Bændablaðið - 29.08.2019, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 20194
FRÉTTIR
TORT
INNHEIMTA SLYSABÓTA
Átt þú rétt á
slysabótum?
Við hjálpum þér
HAFÐU SAMBAND 511 5008
Sigurjón Bjarnason hjá Austurlamb.is hefur formlega hætt starfsemi og sölu á sérvöldu lambakjöti:
Trúir enn að markaður sé fyrir
bændamerkt úrvalskjöt
– Telur að Sveinn Margeirsson hafi verið á réttri leið varðandi tilraun sína með örsláturhús í Skagafirði og sölu beint frá bændum
Árið 2003 hóf Sigurjón Bjarnason,
bókari á Egilsstöðum, að
bjóða neytendum að kaupa
sérvalið og pakkað kindakjöt
frá bændum í gegnum netsíðu
og fá sent heim. Opnuð var
heimasíðan austur lamb.is 4.
september 2003 að viðstöddum
Guðna Ágústssyni, þáverandi
land búnaðarráðherra. Var
starfsemin í gangi í áratug, en
hefur legið niðri síðan 2014 og
hefur nú verið formlega hætt.
„Þetta gekk út á að útvega
viðskiptavinum bestu bitana úr
bestu skrokkunum sem sérvöru en
ekki „bulk“ vöru. Það er dapurt
að þessi starfsemi skuli aflögð,
en ég hef sjálfur hvorki haft tíma,
fjármuni né bakland eða stuðning
til að fylgja þessu eftir. Ég er þó enn
þeirrar trúar að svona þjónusta sé
eitthvað sem fólk er að leita eftir.
Þá tel ég líka að þarna sé óplægður
akur hvað varðar veitingahús. Til
þess þarf þó bakstuðning einhverrar
afurðastöðvar sem þær virðast ekki
tilbúnar til að veita. Það er því með
nokkurri eftirsjá að nú er verið að
loka heimasíðu verkefnisins og segja
upp léninu www.austurlamb.is.“
Með bakgrunn í sveit
Sigurjón segist svo sem ekki vera
neinn sérfræðingur í þessum málum,
en hann er þó ekki ókunnugur
sveitastörfunum. Enda á hann
uppruna að rekja í Hænuvík við
Patreksfjörð þar sem bróðir hans
er enn að reka sauðfjárbú. Þá hefur
hann líka nokkra reynslu af rekstri
sláturhúsa.
Salan stóð ekki undir kostnaði
„Undanfarin ár hefur engin starfsemi
verið í gangi hjá Austurlambi. Til
þess liggja ýmsar ástæður en þær
helstar að sala var síðustu árin ekki
næg til að standa undir föstum
kostnaði, auk þess sem erfitt reyndist
að afla vinnuafls til að vinna kjötið
og afgreiða innan eðlilegs frests.
Austurlamb hefur haft verulega
sérstöðu á kjötmarkaðnum á
Íslandi. Þannig hefur kjötið ekki
verið unnið heima hjá einstökum
bændum, heldur í vottaðri vinnslu
eftir slátrun í viðurkenndu sláturhúsi
þar sem sérstök kælimeðferð
hefur verið viðhöfð. Samt gengur
hugmyndafræðin út á að kaupendur
viti hvaðan varan er upprunnin
og að viðkomandi bændur gætu
markaðssett sig alla leið til hins
endanlega neytanda.“
Trúir enn að markaður sé fyrir
bændamerkt úrvalskjöt
„Ég hef átt nokkur viðtöl við
sláturleyfishafa um þessa hugmynd,
ef þeir vildu nýta hana í sínum
rekstri. Gjarnan hef ég þá boðið
upp á endurvinnslu heimasíðu
Austurlambs en á henni er að finna
ýmsan fróðleik, bæði almennan og
um einstaka framleiðendur, sem ég
hef ekki séð á öðrum miðlum.
Viðbrögð hafa verið misjöfn,
en upp úr stendur að enginn leggur
í að halda kjöti einstakra bænda
sérmerktu í afurðastöð, jafnvel
þótt um fáa bændur sé að ræða.
Það myndi auðvitað hafa kostnað
og fyrirhöfn í för með sér, en ég er
ennþá þeirrar trúar að markaður sé
fyrir „bændamerkt úrvalskjöt“ og á
mun hærra verði en almennt þekkist
í stórmörkuðum.“
Annað fyrirbæri en Beint frá býli
Sigurjón segir því að Austurlamb sé
svolítið annað fyrirbæri en Beint frá
býli. Þegar menn kaupi lambakjöt í
heilum og hálfum skrokkum beint
frá bændum, þá séu menn að kaupa
meira en þá sérvöldu bita sem
Austurlamb var að útvega sínum
viðskiptavinum. Gæðakrafan sé
þá víkjandi fyrir þekkingunni um
upprunann.
