámarksgildi. Í hinu sýninu greindist fipronil einnig, en vel undir hámarksgildi. Varan sem flytja átti inn er í vörslu Matvælastofnunar og hefur innflytjandinn, Íslensk Ameríska, staðfest að hann muni endursenda báðar loturnar. Sama lota og sú sem nú greindist yfir mörkum kom til landsins fyrr í sumar og var þá notuð í þær vörur sem nú er verið að innkalla. Áframhaldandi eftirlit Matvælastofnun og Heilbrigðis- eftirlit sveitarfélaga munu áfram leggja áherslu á að skoða eggjaafurðir sem fluttar eru til landsins, meðal annars með frekari sýnatökum. Beinir stofnunin því einnig til fyrirtækja sem flytja eggjavörur frá Evrópu að fá rannsóknarvottorð sem sýnir fram á að magn fipronils sé innan marka í viðkomandi vöru áður en hún er flutt til landsins. /VH Fipronil í eggjaduft sem notað var í íslenskar matvörur. - Sala á fjórum tegundum illgresiseyðis stöðvuð Sala á fjórum vörum skordýra-, sveppa- eða illgresiseyða var stöðvuð eftir að upp komst að þau höfðu ekki tilskilin markaðsleyfi. Eftirlit Umhverfisstofnunar á jurtaeitri eða illgresiseyði, sem stofnunin nefnir „plöntu- verndarvörur“ fór fram í lok maí hjá fjórum fyrirtækjum sem setja slíkar vörur á markað. Allar svokallaðar „plöntuverndarvörur“ sem fundust í sölu hjá fyrirtækjunum voru kann- aðar með tilliti til markaðsleyfa og réttra merkinga. Alls var 61 eining af þessum vörum skoðuð í eftirlitinu og reyndust merkingar ófullnægjandi í fimm tilfellum og kröfur gerðar um úrbætur þar af lútandi sem fyrirtækin urðu við. Markaðssetning á þeim fjórum vörum sem ekki reyndust vera með markaðsleyfi þegar eftirlitið átti sér stað var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjum veittur frestur til þess að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Um er að ræða vörurnar Dicopur, Lentagran, Teldor WP 50 og Eradicoat. Sæki fyrirtæki ekki um markaðsleyfi fyrir vörurnar innan tiltekins frests verður markaðssetning þeirra stöðvuð varanlega. /ghp Dýravakt Matvælastofnunar komin á Facebook Matvælastofnun (MAST) hefur tekið í gagnið nýja Facebook-síðu sem er ætlað að vera gagnvirkur vettvangur á milli stofnunarinnar og almennings um málefni sem varða heilbrigði og velferð dýra. Síðan heitir Dýravakt Matvælastofnunar (á vefslóðinni h t tps : / /www.facebook.com/ dyravakt/) og í gegnum hana gefst almenningi kostur á að veita upplýsingar um tiltekin mál á þessu sviði, auk þess sem MAST mun nota vettvanginn til að koma á framfæri upplýsingum þegar grunur leikur á illri meðferð á dýrum. Upplýsingagjöf um reglurnar Í tilkynningu frá MAST kemur fram að á síðunni verði upplýsingar aðgengilegar um það hvaða reglur gilda um dýrahald, hvernig auka megi velferð dýra og hvernig brugðist er við í þeim tilvikum þegar reglum er ekki fylgt. „Opið er fyrir athugasemdir undir hverri færslu. Fésbókarsíðan er hins vegar hvorki ætluð til þess að veita ráðgjöf um sjúkdóma, greiningu eða meðhöndlun, né til að komast í samband við dýralækni á vakt. Árið 2013 fluttist eftirlit með dýravelferð frá Umhverfisstofnun til Matvælastofnunar. Áður var eingöngu eftirlit með heilsu og velferð búfénaðar og afurðagef- andi dýrum hjá Matvælastofnun, en með sameiningunni færðist eft- irlit með velferð allra dýra undir einn hatt. Gildistaka nýrra laga um velferð dýra árið 2014 hafði í för með sér auknar kröfur um dýra- velferð, uppfærslu á regluverki og skilvirkari þvingunar- og refsiúr- ræði. Ábendingar um grun um van- rækslu eða illa meðferð á dýrum til Matvælastofnunar er mikilvægur liður í að uppgötva og uppræta illa meðferð á dýrum. Betur sjá augu en auga og hefur fjöldi ábendinga frá almenningi aukist til muna á undan- förnum árum,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.