Bændablaðið - 07.09.2017, Page 20

Bændablaðið - 07.09.2017, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Í júní kom út skýrslan „Nordic nitrogen and Agriculture“ sem fjármögnuð var af Norræna ráðherraráðinu. Fjallar hún um köfnunarefni í landbúnaði á norðurslóðum, stefnumótun og ráðstafanir til að draga úr umhverfisáhrifum af völdum þessarar lofttegundar. Þar er lögð áhersla á nauðsyn þess að efla þekkingu til að auka skil- virkni í notkun köfnunarefnis í landbúnaði. Köfnunarefni er frumefni sem er lyktar- og litlaus lofttegund og mest er af í lofthjúpi jarðar, eða um 78%. Köfnunarefni er að finna í öllum lifandi frumum og er nauðsynlegur partur í öllum próteinum, ensímum og við fram- leiðslu á orku við ljóstillífun. Það er m.a. nýtt í stórum stíl í áburð sem notaður er til landbúnaðar. Þótt köfnunarefni sé nauðsyn- legt til allrar ræktunar, þá getur of mikil köfnunarefnisnotkun leitt til mengunar jarðvegs og grunnvatns með alvarlegum afleiðingum. Þá er mjög þekkt neikvæð áhrif köfnun- arefnismengunar á lífríki í vötnum og ám og jafnvel á grunnsævi úti fyrir ströndum öflugra landbún- aðarsvæða. Kröfur um aukna framleiðni og ódýrar afurðir leiða til aukinnar mengunar Stöðugt er verið að gera kröfur um aukna framleiðni í landbúnaði og ódýrari landbúnaðarvörur. Gallinn er bara sá að kröfur um aukna lífmassaframleiðslu á hvern hekt- ara lands hafa krafist stóraukinnar notkunar á köfnunarefnisáburði. Aukin fóður- og nytjajurtafram- leiðsla leiðir líka til aukinnar elds- neytisnotkunar og kolefnismeng- unar. Þar hefur víða verið farin sú leið að auka notkun á lífrænu eldsneyti sem að stærstum hluta er framleidd úr korni. Talað er um sjálfbæra orkuframleiðslu og jafn- vel að hún sé vistvæn. Það hljómar vissulega mjög vel, en samkvæmt skýrslu sem Jan Willem Erisman gerði fyrir Evrópusambandið, leiðir það jafnvel til enn stærri vandamála. Lífrænt eldsneyti kallar á aukna köfnunarefnisnotkun Aukin framleiðsla á lífrænu elds- neyti kallar á enn meiri notkun á köfnunarefnisáburði. Þá er köfnun- arefnisoxíðsmengun (NOx) meiri af notkun lífeldsneytis en af jarð- efnaeldsneyti að því er fram kemur í skýrslu Jan Willem Erisman. Það er einfaldlega sagt vera vegna hærra hlutfalls köfnunarefnis í slíku eldsneyti. NOx er samheiti yfir tvíefna sambönd af oxíði (súrefni) og frumefninu nitri. Þar getur verið um að ræða köfnunarefnisoxíð eða nituroxíði (nitric oxide) og köfn- unarefnis díoxíði (nitrogen diox- ide) sem valda m.a. súru regni. Köfnunarefnisoxíð getur verið hættulegt heilsu manna. Sé allt þetta haft í huga hlýtur sú hugsun yfirvalda á Íslandi að auka notk- un lífdísils í stað hreins dísils af umhverfisástæðum að vera alvar- legt umhugsunarefni svo ekki sé meira sagt. Mest NOx losun er sögð vera í Norður-Ameríku Norður Ameríka losar hlutfalls- lega mest af köfnunarefnisoxíði í heiminum, eða 17,2%, samkvæmt skýrslu Erisman. Þar á eftir kemur Austur- Asía með 14,1% og Evrópa með 13,7%. Landbúnaður í heiminum stend- ur þó einungis fyrir losun á 0,9% köfnunarefnisoxíði. Flutningar á landi eru aftur á móti á bak við 30,7% losunarinnar. Iðnaður stend- ur fyrir 16,9%, orkuframleiðsla er á bak við 15,7%, alþjóðlegur skipa- rekstur stendur fyrir 15% og aðrir flutningar (þ.m.t. flug) standa fyrir 16,2%. Þá stendur eldsneytisbruni á heimilum fyrir 4,5% af losun köfnunarefnisoxíði í heiminum. Aukin rafbílavæðing getur líka leitt til aukinnar mengunar Erisman bendir líka á áhugaverðan hliðaranga þessarar umræðu sem tengist notkun köfnunarefnis í landbúnaði við framleiðslu á líf- rænu eldsneyti. Aukin rafvæðing í samgöngum geti nefnilega kallað á enn meiri NOx útblástur vegna framleiðslu á raforku. Þótt það eigi ekki við á Íslandi, þá er Ísland ekki stórt í stóra samhenginu, t.d. í samanburði við veruleikann í ESB. Þetta getur því þýtt, allavega til skamms tíma, að rafbílavæðingin í Evrópu leiði til meiri mengunar og minni skilvirkni í orkunýtingu en áframhaldandi notkun farartækja með sprengihreyflum. Í öllu falli á meðan framleiða þarf raforkuna með kolum, jarðefnaeldsneyti, líf- rænu eldsneyti, gasi eða kjarn orku. Ofnotkun köfnunarefnis og óskilvirkni í aðgerðum Í skýrslu Norræna ráðherra ráðsins er sjónum nær eingöngu beint að köfnunarefnisnotkun í landbúnaði. Ekki er þó tekin nein hörð afstaða í málinu. Þar segir að mjög vaxandi áhugi sé á alþjóðlega vísu fyrir Skýrsla á vegum Norræna ráðherraráðsins telur brýnt að berjast um nauðsynlega en mengandi lofttegund: Athygli vakin á baráttu gegn ofnotkun köfnunarefnis í landbúnaði – Mikil áskorun en um leið vandasöm pólitísk glíma við margvíslegar þversagnir í umhverfismálum þar sem fátt er um töfralausnir Hörður Kristjánsson hk@bondi.is FRÉTTASKÝRING - Mynd / BBL

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.