Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Í sumar fóru 24 útskriftarnemendur frá búfræðibraut Landbúnaðar- háskólans í útskriftarferð til Þýskalands, Lúxemborgar, Belgíu og Hollands. Ferðin lá um höfuðborgirnar í síðasttöldu þremur löndunum, en hófst í ármótaborginni Koblenz í Þýskalandi – þar sem árnar Rín og Mósel falla saman. Þema ferðarinnar var, auk þess að heimsækja höfuðborgirnar þrjár, að kynna sér landbúnað á hinum heimsóttu svæðum og var m.a. farið á Libramont landbúnaðarsýninguna, en frá henni var einmitt greint lauslega í síðasta blaði. Í ferðinni var farið í fjölbreyttar faglegar heimsóknir bæði til bænda og fyrirtækja í landbúnaði og verður hér gerð stuttlega grein fyrir einni þeirra, til mjólkurvinnslustöðvar Arla í Pronsfeld í Þýskalandi. Mikilvæg staðsetning Pronsfeld Pronsfeld er lítið 1.000 manna þéttbýli í vesturhluta Þýskalands og er Pronsfeld í lýðveldinu Rhineland-Palatinate, sem er eitt af 16 lýðveldum sem standa að sambandslýðveldinu Þýskalandi. Pronsfeld, sem stendur í rúmlega 300 metra hæð yfir sjávarmáli, er nánast á landamærum Þýskalands, Lúxemborgar og Belgíu og þaðan er einnig afar stutt yfir til Frakklands. Vegna þessarar afar góðu legu Pronsfeld ákvað framleiðenda samvinnufélagið MUH að byggja upp vinnslustöð þarna og var það gert árið 1967. MUH, sem var samvinnufélag kúabænda í Þýskalandi, Lúxemborg og Belgíu, var afar framsýnt félag og var strax horft til vinnslu á geymsluþolinni mjólk og mjólkurvörum og varð MUH fljótt stærsta félagið á sínu sviði í Evrópu. Árið 2011 voru félagsmenn MUH 2.400 og nam innvigtunin í Pronsfeld á þeim tíma 1,3 milljörðum kílóa. Þrátt fyrir sterka stöðu á sviði G-vöru framleiðslu var rekstur MUH erfiður árin eftir hrun og því ákvað stjórn félagsins að leita til annarra og stærri afurðafélaga með samruna í huga. Úr varð að félagið rann inn í Arla árið 2012, sem þá var samvinnufélag kúabænda í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og Englandi. Eftir sameininguna voru kúabændurnir sem stóðu að Arla orðnir nærri 14 þúsund og innvigtun mjólkur á þessum tíma var þá um 14 milljarðar kílóa hjá félaginu. Síðan hefur félagið haft hægt um sig á markaðnum og hefur eigendum fækkað jafnt og þétt eftir því sem bú hætta eða bændur draga sig út úr rekstri t.d. vegna aldurs. Í dag eru eigendur félagsins um 12.500, starfsmenn þess um 19 þúsund og eru mjólkurvörur Arla seldar til fleiri en 100 landa. Næststærsta afurðastöð Evrópu Stjórn Arla ákvað fljótt að nýta heppilega staðsetningu afurðastöðvarinnar í Pronsfeld og var bæði ákveðið að byggja upp enn frekari afurðavinnslu í stöðinni auk þess að nýta hana sem dreifingarmiðstöð fyrir hluta af vörum félagsins. Hjá félaginu í Pronsfeld starfa um 1 þúsund manns og er vinnslan keyrð allan sólarhringinn. Innvigtun mjólkur er í dag sú næst mesta á einum stað í Evrópu eða um 1,6-1,7 milljarðar kílóa á ári. Mjólkin er sótt til rúmlega 2 þúsund kúabúa í um 250 kílómetra radíus frá Pronsfeld og kemur mjólkin frá löndunum fjórum sem áður hafa verið nefnd. Þess má reyndar geta að frönsku kúabændurnir sem leggja inn MUH – samvinnufélag kúabænda í Þýskalandi, Lúxemborg og Belgíu: Ein stærsta afurðastöð Evrópu Nortura í Noregi: Nýtir kjöt af varphænum í hakk til manneldis Nortura í Noregi hefur gert samning við þarlent fyrirtæki, Vingulmark, um að vinna saman að lífrænni eggja framleiðslu og að nýta hænurnar í lok tímabilsins til manneldis sem áður var fargað sem úrgangi. Þetta er nýnæmi í Noregi og kemur í kjölfar neytendaþáttar hjá norska ríkis sjónvarpinu sem sýndi að Svíar nýta hænur til manneldis í lok varptímans og úr þeim er meðal annars gert hænsnahakk og -bollur. Vingulmark selur árlega um 180 tonn af lífrænum eggjum til verslana og í stóreldhús. Eggin koma frá tveimur sveitabæjum í Østfold- fylkinu sem hafa hingað til látið slátra hænunum með gasaðferð sem síðan eru flokkaðar sem úrgangur og nýttar í fóðurgerð. Hænsnakjöt er dýrindisgott og hægt að nýta í marga góða matrétti. Með samvinnunni vill Nortura bæta ímynd sína með því að huga enn frekar að sjálfbærni og umhverfisstefnu til að stemma stigu við matarsóun. Nortura mun sjá um að pakka bæði hænsnakjötinu og eggjunum í neytendapakkningar en í verslunum verður varan merkt sem lífræn frá Vingulmark. /ehg - Bondebladet UTAN ÚR HEIMI Á FAGLEGUM NÓTUM Upplýsingar veittar í síma 823-3340 og í netfangið jonina. bjorg.gisladottir@gmail.com. Myndir sendar í tölvupósti. Pronsfeld er lítið 1.000 manna þéttbýli í vesturhluta Þýskalands og er Pronsfeld í lýðveldinu Rhineland-Palatinate, Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.