Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Kynbótasýningum ársins 2017 lauk með þremur síðsumarssýningum, á Selfossi, í Borgarnesi og á Dalvík í lok ágúst. Á Selfossi hlutu þrír hestar kenndir við Ketilsstaði hæstu dómana. Frami, sem er farsæll keppnishestur, hlaut hæsta dóm sýningarinnar, 8,68. Hann fékk 8,46 fyrir sköpulag og 8,82 fyrir kosti. Þar af hlaut Frami 9,5 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Frami er undan Sveini- Hervari frá Þúfu í Landeyjum og heiðursverðlaunahryssunni Framkvæmd frá Ketilsstöðum en annar sonur hennar, Fákur að nafni, hlaut þriðja hæsta dóm sýningarinnar 8,46. Hann er undan Álfinni frá Syðri-Gegnishólum sem er einnig faðir Stúdents, sem var næsthæstur með 8,59, þar af 9 fyrir tölt og fet. Í Borgarnesi hlutu þrjár hryssur hæstu dómana. Róska frá Hákoti var efst með 8,50 í aðaleinkunn. Hún hlaut 8,55 fyrir sköpulag og 8,47 fyrir kosti. Róska er undan Kjerúlf frá Kollaleiru og Frá frá Hákoti, sem er m.a. móðir Kolku frá Hákoti. Viktoría frá Reykjavík hlaut 8,27 og Kleópatra frá Laugavöllum var þriðja með 8,22 í aðaleinkunn. Á Dalvík hlutu tveir 4 vetra stóðhestar frá Torfunesi hæstu dómana. Hæstur var Þór undan Kolskeggi frá Kjarnholtum I og heiðursverðlaunahryssunni Bylgju frá Torfunesi. Hann hlaut 8,39 í aðaleinkunn, 8,43 fyrir sköpulag og 8,36 fyrir kosti. Þá hlaut Vivaldi, undan Trymbli frá Stóra-Ási og heiðursverðlaunahryssunni Röst frá Torfunesi 8,30 í aðaleinkunn. Hann hlaut 8,59 fyrir sköpulag og 8,11 fyrir kosti. Uppgjör ársins Alls voru kynbótasýningar 18 talsins árið 2017 þar sem kveðnir voru upp 1.268 kynbótadómar. Fullnaðardómar reyndust 1.127 talsins, 347 stóðhestar voru dæmdir, 777 hryssur og þrír geldingar. Þá komu 139 hross í sköpulagsdóm. Þórálfur frá Prestsbæ hlaut hæsta dóm ársins þegar hann fékk 8,94 á Melgerðismelum. Kolskeggur frá Kjarnholtum I hlaut 8,86 á Sörlastöðum, sem reyndist næsthæsti dómur ársins og dómur Árblakks frá Laugasteini upp á 8,83 var þriðji hæsti dómur ársins. Nokkur hross hlutu fullt hús stiga fyrir einstaka þætti kynbótadóms. Katla frá Ketilsstöðum hlaut 10 fyrir tölt, hægt tölt, brokk og vilja og geðslag. Árblakkur frá Laugasteini hlaut 10 fyrir vilja og geðslag. Þrjú hross fengu 10 fyrir skeið; Glóra frá Skógskoti, Goði frá Bjarnarhöfn og Fröken frá Bessastöðum. Skórnir sem hafa slegið í gegn! og fengið frábæra dóma. Baldvin og Þorvaldur, Selfossi Fjalli.is, netverslun Fóðurblandan, Egilsstöðum, Hvolsvelli, Hellu & Selfossi Kaupfélag Vestur Húnvetninga K.M. Þjónustan Búðardal KS verslunin Eyri, Sauðárkróki Hvolsvelli, Blönduósi & Borgarnesi Varahlutaverslun Björns, Hellu Verslunin Tákn, Húsavík Grubs Cityline reiðskórnir eru vatnsheldir, hlýjir og með harðri tá. Opið er víðara en á öðrum gerðum og er því auðvelt að smeygja sér í og úr. Grubs eru framleiddir úr mjúku náttúru- gúmmíi og klæddir með neopreni. VATNSHELDIR MJÚKIR OG ÞÆGILEGIR Cityline 12.900 Woodline 8.900 Midline 14.900 Kynbótasýningar hrossa: Alls voru 1.268 dómar kveðnir upp á árinu HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is Frami frá Ketilsstöðum hlutu 8,68 í aðaleinkunn á síðsumarssýningu. Knapi hans og eigandi er Elin Holst. Folald sumarsins 2017 – Óskað eftir tilnefningum en skilafrestur er til 22. september Eins og tvö undanfarin ár hvetur Bændablaðið hestaáhugafólk til að skila inn ábendingum um folald sumarsins 2017. Óskað er eftir myndum og að rökstuðningur fylgi fyrir hvað það eigi að útnefnast hið eina sanna folald sumarsins. Myndir og texta skal senda til Bændablaðsins á netfangið hk@ bondi.is. Íslensk hross státa af miklum fjölbreytileika í lit og skapgerð ekki síður en íslenska kúakynið og sauðfé landsmanna. Til að skerpa á vitund landsmanna um þessa eiginleika íslenska hestsins kom Páll Imsland með þá hugmynd að gera úr þessu leik með lesendum. Snýst hann um að blaðið birti myndir sem áhugaverðar þykja undir þemanu „Folald sumarsins“. Leikurinn felst í því að lesendur sendi blaðinu fyrir 22 september myndir með upplýsingum og rökstuðningi fyrir að það eigi að útnefnast hið eina sanna folald sumarsins. Nauðsynlegt er að saga fylgi mynd sem rökstyðji eiginleikana. Bent skal á að góð mynd og góð saga getur haft töluverð áhrif á úrslitin. Sagan gæti verið af óvenjulegum vitsmunum folaldsins, vináttutengslum eða óvenjulegum samskiptum manna og dýra. Texti má þó helst ekki vera lengri en 500 orð. Í rökstuðningi þarf líka að tilgreina nafn folalds, fæðingarstað og helst númer í WorldFeng. Einnig foreldra folaldsins og hugsanlega eitthvað frekar um ættarsöguna ef þörf þykir. Þá er nauðsynlegt að nafn höfund mynda fylgi líka. Mikilvægt er að mynd sé í bærilegum gæðum til birtingar og í jpeg formi. Myndir teknar á farsíma geta líka verið brúklegar. Folaldið má hafa til að bera hvaða eiginleika sem vill svo fremi að þeir þyki að einhverju leyti einstakir eða sérstakir, þannig að það skeri sig úr fjöldanum. Dómnefnd undir stjórn Páls Imslands mun síðan meta hvaða folald sé þess verðugt að hljóta þessa útnefningu og fá skjal því til staðfestingar. Ráðgert er að birta myndir af þeim folöldum sem þykja skara fram úr síðar í haust. /HKr. Folald sumarsins 2016 var Von frá Ártúnum ásamt fóstru sinni og eiganda, Höllu Bjarnadóttur, og tveimur austurrískum vinnukonum. VÍNYLPARKET – frábær lausn fyrir heimili, sumarhús, skóla ofl. Flugumýri 34 • 270 Mosfellsbæ Sími 896 9604 • vinylparket.is vinyl golfefni • Viðhaldsfrítt • Níðsterkt • Þolir vatn og þunga trafík • Margir litir Vínylparket fæst smellt, niðurlímt eða lauslagt og í mörgum tilfellum er hægt að leggja það yfir önnur gólfefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.