Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Í fjórðu grein laga um vernd afurða- heita sem vísa til uppruna, landsvæð- is eða hefðbundinnar sérstöðu kemur eftirfarandi fram um skilyrði verndar sem vísar til uppruna. „Heimilt er að veita afurðaheiti, sem vísar til uppruna, vernd á grundvelli skrán- ingar sam- kvæmt lögum þessum ef öll eftir tal inna skilyrða eru uppfyllt: a. ef afurðin er upprunnin á t i l- teknu svæði, stað eða landi, b. ef rekja má gæði eða eiginleika afurðar, verulega eða að öllu leyti, til stað- hátta, að meðtöldum náttúrulegum og mannlegum þáttum, og c. ef framleiðsla, vinnsla og tilreiðsla afurðar fer fram á hinu skilgreinda land- svæði. PDO - Protected designation of origin Vörur sem hljóta Protected designation of origin - PDO vottun í Evrópusambandinu – þurfa að vera, að öllu leyti, framleiddar á þeim stöðum sem gefa hið sérstaka bragð og áferð. Staðir þurfa að vera landfræðilega afmark- aðir – í sumum tilfellum heilu löndin og gæði vörunnar er þá alfarið bundin við náttúru og menningu hins tiltekna svæðis. Sérstaða vörunnar er þannig bæði vegna tiltekinna umhverfisaðstæðna en einnig þurfa að koma til hefðir svæðisins við framleiðslu vörunnar . • Frá tilteknu land- svæði – eða jafnvel tilteknu landi • Þar sem gæði og eing inleikar ákvarðast af landsvæð- inu – bæði náttúrulegum og menn- ingarlegum þáttum. • Þar sem hráefni, vinnsla og fram- reiðsla er alfarið bundið við afmarkað landsvæði. Markaðsráð kindakjöts sækir um vernd fyrir „íslenskt lambakjöt“ – Sóst verður eftir sambærilegri vernd í ESB Markaðsráð kindakjöts hefur sótt um vernd fyrir afurðaheitið „Íslenskt lambakjöt“ (á ensku Icelandic Lamb). Sótt er um á grundvelli laga frá 2014 um vernd afurðaheita sem geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu – og er í tilviki Markaðsráðs kindakjöts sótt um vernd sem vísar til uppruna afurðanna. Neytendavernd og virðisauki Tilgangur laganna er að vernda afurðaheiti til að stuðla að neytenda- vernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Íslensku lögin taka mið af reglugerð Evrópusambandsins um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir og matvæli. Verði umsókn markaðsráðs kinda- kjöts samþykkt á Íslandi verður sóst eftir sambærilegri vernd afurðaheit- isins í Evrópusambandinu ásamt við- eigandi vottunarmerki. Í afurðalýsingu með umsókn Markaðsráðs kindakjöts kemur fram að Íslenskt lambakjöt er afurð af hreinræktuðum lömbum af íslensku sauðfjárkyni enda séu þau fædd og alin á Íslandi og slátrað um fjögurra til fimm mánaða gömlum. „Íslenska sauðfjárkynið er beinn afkomandi sauðfjár sem flutt var hingað til lands með landnámsmönn- um fyrir um 1100 árum. Með alda- langri einangrun mótaðist sérstaða kynsins, bæði vegna náttúruúrvals og vegna krafna sem gerðar hafa verið til fjárins hér á landi á hverjum tíma. […] Íslenska lambið eyðir ævi sinni utandyra og nærist ýmist á ræktuðu graslendi eða á úthaga. Algengt er að tveimur til fjórum vikum eftir burð sé stærstur hluti sauðfjárins rekinn í úthaga en í öðrum tilfellum nærast lömbin á ræktuðu graslendi. Þeir þættir sem hafa mest áhrif á vöxt og þrif lambanna eru næringargildi gróðurs, átgeta og fóðurnýting. Sauðfé