Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 2

Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 20192 Eins og fram kom í síðasta Bændablaði var Sveinn Margeirsson, fyrirverandi forstjóri Matís, tekin til skýrslutöku hjá lögreglunni á dögunum vegna mála frá því í október á síðasta ári. Hann stýrði þá nýrri aðferð við heimaslátrun sem Matís hefur þróað – svokallaðri örslátrun – á bænum Birkihlíð í Skagafirði og seldi afurðirnar á bændamarkaði á Hofsósi. Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, var einnig kallaður til skýrslutöku síðasta haust og telur sig ranglega liggja undir grun um að eiga einhverja sök í málinu. „Matvælastofnun lagði málið þannig upp fyrir lögregluna að ég hefði komið að því að selja kjötið á Bændamarkaðnum í Hofsósi, sem er alveg út í hött,“ segir Þröstur. „Þeim var fullkunnugt um að þetta var verkefni á vegum Matís, þeir kjósa að vilja ekki skilja það að Matís hafi verið með þetta verkefni.“ Voru lög brotin í Birkihlíð? „Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra fjallaði svo um málið og þar kemur skýrt fram að ekkert brot hafi verið framið í Birkihlíð. Síðan kýs Mast að kæra okkur Svein persónulega, sem er mjög skrýtið þar sem heilbrigðiseftirlitið er búið að fjalla um málið. Þar sem Sveinn er að vinna hjá Matís, sem er opinber stofnun, og hlutverk þeirrar stofununar er að auka verðmæti afurða og rannsaka hlutina og gera prófanir sem þeir voru klárlega að gera með þessu örsláturhúsverkefni. Af hverju kærðu þeir ekki Matís? Mér finnst líka skrýtið að þessi skýrsla frá Matís um þetta örsláturhúsverkefni skuli ekki koma út, veit ekki betur en hún sé löngu tilbúin,“ segir Þröstur. Í svari Einars Thorlacius, lögfræðings hjá Matvælastofnun, við fyrirspurn blaðamanns, kemur fram að farið hafi verið fram á opinbera rannsókn á þætti Þrastar og þeir Sveinn væru grunaðir um að hafa tekið þátt í að brjóta lög um slátrun og sláturafurðir. „Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé í starfsstöð sem ekki hafði leyfi til slátrunar og að dreifa og setja á markað afurðir af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf. Afurðirnar voru því óhæfar til manneldis og með öllu óheimilt að dreifa þeim og markaðssetja með þeim hætti sem reyndin var,“ segir í svarinu. Bændur gætu stóraukið verðmæti sinna afurða „Því miður var Sveini sagt upp – sem er mjög miður. Það mættu fleiri hafa áhuga á því að auka verðmæti afurða bænda. Hann á miklar þakkir skildar að gera það sem ætti að vera búið að gera fyrir löngu og á ég þá við að gera svona vísindalega rannsókn á heimaslátruðu kjöti og sýna að það sé ekki síður heilnæmt heldur en það kjöt sem er slátrað í afurðastöðum. Hann þorði að fara í málið á móti kerfinu. Einhverjir hefðu sjálfsagt kosið að gera minna og þiggja bara launin sín,“ segir Þröstur „Mér finnst með ólíkindum að Matvælastofnun skyldi hafa farið fram á þessa opinberu rannsókn, sem ég skildi reyndar þannig að það væri verið að kæra okkur. Það hefði verið farsælla að nýta sér verkefnið til gagns og snúa bökum saman og hjálpast að; nýta sér upplýsingarnar úr þessu verkefni. Nú er alltaf verið að tala um sjálfbærni, þykir voðalega fínt hjá stjórnmálamönnum og alltaf verið að tala um kolefnisfótsporið og dýravelferð. Það er enginn vafi í mínum huga að með örsláturhúsi, sem bændur gætu komið sér upp með fínni aðstöðu, þá gætu þeir stóraukið verðmæti sinna afurða, það er enginn