Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Byggðaráð Blönduóss og lækkun afurðaverðs: Veldur forsendubresti í rekstri sauðfjárbúa Byggðaráð Blönduósbæjar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda. Skorar ráðið á ráðherra landbúnaðarmála og ráðherra byggðamála, sem og á þingmenn kjördæmisins, að beita sér fyrir því að málefni sauðfjárbænda verði leyst með farsælum hætti. Í samþykkt byggðaráðs sem samþykkt var samhljóða á fundi þess nýverið kemur fram að verði af þeim lækkunum á verði til bænda sem boðaðar hafa verið í haust sé ljóst að um gríðarlegt tekjutap verði að ræða og í raun valdi þær forsendubresti í rekstri flestra sauðfjárbúa. Fleiri sveitarstjórnir á svæðinu, svo sem í Húnavatnshreppi, og byggðaráð Húnaþings vestra hafa lýst yfir sömu áhyggjum vegna stöðu sauðfjárbænda og hefur verið skorað á þingmenn kjördæmisins sem og ráðherra að beita sér fyrir því að mál- efni þeirra verði leyst með farsælum hætti. /MÞÞ Það var þungt hljóð í mörgum bændum sem tóku til máls á fundi í Ýdölum, enda sjá þeir fram á mikla tekjuskerðingu. Mynd / HKr. Sauðfjárbændur úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum á fundi í Ýdölum: Allar bjargir í raun bannaðar – Verða að taka því verði sem í boði er Sauðfjárbændur úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum komu á dögun- um saman til fundar í Ýdölum í Aðaldal, en til hans hafði verið boðað vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem blasir við í sauðfjárrækt í kjölfar 35% lækkunar á afurða- verði til bænda, sem sláturleyfis- hafar hafa boðað. Fulltrúar úr stjórnum Bændasamtakanna og Landssambands sauðfjárbænda voru á staðnum og sögðu m.a. frá viðræðum sínum við ráðherra landbúnaðarmála og þeim hug- myndum sem ræddar hafa verið til lausnar á vandanum. Fram kom á fundinum gagnrýni á ráðherra landbúnaðarmála fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við vandan- um, en ljóst var strax í mars að það stefndi í óefni í haust og var ráðherra látinn vita af því þá. Hugmyndir ráðherra um að fækka fé um 20% strax í haust féllu í frekar grýttan jarðveg og töldu fundarmenn það útilokað að svo mikil fækkun væri framkvæmanleg, né heldur að vilji væri fyrir því hjá bændum að fækka um 90.000 kindur í einum grænum í haust. Þeir sem til máls tóku töldu þó flestir að fækkun á fé yrði að eiga sér stað og að margir sauðfjárbænd- ur komi til með að fækka fé nú í haust, en fækkunin yrði ekki svona mikil á einu bretti þegar aðkoma ríkisins væri óljós. Þungt hljóð enda mikil tekjuskerðing Það var þungt hljóð í mörgum bænd- um sem tóku til máls enda sjá þeir fram á mikla tekjuskerðingu. Ljóst væri að byggð í sumum héruðum landsins væri undir og fáar atvinnu- greinar þyldu 35% lækkun nú, til viðbótar við 10% lækkun árið 2016. Mikil umræða var um það á fundinum hve miklar birgðir væru raunverulega til af lambakjöti í upp- hafi sláturtíðar og töldu margir að þær væru ofmetnar. Margir lýstu yfir furðu á því hve erfitt væri að fá áreiðanlegar tölur um þetta. Margir lýstu einnig yfir furðu sinni á því að erfitt væri að koma auga á lamba- kjöt í mörgum verslunum þessa dag- ana og væri það furðulegt í ljósi umræðunnar um að of mikið væri til af kjöti í landinu nú í upphafi sláturtíðar. Tekur mörg ár að hífa verðið upp á ný Margir höfðu áhyggjur af því að þetta verð sem væri í boði fyrir kjöt- ið í haust væri komið til með að vera og það tæki mörg ár að hífa það aftur upp. Vel borgandi markaðir erlendis væru ekki fyrir hendi, gengi krón- unnar væri útflutningi óhagstæður og viðskipti við Rússland væri ekki möguleg. Innanlandsmarkaður væri eini markaðurinn sem væri í boði og hann væri yfirfullur um þessar mundir. Það eina sem bændur gætu vonast eftir væri að allur almenning- ur í landinu færi að borða meira af lambakjöti til að jafnvægi kæmist á. Ef bændur fengju ekki raunhæf verkfæri til að losna við umframkjöt í útflutning á næstu tveimur árum væri þetta lága verð komið til með að vera. Einn bóndi varpaði því fram að það væri auðvitað óbúandi við það að vita ekki afurðaverðið sem greiða ætti fyrir innlegg næsta árs, fyrr en rétt áður en sláturtíð hefst. Bændur þyrftu helst að vita verðið heilu ári fyrr, svo þeir geti gert ráðstafanir í samræmi við það. Sauðfjárbændur væru í þeirri ömurlegu stöðu að geta ekkert gert. Þeir gætu ekki annað en tekið því verði sem í boði væri hverju sinni. Sauðfjárbændum væri í raun allar bjargir bannaðar. Vörpuðu fram hugmyndum Ýmsum hugmyndum til lausnar á vandamálinu var varpað fram á fundinum, eins og td. að reyna að fá lánastofnanir til þess að inn- heimta ekki