bítur helst á frjósamari svæðum, graslendi og í mýrum. Ef sauðfé kemst í fjöru leitar það þangað til beitar, sérstaklega ef lélega beit er að hafa á landi. Bændur sækja lömbin á fjöll á haustin og eru þau rekin í réttir þar sem fé er dregið í sundur og komið til eigenda sinna. Sláturtíð hefst að jafnaði um mánaðamótin ágúst/september og lýkur um mánaðamótin október/ nóvember. Haustlömbum er slátrað í hefðbundinni sláturtíð, eða frá 15. september til 1. nóvember og koma þau beint af úthaga eða ræktuðu landi. Aðstæður til matvælaframleiðslu eru að mörgu leyti sérstakar en kalt loftslag veldur því að hér er ekki þörf á að nota jafn mikið magn af varnarefnum í framleiðslu og víða annars staðar. Lítil mengun, gnægð grunnvatns og hreint loft skipta einnig miklu máli sem og lítil mengun beitarlanda, góð meðferð og aðbúnaður. Þar fyrir utan er framleiðslan undir ströngu regluverki, allt frá frumframleiðslu til vinnslu, pökkunar og sölu afurðarinnar. Bragðgæði íslensks lambakjöts má fyrst og fremst rekja til sauðfjárkynsins og þeirrar staðreyndar að lömbin alast upp í villtri náttúru Íslands. Kjötið ber þess merki að lambið hafi nærst á krydduðum jurtum og villigrösum en smávægilegan mun má greina á bragði kjöts af lambi sem gengið hefur á hálendi, láglendi eða við strendur. Í Norður-Evrópu er lömbum beitt á graslendi sem veldur því að kjötið verður bragðmeira en af lömbum frá Miðjarðarhafi sem eru alin á mjólk. Alþjóðlegar samanburðartilraunir á lambakjöti sem sýna mælingar á gæðaþáttum lambakjöts hafa verið íslenskum sauðfjárbændum hagstæðar. Sérstaða íslenska lambakjötsins felst samkvæmt rannsóknum fyrst og fremst í mikilli meyrni og villibráðarbragði. Talið er að meyrni og fíngerð áferð afurðarinnar sé vegna hás hlutfalls rauðra vöðvaþráða sem rekja megi m.a. til fjárkynsins og beitarvenja þess,“ segir meðal annars í lýsingu Markaðsráðs kindakjöts. Matvælastofnun tilkynnti um umsóknina þann 22. ágúst síðastliðinn og er heimilt að andmæla vernd afurðaheitisins og afurðalýsingu til 22. október 2017. /smh Japanskur kjötskurðarmeistari sem hefur sérhæft sig í skurði á lambakjöti segir að eins og Íslendingar skeri lanbakjöt geti allt að 50% þess farið til spillis í Japan. Hann segir íslenskt lamba- kjöt mjög gott en dýrt en mikill kostur að það sé lyktarlaust. Yoshinori Ito, slátrari og kjöt- skurðarmeistari, hefur sérhæft sig í skurði á lambakjöti og 95% afurða sem fyrirtækið sem hann starfar hjá er lambakjöt. Ido var á Íslandi fyrir skömmu í boði Icelandic lamb og sláturleyfishafa. Hann heimsótti meðal annars sláturhús og slát- urleyfishafa og sýndi hvernig Japanir skera lambakjöt. Japanir vilja kjötið öðruvísi skorið „Munurinn á því hvernig Íslendingar og Japanir skera lambakjöt er að í Japan er kjötið skorið þynnra og í minni stykki. Íslendingar skera kjötið í stór stykki og á röngum stöðum fyrir Japansmarkað. Eins og Íslendingar skera kjötið verði nýting þess mjög slæm fyrir okkur og vöðvarnir nýtast illa og allt að 50% kjötsins fer til spillis. Japanir vilja fá kjötið sitt smátt skorið og til að íslenska kjötið nýtist okkur vel þarf að grófhluta það öðruvísi en gert er í dag. Önnur ástæða fyrir því að ég heimsæki Ísland núna er að útskýra fyrir afurðasölum hér af hverju þetta er og sýna þeim hvernig við viljum að lambakjötið sé skorið.