Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 FRÉTTIR Sveitarstjórnir á landsbyggðinni hafa á undanförnum vikum lýst áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda; vegna lækkana á afurðaverði og erfiðleika með afsetningu á þeirra afurðum. Er skorað á stjórnvöld að leita leiða til að leysa vanda þeirra enda hafi búseta víða í þessum sveitum grundvallast á búskap þeirra. Borgarbyggð með fjárflestu sveitarfélögunum Byggðaráð Borgarráðs ályktaði 24. ágúst um rekstrarerfiðleikana sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir um þessar mundir. „Byggðaráð Borgarbyggðar lýsir miklum áhyggjum yfir boðaðri lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda á komandi sláturtíð. Haustið 2015 var vegið meðalafurðaverð til bænda um 600 kr./kg. Haustið 2016 lækkaði afurðaverð til sauðfjárbænda um ríflega 10% og var vegið meðalverð um 538 kr./kg. Haustið 2017 eru enn boðaðar verðlækkanir, allt að 35%, og gangi þær spár eftir mun afurðaverð falla niður í um 350 kr./ kg. Sauðfjárrækt er þýðingarmikill hluti af búrekstri og búsetu í sveitarfélaginu. Borgarbyggð er eitt af fjárflestu sveitarfélögum landsins. Því skiptir miklu máli að við fyrrgreindri þróun sé brugðist af stjórnvöldum af ábyrgð og raunsæi. Fyrirsjáanlegar verðlækkanir á afurðaverði til bænda munu leiða af sér mikið tekjutap fyrir bændur og víða getur skapast forsendubrestur fyrir áframhaldandi búrekstri. Sérstaklega munu ungir skuldsettir bændur verða illa úti við þessar aðstæður. Byggðarráð Borgarbyggðar skorar á ráðherra landbúnaðarmála, ráðherra byggðamála, forystu bænda, afurðastöðvar og aðra hlutaðeigandi að leggja sig alla fram til að leysa þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin varðandi verðlagningu og afsetningu sauðfjárafurða,“ segir í bókun byggðaráðs. Um 160 milljóna króna tekjulækkun í Dalabyggð Á fundi sveitarstjórnar Dala byggðar þann 22. ágúst var minnisblað Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðar- ins lagt fram um áhrif tekjulækk- unar sauðfjárbænda í Dalabyggð. Í Dalabyggð voru tæplega 29.000 vetrarfóðraðar kindur veturinn 2016–2017 og búfjáreigendur voru 91 talsins. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2015 var 402 milljónir króna, haustið 2016 392,6 milljónir króna og er verðmætið áætlað 242 milljónir króna haustið 2017. Áætluð tekjulækkun miðað við afurðaverð er því 160 milljónir króna í Dalabyggð. Á fundinum var lögð fram eftir- farandi bókun, sem samþykkt var í einu hljóði. „Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar og áhrifum tekju- samdráttar á bændur og samfélag- ið allt en sauðfjárrækt er megin- atvinnugrein íbúa Dalabyggðar. Boðuð lækkun afurðaverðs veldur forsendubresti í rekstri marga sauð- fjárbúa og mun hafa alvarleg áhrif á aðra starfsemi í sveitarfélaginu. Dalabyggð hefur glímt við fólks- fækkun til margra ára og má ekki við frekari samdrætti.“ Sauðfjárbú 93 með 330 íbúum í Húnaþingi vestra Landbúnaðarráð Húnaþings vestra fundaði um stöðu sauðfjárræktar 23. ágúst og tók undir með bókun byggðaráðs Húnaþings vestra frá 21. ágúst. Þar segir: „Byggðaráð Húnaþings vestra lýsir yfir miklum áhyggjum af boðaðri lækkun á verði til sauðfjárbænda á komandi sláturtíð, en um 28% íbúa sveitarfélagsins búa á sauðfjárbýlum og ljóst að fyrirhugað tekjutap bænda hefur ekki aðeins áhrif á einstaka fjölskyldur heldur samfélagið allt. Mikið er af afleiddum störfum vegna sauðfjárræktar í sveitarfélaginu og ef rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa hrynur þá mun í kjölfarið draga úr annarri starfsemi s.s. fækkun starfa í sláturhúsi, minnkandi umsvif matvöruverslunar, pakkhúss og hafnarinnar, á bifreiðaverkstæðum, bókhaldsþjónustu, sem og annarri almennri þjónustu. Haustið 2015 var vegið meðal a- furðaverð til bænda um 600 kr./kg. Haustið 2016 lækkaði afurðaverð til sauðfjárbænda um ríflega 10% og var vegið meðalverð um 538 kr./ kg. Haustið 2017 eru enn boðaðar verðlækkanir, allt að 35%, og gangi þær spár eftir mun afurðaverð falla niður í um 350 kr./kg. Miðað við þessar forsendur er heildarlækkun afurðaverðs í sveitarfélaginu um 145 milljónir króna frá haustinu 2016. Sé hins vegar litið aftur til ársins 2015 er heildarlækkunin um 186 milljónir króna á tveggja ára tímabili. Verði af þeim lækkunum á verði til bænda sem afurðastöðvar á svæðinu hafa boðað nú í haust er ljóst að um gríðarlegt tekjutap er að ræða og í raun forsendubrest í rekstri flestra sauðfjárbúa. Afar ólíklegt er að sauðfjárbændur geti staðið við þær skuldbindingar sem stofnað hefur verið til í gegnum árin og miðuðu við aðrar forsendur en menn standa frammi fyrir í dag. Hætt er við að bændur lendi í fátækragildru með ófyrirséðum áhrifum fyrir samfélagið allt.