vexti af lánum sauð- fjárbænda tímabundið, eða á meðan þetta ástand varir. Hugmynd um að Byggðastofnun komi í lið með sauð- fjárbændum með yfirtöku á lánum þeirra og breytingar á skilmálum í kjölfarið var líka varpað fram. Hugmynd um að láta ærnar bera seinna á vorin til að lömbin verði léttari við slátrun og minnka þar með heildarkjötmagnið sem slátrað er að hausti, kom einnig fram. Þingmaður Norðausturkjördæmis og fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var viðstaddur fundinn og ávarpaði hann bændur. Sigmundur reyndi að stappa stálinu í bændur og minnti á það að þeir hefðu meiri stuðning almennings heldur en ætla mætti af umræðunni í sumum fjölmiðlum og taldi að það ætti eftir að koma í ljós þegar frá líður. Aðrir þingmenn kjör- dæmisins voru ekki á fundinum að því er fram kemur á vefnum 641.is þar sem sagt er frá fundinum. /MÞÞ Húnavatnshreppur: Vilja kanna möguleika á sameiningu Sveitarstjórn Húnavatnshrepps telur eðlilegast að sveitarfélögin fjögur í Austur-Húnavatnssýslu kanni möguleika á sameiningu. Fjallað var um sameiningarmál á fundi sveitarstjórnar á dögunum og segir í samþykkt frá þeim fundi að samstarf sveitarfélaga sé mikið, meðal annars í byggðasamlögum um rekstur stórra málaflokka. Það samstarf sé með ágætum en óneitanlega þyngra í vöfum en ef um eitt sameinað sveitarfélag væri að ræða. Eflir getu til að veita þjónustu „Í sameinuðu sveitarfélagi í Austur- Húnavatnssýslu byggju um 1.850 íbúar og vegalengdir innan sveitar- félagsins eru ekki hamlandi. Að mati sveitarstjórnar Húnavatnshrepps ætti sameinað sveitarfélag Í Austur- Húnavatnsýslu að hafa burði til að veita íbúum sínum góða þjónustu og hefði nægilegan styrk til að bæta hag íbúanna til framtíðar,“ segir í samþykktinni. /MÞÞ Grýtubakkahreppur: Rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa algjörlega brostinn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur, líkt og mörg sveitarfélög önnur, lýst yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi slát- urtíð. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Nú, annað árið í röð, standi sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verði því engin. Hrun í greininni og stórfelld byggðaröskun Miklir fjárhagsörðugleikar blasi við, sérstaklega skuldsettum bændum. Tekjuskerðing komi augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap. Afleiðingarnar verða hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfelld byggðaröskun þar sem sauðfjárrækt er víða undirstaða byggðar. „Sauðfjárbúskapur er mikilvæg atvinnugrein í Grýtubakkahreppi og hefur boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda gífurleg áhrif á afkomu margra heimila í Grýtubakkahreppi,“ segir í bókun sveitarstjórnar sem skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er. /MÞÞ „Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun Íslandspósts og mótmælum henni harðlega, þetta getur ekki gengið svona,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli. Pósthúsið hefur verið opið frá 10.00 til 16.00 en frá og með 1. september var hann styttur í 11.00 til 15.00. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur sent frá sér harðorða ályktun þar sem nýja afgreiðslutímanum er mótmælt harðlega. „Hvolsvöllur er þjónustukauptún og mikill uppgangur hefur verið í sveitarfélaginu á síðustu árum. Í dreifbýlinu er rekinn öflugur landbúnaður. Þá er ferðaþjónusta ört vaxandi atvinnugrein. Mikilvægt er að öll atvinnustarfsemi hafi aðgang að sendingum sínum sem fyrst á morgnana til að starfsemi þeirra gangi sem skyldi. Þegar hefur póstþjónustu verið hagrætt langt umfram þolmörk á landsbyggðinni“, segir í ályktuninni sem var samþykkt samhljóða. Nýr afgreiðslutími speglar umsvif á svæðinu Brynjar Smári Rúnarsson, upplýs- ingafulltrúi Íslandspósts, var spurð- ur af hverju það væri verið að skerða afgreiðslutímann á Hvolsvelli. „Við höfum litið svo á að 4 tíma opnunartími sé heppilegur á minni stöðum en að sjálfsögðu verðum við að meta stöðuna á hverjum stað fyrir sig og taka ákvörðun út frá hvað hentar hverju sinni. Engir tveir staðir eru eins og því mikilvægt að skoða hvern stað sérstaklega með tilliti til umsvifa og dreifikerfisins. Ástæðan fyrir breytingunni á Hvolsvelli er því fyrst og fremst sú að nýr opn- unartími speglar umsvif á svæðinu,“ segir Brynjar. Þrír starfsmenn vinna á Hvolsvelli. /MHH Skert póstþjónusta í Rangárþingi – Styttri afgreiðslutími á Hvolsvelli Pósthúsið á Hvolsvelli verður framvegis opið frá kl. 11.00 til 15.00 en fyrri afgreiðslutími var frá 10.00 til 16.00. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.