Vandinn við aukaafurðir
„Eitt af því sem olli okkur vand
ræð um var að við gátum ekkert
gert við þær aukaafurðir sem féllu
til við vinnslu og pökkun. Við
vorum að pakka þessu sjálf og með
aðstoð bænda. Það sem við rákum
okkur á m.a. var hvað erfitt var að
tryggja afhendingaröryggi og að
fólk gæti fengið vöruna þegar það
óskaði eftir henni. Bændur hafa
ekki alltaf tíma til að sinna slíku
á haustin þegar þeir eru að sinna
smalamennsku og öðru.
Ég sé það fyrir mér að ein
stakling ur og þá hugsanlega með
eigin kjötvinnslu og aðsetur í næsta
nágrenni og í góðu samstarfi við
afurðastöð, ætti að geta gert þetta
og haft gott upp úr því.“
Sveinn Margeirsson á réttri leið
Hann segir vandann í meðferð og
sölu á kjöti í dag vera að bændur
geti ekki tryggt að kjötið sem fer
í gegnum afurðastöðvarnar sé
meðhöndlað eins og þeir vilja.
Þeir hafi t.d. ekki möguleika á að
sannreyna hvort kjötið hafi hangið
í kæli í þrjá sólarhringa áður en því
er pakkað og fryst.
Sigurjón segir einnig að margir
kokkar og aðrir hafi efasemdir um
slátrunaraðferðina sem beitt er
í sláturhúsunum í dag. Það skili
ekki nógu góðu kjöti þegar drepið
er með rafmagni. Sumir vilji meina
að það komi niður á bragðgæðum
því kjötið blóðrenni ekki nógu vel
eins og þegar lömb voru skotin og
skorin strax í kjölfarið.
„Þess vegna held ég að Sveinn
Margeirsson, fyrrverandi forstjóri
Matís, hafi verið á réttri leið með
sína tilraun í Skagafirði í fyrra þar
sem bændur slátruðu í örsláturhúsi
og unnu afurðirnar sjálfir í
viðurkenndri vinnslu.“
Sigurjóns segist þó telja að það
þurfi þó alltaf nokkra bændur til
að taka sig saman um að slátra í
verktökusláturhúsum hvort sem þau
eru færanleg eða staðbundin. Ekki
gangi upp að vera með slátrun á
hverjum bæ eins og þekktist fyrir
tíð sláturhúsanna, jafnvel þótt
aðstaðan sé vottuð samkvæmt
ströngustu reglum.
„Það er rekstrarlega vonlaust að
reka sláturhús á hverjum bæ.“
Bendir Sigurjón á að fyrir tíma
sláturhúsanna hafi kaupmenn
gjarnan keypt afurðir beint frá
bændum sem slátruðu þá gjarnan
undir húsvegg og oft við afar
misjafnar hreinlætisaðstæður.
Meðhöndlun á skrokkunum
gat þá líka verið mjög misjöfn
og kjötgæðin eftir því og
heilbrigðiseftirlit ekkert. Í dag er
bannað að selja kjöt á markaði
sem fellur til við slíka slátrun.
Hins vegar telur hann að hægt sé
að fara aðrar leiðir, eins og með
litlum verktökusláturhúsum.
Ekki vonlaus um að
einhversjái í þessu tækifærið
„Í ljósi þess sem ég hef sagt mun
heimasíðu Austurlambs verða lokað
á næstu vikum. Læt ég öðrum eftir
að svara þeirri spurningu hvort
Austurlambshugmyndin verði notuð
síðar meir af þeim sem versla með
þessa úrvalsvöru íslenskra sveita.
Ég er ekkert vonlaus um að einhver
sjái að þetta sé hægt. Ef við getum
tryggt upprunavitneskju, gæði og
afhendingaröryggi, þá ætti slíkt að
geta skilað hærra verði til bænda,“
segir Sigurjón Bjarnason. /HKr.
Sigurjón Bjarnason.
Kjötið frá Austurlambi var sérmerkt bæjunum sem það kom frá.
Bændablaðið
Næsta blað kemur út 12. september
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga:
200 tonn af lambakjöti seld til Spánar
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skag
firðinga hefur endurnýjað kjöt
sölusamning við spænska kjöt
kaupendur. Um er að ræða 200
tonn af lambakjöti í hlutum.
Ágúst Andrésson, forstöðu
maður Kjötafurðastöðvar KS, segir
að Spánverjarnir sem um ræðir hafi
verið í viðskiptum við KS frá árinu
2004 og því tryggir viðskiptavinir.
„Samningurinn gildir fyrir
sláturtíðina í haust eða framleiðslu
2019 og áþekkur samningnum
frá síðasta ári hvað varðar magn.
Samanlagt eru KS og Sláturhúsið
á Hvammstanga að selja þeim rúm
tvö hundruð tonn af lambakjöti
í hlutum og mest af bógum en
minna af hryggjum og verður allt
magnið afgreitt í sláturtíð,“ segir
Ágúst. /VH
Félix Lurbe Belido eldri, Ágúst Andrésson hjá KS og Félix Lurbe Belido yngri við undirritun samnings um sölu á
200 tonnum af lambakjöti til Spánar. Mynd / VH