“ Einnig segir í ályktun lanbúnaðar- ráðs Húnaþings vestra: „Sauðfjárbú í Húnaþingi vestra eru 93 með um 330 íbúum. Fyrir meðalheimili er þessi tekjumissir meiri en flest heimili ráða við, sérstaklega þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að breyting verði á í nánustu framtíð.“ Sauðfjárrækt undirstaða byggðar í Húnavatnshreppi Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun vegna lækkunar á afurða- verði til bænda á fundi sínum sem haldinn var 16. ágúst. Þar segir m.a.: „Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á verði til sauð- fjárbænda í komandi sláturtíð. Verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika er rekstrar- grundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Afleiðingarnar verða, hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfelld byggðaröskun. Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leið- andi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi. S a u ð f j á r b ú s k a p u r e r stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og hefur boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda gífurleg áhrif á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild.“ Um tveggja milljarða króna launalækkun á tveimur árum Í bókun bæjarstjórnar Horna- fjarðar frá 24. ágúst er lýst þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktarinnar í landinu. „Þær miklu afurðaverðslækkanir sem boðaðar hafa verið í haust auk seinkana á greiðslum munu valda bændum verulegum vanda á næstu mánuðum. Ljóst er að sauðfjárbændur munu eiga í erfiðleikum með að standa við skuldbindingar sínar. Boðuð lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í haust þýðir 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina í heild, sem bætist við 600 milljóna launalækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra. Bæjarstjórn skorar á afurðastöðvar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn Íslands að bregðast við þeim mikla vanda sem fyrirsjáanlegur er.“ Sveitarstjórn Flóahrepps hefur áhyggjur af stöðunni Sveitarstjórn Flóahrepps sendi einnig frá sér ályktun vegna vanda sauðfjárræktarinnar í landinu. „Sveitarstjórn Flóahrepps tekur undir áhyggjur sauðfjárbænda í Árnessýslu vegna umræðu um fyrirhugaða lækkun á verði kjötafurða til bænda og hvetur ríkisvaldið til að koma með afgerandi hætti að þeim vanda sem stéttin stendur frammi fyrir. Ljóst er að afkoma og framtíð margra heimila, bæði í dreif- og þéttbýli, er undir því komin að brugðist verði við með skjótum hætti. Sauðfjárbændur eru eins og aðrir frumframleiðendur einn af þeim nauðsynlegu hlekkjunum í þeirri keðju sem gerir þjóð að þjóð og samfélag að samfélagi, hluti af því að byggð haldist í landinu og fæðuöryggi sé tryggt. Sveitarstjórnin bendir einnig á að að landbúnaður njóti stuðnings um lengri eða skemmri tíma sé ekki séríslenskt fyrirbæri og ekkert sem þjóðin þarf að skammast sín fyrir. „Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að bændur stundi sauðfjárrækt til lengri tíma eingöngu fyrir ánægjuna eina saman og gera verður ráð fyrir því að til þess að viðhalda greininni þá þurfi að vera hægt að hafa af búgreininni lífsviðurværi. Sveitarstjórn Flóahrepps skorar á ríkisvaldið að setjast með jákvæðu hugarfari að fundarborði með fulltrúum Landssambands sauðfjárbænda með það að leiðarljósi að koma til hjálpar einni elstu starfsstétt þjóðarinnar í tímabundnum erfiðleikum.“ Áhyggjur af 100 búum í Þingeyjarsveit „Ljóst er að lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda muni koma illa niður á sauðfjárbændum í sveitarfélaginu,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar nýverið. Í Þingeyjarsveit eru um 100 bú sem byggja afkomu sína m.a. á sauðfjárbúskap og fjöldi sauðfjár í sveitarfélaginu er um 18.000. Fram kemur í ályktuninni að slík skerðing á tekjum muni fyrst og fremst leiða til lækkunar launa sauðfjárbænda. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að tækifæri felist í aukinni samvinnu land- búnaðar og ferðaþjónustu sem hægt sé að nýta mun betur en gert er nú. „Leggja þarf meiri áherslu á markaðssetningu og vöruþróun innanlands fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim,“ segir í ályktun frá Þingeyjarsveit. Sveitarstjórn skorar á forystu- menn sauðfjárbænda, sláturleyfis- hafa, ráðherra og ráðamenn þjóðarinnar að finna framtíðarlausn á þessum alvarlega vanda sem steðjar að greininni. /smh/MÞÞ/MH Sveitarstjórnir víða um land lýsa áhyggjum yfir stöðu sauðfjárbænda: Óttast hrun í sauðfjárrækt og stórfellda byggðaröskun – miðað við framkomið afurðaverð sláturleyfishafa Frá fjölmennum fundi sauðfjárbænda á Blönduósi 30. ágúst síðastliðinn. Ágúst Andrésson, formaður Landssam- Mynd / MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.