“ Ito segist einnig að ef Íslendingar vönduðu sig betur við skurðinn á lambakjöti myndi nýtingin á því verða betri og hærra verð fást fyrir afurðirnar. 95,5% af lambakjöti flutt inn „Neysla á lambakjöti í Japan er ekki nema 20 þúsund tonn á ári og þar af er innanlandsframleiðslan ekki nema 0,5%, eða um 100 tonn. Það sem vantar upp á neysluna er flutt inn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi.“ Ito segir að hann sé meðal annars staddur hér á landi til að kanna möguleikana á innflutningi á lambakjöti til Japans frá Íslandi. „Íslenska lambakjötið er dýrt í samanburði við lambakjöt frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi, en kosturinn við íslenska kjötið er að það er engin lykt af því og Japönum finnst lyktin af ástralska og nýsjálenska kjötinu og lambakjöti yfirhöfuð vond. Ég held að ástæðan fyrir lyktarleysi íslenska kjötsins sé að íslensk lömb eru alin til fjalla og í óbyggðum en í Ástralíu og Nýja- Sjálandi á ræktuðu beitilandi og í þéttum hópum.“ Að sögn Ito er svipað að segja um íslenskt ærkjöt og einnig möguleika á sölu á því til Japan. Icelandic lamb sendi prufur af ær- og lambakjöti til Japans á síðasta ári og segir Ito að kjötið þyki bragðgott. „Verðið er bara því miður hátt og þar sem verð á lambakjöti í Japan er mjög lágt er eina leiðin til að markaðssetja íslenska kjötið sem hágæða lúxusvöru. Til þess að slíkt sé hægt verðum við að fá kjötið rétt skorið til að nýta það sem best.“ Kynntist íslensku lambakjöti á matvælasýningu Með Ito í heimsókn hans til Íslands er Takashi Kanayachi, umboðsmaður Icelandic lamb í Japan. Kanayachi segist hafa fyrst smakkað íslensk lambakjöt á matvælasýningu í Tókýó í febrúar á þessu ári. „Ég varð strax mjög hrifinn af kjötinu og setti mig í samband við Íslendingana á sýningunni. Síðan þá höfum við fengið um 150 tonn af lambakjöti til Japans og vonandi á magnið eftir að aukast mikið í framtíðinni.“ Hefð fyrir lambakjötsneyslu á Hokkaido Ito er frá Sapporo á Hokkaido. Hann segir að þrátt fyrir að lambakjötsneysla sé ekki mikil í Japan sé hefð fyrir henni á Hokkaido sem er eyja norðarlega í japanska eyjaklasanum. „Vetur geta verið kaldir á Hokkaido og eyjarskeggjar hafa lengi alið þar sauðfé vegna ullarinnar og kjötsins.“ Gengis Khan Helsti lambarétturinn á Hokkaido kallast Gengis Khan og þykir uppskriftin meðal annars góð til að ná lyktinni úr ærkjöti. „Kjötið er skorið mjög þunnt og marinerað í kryddlegi og steikt eldsnöggt á vel heitri pönnu. Önnur aðferð er að skera kjötið þunnt og sleppa því að marinera það en í staðinn er kjötinu stungið í sterka sósu eftir að það er steikt,“ segir Ito að lokum. /VH Japanskur lambakjötskurðarmeistari sýndi kjötskurð: Helmingur kjöts getur farið til spillis vegna rangs skurðar FRÉTTIR Yoshinori Ito, sérfræðingur í skurði lambakjöts, Takashi Kamayachi, umboðsmaður Icelandic lamb í Japan, og Erlendur Á Garðarsson, framkvæmdastjóri IM ehf. Mynd / VH Vernd afurðaheita á Íslandi og í Evrópusambandinu Yoshinori Ito kynnir japanskt handverk við kjötskurð. Mynd / Geirix.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.