Bændablaðið - 07.09.2017, Síða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017
því að lögð verði ríkari áhersla á
þekkingaröflun sem leitt geti til
betri skilnings á því hvernig stýra
megi efnahringrás í náttúrunni, þar
með á kolefni og köfnunarefni. Í
skýrslunni er bent á að alþjóðleg
samvinna þvert á landamæri hafi
aukið skilning manna á að ofnotk-
un köfnunarefnis sé eitt af stærstu
vandamálunum sem við er að glíma
í landbúnaði. Það sé eitt af vanda-
málunum sem snerti loftmengun,
ofmettun næringarefna í jarðvegi
og vötnum og loftslagsbreytingar.
Til að takast á við þessi vandamál
hafi málum verið hlaðið niður á
ólíkar stofnanir þar sem oft sé lítið
samræmi í aðgerðum.
Í nýlegum úttektum á vegum
European Nitrogen Assessment
og verkefni á vegum OECD hefur
verið skoðað hvernig markvissari
stefnumörkun gæti leitt til betri
árangurs sem jafnframt væri
skilvirkari í kostnaðarlegu tilliti.
Myndaður hefur verið viðbragðs-
hópur á vegum Convention on
Long-Range Transboundary Air
Pollution (CLRTAP), til að draga
úr áhrifum köfnunarefnis (Task
Force on Reactive Nitrogen
(TFRN). Honum er ætlað að skoða
á vísindalegan hátt hvernig draga
megi úr notkun köfnunarefnis
til að mynda grunn sem pólitísk
stefnumótun geti byggt á.
Notkun áburðar í landbúnaði
samhliða losun köfnunarefnisoxíðs
(NOx), m.a. við brennslu jarðefna-
eldsneytis í dráttarvélum, eru sögð
lykilatriði í þessu samhengi.
Norðurlöndin með sérstöðu
Norðurlöndin hafa síðustu 20 ár
vakið athygli á nauðsyn þess að
draga úr losun köfnunarefnis út í
umhverfið. Eigi að síður er losun
köfnunarefnis enn tiltölulega mikil
með hliðsjón af þeim markmiðum
sem sett hafa verið. Einnig með
hliðsjón af regluverki um land-
búnaðinn sem sett hafi verið innan
Evrópusambandsins og á alþjóð-
lega vísu. Norðurlöndin hafa þó
mikla sérstöðu hvað þetta varðar
og sem dæmi hefur Danmörk þegar
dregið úr notkun köfnunarefnis um
50%.
Í skýrslunni segir að til að
tryggja framvindu þessara mála á
Norðurlöndunum, þurfi að beita
harðari löggjöf, markvissari reglu-
gerðum og efnahagslegum hvötum
og/eða auka ráðleggingar og efla
sjálfboðaliðastarf. Þá sé mjög
mikilvægt að ræða og skilja áhrif
mengunar og óvissu sem hún veld-
ur í umhverfinu þó svo að bændur
geti kannski ekki beinlínis stýrt
veðurfarinu með aðgerðum sínum.
Minnkun ammoníaksmengunar
getur líka haft neikvæðar hliðar
Í skýrslunni er líka bent á ódýrustu
leiðirnar til þess t.d. að draga úr
losun ammoníaks (NH3) í landbún-
aði. Ammóníak er litlaus en daunill
lofttegund sem samanstendur af
einni köfnunarefnisfrumeind (N)
og þrem vetnisfrumeindum (H).
Þar er sagt að hægt sé að draga
úr losun ammóníaks í landbúnaði
m.a. með minni notkun köfnunar-
efnis og með því að geyma mykju
í lokuðum tönkum. Einnig megi
endurskoða reglur um dreifingu á
skít en allt þetta þurfi að rannsaka
betur. Þá er mælt með að marg-
víslegt regluverk fyrir landbúnað-
inn verði endurskoða og einfaldað.
Samkvæmt úttekt Umhverfis-
stofnunar Evrópusambandsins
(EEA) hefur dregið verulega úr
ammoníaksmengun í landbún-
aði frá 1990, en þó ekki eins
mikið og annarra mengandi loft-
tegunda. Ekki heldur nægilega til
að standast samþykkt markmið
Sameinuðu þjóðanna. Þá jókst
ammoníaksmengun í landbúnaði í
mörgum ríkjum ESB á árinu 2015.
Í heild jókst þá mengunin milli
ára um 1,8% að meðaltali í ESB-
löndunum. Mest var aukningin í
Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni.
Mikil áskorun og þversagnir
Bent er á að það sé mikil áskorun
að draga úr neikvæðum áhrifum
landbúnaðar á umhverfið.
Horfa þurfi á tæknilegar lausnir
samhliða kerfisbreytingum.
Draga þurfi úr sóun matvæla
og auka skilvirkni í allri
fæðuframleiðslunni. Hugsanlega
líka að stýra neyslumynstri sem
getur haft áhrif til að draga úr
köfnunarefnismengun.
Í skýrslu Norræna ráðherra-
ráðsins segir að í pólitísku tilliti
geti komið upp þversagnir er varða
kolefnisbindingu og nýtingu á
mykju til að framleiða lífrænt
eldsneyti. Það geti leitt til aukins
kolefnisútblásturs. Ef menn dragi
síðan úr eða hætti alveg að bera
húsdýraáburð á tún til að draga úr
ammoníaksmengun, þá geti það líka
leitt til vandamála vegna skorts á
kolefni í jarðvegi.
Áskorunin snýst því um að
framleiða meiri mat með meiri
skilvirkni en um leið að draga úr
mengun. Vissulega ekki einfalt
verkefni en afar brýnt í ljósi
aukinnar mengunar, hlýnunar jarðar
og örrar fjölgunar mannkyns. /HKr.
Fiskdauði í vatni á Indlandi. Köfnunarefni hefur runnið út í vatnið frá nálægu landbúnaðarsvæði og valdið þörunga-
blóma- og súrefnisskorti í vatninu. Mynd / New Indian Express
Fiskdauði í kínversku stöðuvatni vegna köfnunarefnismengunar.
Mynd / Business Insider
Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Jötunn kynnir
Goes Iron og
Goes Cobalt
Lengd: 2.130 mm
Þyngd: 371 kg
Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC
Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK
Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan
Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun
Rafléttistýri (EPS)
Diskabremsur framan og aftan
Bensíntankur 18 L
Bein innspýting (EFI)
Götuskráð
Dekk framan 25x8x12
Dekk aftan 25x10x12
með vsk
IRON 450 Kr. 1.259.000
Lengd: 2.330 mm
Þyngd: 383 kg
Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC
Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK
Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan
Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun
Rafléttistýri (EPS)
Diskabremsur framan og aftan
Bensíntankur 18 L
Bein innspýting (EFI)
Götuskráð
Dekk framan 25x8x12
Dekk aftan 25x10x12
með vsk
Kr. 1.499.000COBALT MAX 550
Lengd: 2.330 mm
Þyngd: 383 kg
Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC
Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK
Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan
Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun
Rafléttistýri (EPS)
Diskabremsur framan og aftan
Bensíntankur 18 L
Bein innspýting (EFI)
Götuskráð
Dekk framan 25x8x12
Dekk aftan 25x10x12
með vsk
Kr. 1.299.000IRON MAX 450