vafi. Það er enginn að tala um að gera þetta úti um allt með engu eftirliti,“ segir Þröstur. Alltof mikill hraði „Í mínum huga mælir allt með að bændur fái að búa sér til svona aðstöðu sem örsláturhúsverkefnið snýst um; dýravelferðin, kolefnissporið, almenn sláturkunnátta og síðast en ekki síst gæði kjötsins, sem mér finnst hraka æ meira – því meiri hraði í stóru sláturhúsunum, því minni gæði,“ segir Þröstur og tekur dæmi af því þegar hryggjaskortur varð. Þá hafi verið slátrað á fimmtudegi og kjötið komið suður í búðirnar strax á næsta mánudegi. „Við skulum ekki gleyma því að bændur búa þessi verðmæti til. En nú er staðan þannig að þeir fá lítið fyrir sinn snúð. Bændur eru orðnir algjörlega hornreka á að fá eitthvað úr sinni vöru, þeir verða að fá einhver tækifæri til að auka virði sinni afurða. Þar koma stjórnmálamenn inn. Ég fór á fund landbúnaðarráðherra til að ræða þessi mál og var hann mjög jákvæður gagnvart því og ég treysti því og vona að þetta verði til þess að bændur fái að komast ofar í virðiskeðjunni. En mér virðist orðið alveg ljóst að bændur fá ekki stærri sneið af kökunni meðan bændur geta ekkert gert annað en að fara með sínar afurðir í afurðastöð. Hvað gerist svo ef heimtökugjaldið hækkar?“ spyr Þröstur að lokum. /smh FRÉTTIR NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 Greiðslufyrirkomulag sláturleyfishafa í sláturtíðinni Sláturfélag Suðurlands (SS) Innlegg verður staðgreitt föstudag eftir innleggsviku. Norðlenska ehf. (NL): Greitt verður fyrir innlegg í ágúst og september hinn 9. október og október innlegg hinn 8. nóvember. SAH Afurðir ehf.: Innlegg verður greitt á föstudegi eftir sláturviku. Kjötafurðastöð KS SF.: Greitt er fyrir innlegg 1-2 vikum eftir slátrun. Sláturhús KVH ehf.: Greitt er fyrir innlegg 1-2 vikum eftir slátrun. Fjallalamb: Gjalddagar: 1. gjalddagi 25% 15.11.2019, 2. gjaldd. 25% 20.12.2019, 3. gjaldd. 25% 20.02.2020 og 4. gjaldd. 25% 20.04.2020. Sláturfélag Vopnfirðinga HF.: Fyrir viku 36 er greitt 26. sept, viku 37 er greitt 3. okt og vikur 38 og 39 er greitt 9. okt. Greitt verður fyrir október 10. nóv og 25. nóv. Verð 2019 Sláturleyfishafi Lömb Fullorðið SS 455 kr. 122 kr. NL 445 kr. 111 kr. SAH 435 kr. 115 kr. KS og SKVH 452 kr. 139 kr. Fjallalamb 432 kr. 122 kr. SV 442 kr. 117 kr. Landsmeðaltal 444 kr. 125 kr. Verð 2018 með uppbótum Sláturleyfishafi Lömb Fullorðið SS 430 kr. 120 kr. NL 376 kr. 111 kr. SAH 395 kr. 115 kr. KS og SKVH 419 kr. 118 kr. Fjallalamb 382 kr. 122 kr. SV 397 kr. 117 kr. Landsmeðaltal 401 kr. 116 kr. Breytingar frá 2018 Sláturleyfishafi Lömb Fullorðið SS 5,8% 1,5% NL 18,1% 0% SAH 10,2% 0% KS og SKVH 7,9% 18,5% Fjallalamb 13% 0% SV 11,2% 0% Landsmeðaltal 10,6% 7,2% Verðskrár sláturleyfishafa: Meðaltalshækkun á dilkum 10,6 prósent Allir sjö sláturleyfishafarnir hafa birt verðskrár sínar fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Meðal talshækkun á dilkum er 10,6 prósent. Sláturfélag Suðurlands greiðir áfram hæsta meðalverðið fyrir lambið, eða tæpar 455 krónur á kílóið. Mesta hækkunin rúm 18 prósent Næsthæsta meðalverðið fyrir lambið greiða Kaupfélag Skag­ firðinga og SKVH, eða tæpar 452 krónur á kílóið. Mesta hækkunin nú í ár á meðal­ verði fyrir lamb, miðað við verð með uppbótum síðasta árs, er hjá Norðlenska, sem hækkar verð um rúm 18 prósent á kílóið. Sláturtíð hefst í dag Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 29. ágúst. Forslátrun hófst 9. ágúst hjá KS og SKVH og hefðbundin sláturtíð byrjar 4. september og einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands. Slátrun hefst 3. september hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, hjá SAH verður byrjað að slátra 6. september og 12. september hjá Fjallalambi. /smh Verð í krónum á kíló. Heimildir fengnar af vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), saudfe.is. Útreikningarnir byggja á landsmeðaltali í vikum 34-45. Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni á landinu öllu og sömuleiðis kjötmati á landinu öllu eftir einstökum vikum haustið 2018. Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar afurðastöðvar greiða er síðan breytilegt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur sláturmagn í einstökum vikum. Af sömu ástæðum er meðalverð sem einstakir bændur fá líka breytilegt. Allir bændur eru hvattir til að reikna út afurðaverð á forsendum þeirra bús, en LS telur útreikninga gefa eins góða mynd og hægt er af meðalverði útfrá forsendum sauðfjárframleiðslunnar í heild. Bóndinn í Birkihlíð sætir opinberri rannsókn ásamt Sveini Margeirssyni vegna örslátrunarinnar: Grunur um brot á lögum um slátrun og sláturafurðir – segir nauðsynlegt að bændur geti nýtt sér slíkar leiðir til verðmætasköpunar Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, bændur í Birkihlíð í Skagafirði, kynntu eigin framleiðslu á bás Matís á Íslenskum landbúnaði í Laugardalshöllinni í október 2018. Mynd / HKr. Votlendissjóður: Einar Bárðarson þriðji framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson. Einar Bárðarson er nýr fram­ kvæmda stjóri Votlendis sjóðs. Hann er þriðji framkvæmdastjóri sjóðsins, sem var stofnaður 6. apríl 2018, og tekur hann við af Bjarna Jónssyni, sem áður starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Fyrsti framkvæmdastjóri sjóðsins var Ásbjörn Björgvinsson og gegndi hann starfinu í rúmt hálft ár. Bjarni tók við um miðjan nóvember á síðasta ári, en lét af störfum núna í lok júlí. Í tilkynningu frá Votlendissjóði, vegna ráðningar Einars, kemur fram að hann hafi á síðustu árum starfað sem stjórnandi í ferðaþjónustu og almannatengslum. „Ég er stoltur yfir því trausti sem stjórn sjóðsins sýnir mér með því að fela mér þetta verkefni. Það er magnað að fá vettvang og erindi til þess að leggjast á árar með vísinda­ og baráttufólki um allan heim í baráttunni gegn hlýnun jarðar“ er haft eftir Einari í tilkynningunni. Hlutverk Votlendissjóðs er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endur­ heimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga. Einstaklingar og fyrirtæki geta kolefnisjafnað sig með greiðslum til Votlendissjóðs. Samkvæmt upplýsingum á vef sjóðsins sér hann svo um að verja peningunum í að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Þar kemur fram að fyrir eina flugferð til Evrópu dugi að greiða 5.000 krónur til kolefnisjöfnunar, en fyrir flug til Bandaríkjanna dugi að greiða 10.000 krónur – svo dæmi séu tekin. Votlendissjóðurinn hefur þróað nokkrar leiðir til að vinna að endurheimt votlendis. Þar á meðal Votlendissjóðsleiðina, sem hentar þeim sem vilja setja fé í verkefnið og fá í staðinn staðfestingu á samfélagslegri ábyrgð sinni og landeigendaleiðina, sem hentar landeigendum sem eiga framræst land og vilja sýna samfélagslega ábyrgð í loftslagsmálum í verki. /smh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.