Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Ólafur Egilsson og Ólöf Guðmundasdóttir, afi og amma Agnesar Óskarsdóttur, bjuggu áður á Hundastapa. „Árið 2003 var hringt í okkur og við spurð hvort við myndum vilja taka við. Það er frábært að geta haldið þessu innan fjölskyldunnar – og án þeirra hefði þetta aldrei verið hægt,“ segir Agnes. „Þegar við komum árið 2002 var básafjós með 26 básum. Við fórum í að byggja lausagöngufjós fyrir 60 með mjaltarbás árið 2005 og erum núna að setja upp GEA-monobox róbot. Býli: Hundastapi. Staðsett í sveit: Á Mýrum í Borgarbyggð. Ábúendur: Halldór Jónas Gunnlaugsson og Agnes Óskarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Halldór og Agnes, drengir fjórir; Jóhannes, 14 ára, Óskar, 12 ára, Ólafur, 10 ára og Sigurþór, 6 ára. Hundarnir Bolti, Lykkja og Rökkvi og kisurnar Kisa og Prins. Stærð jarðar? Um það bil 900 hektarar. Gerð bús? Blandað, aðallega mjólk- urbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 60 mjólkurkýr, 70 kvígur í uppeldi, 100 kindur, 6 hestar (í hagagöngu) 15 hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vaknað um klukkan 7, strákarnir fara í skólann. Þá er að mjólka og svo tekur við hér að gefa og hafa yfirumsjón með öllu, sjá til að allir hafi eitthvað að maula og drekka. Um þrjú leytið koma drengir úr skóla og þá þarf að næra líka, sinna heimanámi og annað sem fellur til. Þegar klukkan er sex förum við út að mjólka til átta, þá er oftast látið gott heita af vinnu. Stundum þarf að hafa tíma til að sinna verslun- inni Ljómalind sem Agnes rekur með níu öðrum í Borgarnesi. Þar eru vörur seldar beint frá býli og handverk frá Vesturlandi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ekkert er leiðinlegast eða skemmtilegast, allt eru þetta verkefni sem þarf að takast á við. En alltaf er erfitt að þurfa að farga góðum skepnum, litlum sem stór- um. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í bullandi blóma, búin að stækka aðeins meira en alltaf á leiðinni fram á við. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Æi, það mætti vera meiri samstaða. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, með bjartsýnina að vopni. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það eru alltaf tækifæri í öllu, þarf bara að hitta á þau og ná að nýta þau. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Sulta, smjörvi, ostur, jógúrt og bjór. Hann er oftast fullur af öllu mögu- legu. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sjávarréttasúpa, rabar- baragrautur með rjóma, hrossalund með bernaise og grænni kartöflu- mús. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það gæti verið þegar við tókum nýja fjósið í notkun árið 2005 eða þá þegar við tökum GEA- monobox róbot í notkun í þessum mánuði. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Nokkrir þjóðlegir réttir að hausti Bjarni Gunnar er á þjóðlegum nótum að þessu sinni og gefur hér uppskriftir að réttum sem hann eldaði nýlega vegna sjónvarpsupp- töku á ferðaþætti um Ísland. Lamabakjöt „tartar“ með ferskum jurtum › 200 g hrátt lambakjöt › 1 saxaður laukur › nokkur kapers › 1 hrá rófa eða marglit rauðrófa › 1 sítróna › 30 ml góð olía Aðferð Skerið vöðvann þunnt og svo aftur í bita. Gott er að skera hann hálffrosinn. Færið upp á disk eða fat. Saxið laukinn og dreifið fallega yfir kjötið ásamt kapers og olíu. Berið fram með sítrónu og hráum rófusneiðum. Ekki sakar að sáldra ferskum kryddjurtum yfir kjötið og bera jafnvel smávegis kál fram með því. Fyrir þá sem vilja gera þunn laufabrauð þá er það þjóðleg framsetning með lambinu. Annars má nota ristað brauð eða flatkökur. Sætur gljái › 200 g krækiber › 100 g sykur eða hunang › 50 ml gott edik › salt og pipar Hægsjóðið berin í sykrinum, sigtið og sjóðið niður um helming eða þar til vökvinn fer að þykkna. Kælið. Afbragð með hráu hangikjöti eða gröfnu kjöti. Þunnt steikt brauð Laufabrauð er næfurþunn hveitikaka sem oft er borin fram með hangikjöti og hefur lengi tengst íslensku jólahaldi en það má nota allt árið til að gefa gestum að smakka á þjóðlegum rétti. › ¼ l rjómi › ½ tsk. lyftiduft › 600–700 g hveiti › kúmen ef vill (um 1½ tsk.) › ½ tsk. salt › ¾ l vatn › 1 tsk. sykur › heit olía til steikingar Vatn og rjómi er hitað að suðu. Ef kúmen er notað er það hitað með og síðan sigtað frá. Þurrefnum er blandað saman. Ekki er víst að þurfi allt hveitið svo ágætt er að taka frá um 100 g og bæta frekar við deigið ef þess þarf. Mesti hitinn er látinn rjúka úr rjómablöndunni og hún síðan sett saman við þurrefnin. Þetta er hnoðað þar til deigið sleppir borði og er mjúkt og meðfærilegt. Varast skal að hnoða of lengi því þá verður deigið seigt. Rúllað í lengju og vafið með plast- filmu og geymt á köldum stað í að minnsta kosti hálfa klukkustund. Skorið í bita og flatt út mjög þunnt með kökukefli. Skorið. Hver kaka er pikkuð með gaffli eða hnífsoddi um leið og búið er að skera í hana. Kökurnar eru svo steiktar í vel heitri feiti. Og framreitt með lambinu. Steiktur þorskur með þurrkuðum harðfisk › Fjórir þorskhnakkar (180–200 g stykkið). › Rifinn börkur af einni sítrónu › olía › 50 g sykur › 70 g salt › Nokkrir bitar af harðfiski sem hefur verið barinn eða unninn í matvinnslu- vél svo það komi létt og loftkennd áferð á fiskinn. Leggið þorskinn í bakka með salti, sykri og sítrónuberki og látið marinerast í 20 mín. Skolið svo fiskinn og þurrkið hann. Steikið hann loks á rjúkandi heitri pönnu með olíu. Framreiðið með kartöflum, harðfisk-mulningi og kryddjurta- majónessósunni. Dill-majónessósa › 2 eggjarauður › 2 tsk. edik › 1 tsk. sinnep › 3 msk. saxað dill › 200 ml olía › Smá salt Setjið eggjarauður, edik, sinnep og salt í skál og blandið vel saman með pískara. Hellið því næst olíunni og kryddið til með dilli. Bláberjaostaeftirréttur › 4 súraldin (lime) › 550 g rjómaostur › 100 g bláberjasulta › 2 dl rjómi › ½ pakki fersk minta í eldhúsinu › ¾ dl vatn › 125 g sykur (gott að nota hrásykur) Sjóðið vatn og sykur saman í potti. Raspið börkinn af súraldininu og setjið út í ásamt safanum og saxið mintuna út í. Kælið. Léttþeytið rjómann. Hrærið saman bláberjasultu og rjóma ost. Blandið öllu úr pottinum saman við rjómaostsblönduna með sleif og svo varlega saman við rjómann. Kælið í nokkra tíma. Framreitt með ferskum berjum. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Hundastapi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.