Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 20198
Í nýrri skýrslu Milliríkjanefndar
Sameinuðu þjóðanna um loft
slags breytingar (IPCC) kemur
fram að frá seinni hluta 19. aldar
hefur hlýnun yfir íslausu landi
að jafnaði verið 1,41 gráða á
Celsíus en 0,87 gráður hnattræn
hlýnun, bæði yfir land og
hafsvæði, á sama tíma. Áætlað
er að landbúnaður, skógarnýting
og önnur landnýting áranna 2007
til 2016 beri ábyrgð á um 23
prósentum af losun mannkyns á
gróðurhúsalofttegundum.
Skýrslan heitir „Landnotkun
og loftslagsbreytingar af
manna völdum“ og beinist
sérstaklega að afleiðingum
loftslagsbreytinga á vistkerfi á
landi og þætti landnotkunar í
losun gróðurhúsalofttegunda og
bindingu kolefnis úr andrúmslofti.
Landnýtingarþættirnir eru taldir
hafa losað hnattrænt á þessum
tíma um 13 prósent heildarlosunar
koltvísýrings af manna völdum, 44
prósent af metani og um 82 prósent
níturoxíðs. Loftslagsbreytingar
hafa aukið landeyðingu með meiri
ákafa í úrkomu og flóðum, tíðari
og umfangsmeiri þurrkum, meira
álagi vegna hita, vinds og ölduróts
auk hærri sjávarstöðu.
Aukin matvælaeftirspurn og
ákafari landnýting
Í samantekt Veðurstofu Íslands
um skýrsluna, sem unnin var í
samvinnu við Landgræðsluskóla
Háskóla Sameinuðu þjóðanna,
kemur fram að aukin matvæla
eftirspurn hefur leitt hratt til
ákafari landnýtingar. Notkun
ólífræns áburðar hefur nífaldast
frá 1961 og notkun áveituvatns
tvöfaldast. Breytingar á landnotkun
hafa stuðlað að landeyðingu og
eyðimerkurmyndun. Votlendis
svæði hafa rýrnað um 70 prósent
frá 1970 og fjöldi íbúa þurrkasvæða
hefur aukist um næstum 300 prósent
frá 1961. Þá hefur losun níturoxíðs
vegna áburðarnotkunar meira en
tvöfaldast. Losun koltvísýrings
vegna breytinga á landnotkun,
aðallega skógareyðingu, dróst
saman snemma á sjöunda ára
tugnum, en hefur verið mikil og
stöðug síðan.
Hættumerki
hlýnunarinnar
Í skýrslunni kemur fram að
núverandi hraði hlýnunar jarðar
auki nokkuð hættu á vatnsskorti
á þurrviðrasömum svæðum, á
jarðvegsrofi, gróðureyðingu, tjóni
vegna gróðurelda, þiðnun sífrera,
tjóni á strandsvæðum og minni
uppskeru í hitabeltislöndum. Ef
hlýnar meira má gera ráð fyrir enn
verri horfum og keðjuverkandi
áhrifum.
Við 1,5 gráðu hlýnun á
hnattræna vísu er veruleg hætta á
vatnsskorti, tjóni vegna gróðurelda
og þiðnun sífrera auk þess sem
matvælaframboðið verður óstöðugt.
„Stöðugleiki matvælaframboðs
mun minnka samfara aukningu
í styrk og tíðni aftakaveðra sem
geta truflað fæðukeðjuna (mikil
vissa). Aukinn styrkur CO2
[koltvísýrings) getur einnig dregið
úr næringarinnihaldi uppskeru og
samkvæmt hagfræðilíkönum geta
loftslagsbreytingar hækkað verð
kornvöru um 7.6% (1–23%) fram
til 2050. Þetta getur leitt til hærra
matvælaverðs og minni fæðuöryggis
og aukið hættu á hungursneyðum
(miðlungs vissa), sérstaklega fyrir
viðkvæma hópa (mikil vissa).
Á þurrkasvæðum er líklegt
að loftslagsbreytingar og
eyðimerkurmyndun dragi
úr framleiðni kornræktar og
búsmala (mikil vissa), og leiði til
breytinga á tegundasamsetningu
og dragi að auki úr líffræðilegum
fjölbreytileika (mikil vissa),“ segir
í þýðingu Veðurstofu Íslands á hluta
skýrslunnar.
Með mótvægisaðgerðum má
endurheimta landgæði
Í skýrslunni er bent á að með
aðlögunar og mótvægisaðgerðum
á landi verði hægt að sporna við
landeyðingu og eyðimerkurmyndun,
sem leiði til endurheimt landgæða og
fæðuöryggis.
Í skýrslunni er hvatt til skilvirkni
og sjálfbærni í stefnumótun fyrir
matvælaframleiðslu.
„Mótun stefnu, stofnana og
stjórnkerfa getur aukið tækifæri til
aðlögunar og mótvægisaðgerða í
landbúnaði og skyldum efna
hagsgeirum jafnframt því að leggja
grunninn að sjálfbærri þróun sem
jafnframt hefur þanþol gagnvart
loftslagsbreytingum. Samfella
í stefnumörkun hvað landkerfi
og loftslag varðar getur bætt
auðlindanýtingu, aukið þanþol
þjóðfélaga, vistheimt þátttöku
hagsmunaaðila á hverjum stað
auk samstarfs þeirra á milli (mikil
vissa). Með því að hvetja til
skilvirkrar matvælaframleiðslu,
neyslu hollra matvæla sem framleidd
eru á sjálfbæran hátt og að draga
úr tjóni og sóun á matvælum má
auka sjálfbæra landnýtingu og
matvælaöryggi auk þess sem það
leiðir til samfélagsþróunar sem losar
minna af gróðurhúsalofttegundum
(mikil vissa). Valdeflandi
stefnumörkun, eins og að bæta
aðgengi að mörkuðum og tryggja
ábúð á landi, getur aukið stefnufylgd
við sjálfbæra stýringu landgæða og
dregið úr fátækt. Lýðheilsuviðmið
sem miða að heilbrigðu og sjálfbæru
mataræði geta lagt af mörkum til
aðlögunar og mótvægisaðgerða gegn
loftslagsbreytingum (mikil vissa) auk
þess að bæta almannaheilsu,“ segir
enn fremur í þýðingu Veðurstofunnar.
Grípa þarf strax til aðgerða
Varðandi aðgerðir í nánustu framtíð
segir í skýrslunni að allur dráttur á
aðlögun að loftslagsbreytingunum
og að gripið sé til mótvægisaðgerða
á landi, muni hafa félagsleg áhrif og
hækka kostnað – auk þess að draga
úr möguleikum samfélaga til að
fylgja braut minni losunar og aukins
þanþols gegn loftslagsbreytingum.
„Með því að bregðast strax við
loftslagsbreytingum má afstýra
og minnka tjón af þeirra völdum,
sem og stuðla að hagsbótum fyrir
samfélag manna og mun borga sig
fjárhagslega. (miðlungs vissa). Með
því að seinka aðgerðum eykst hætta á
óafturkræfum áhrifum á fæðuöryggi
og á þau vistkerfi sem fólk reiðir sig
á (mikil vissa),“ segir að lokum í
þýðingunni. /smh
FRÉTTIR
Einar Freyr Elínarson, Oddviti Mýrdalshrepps:
Gagnrýnir harðlega kaup erlends
auðkýfings á Heiðardal
Einar Freyr Elínarson, oddviti
Mýrdalshrepps, er ekki sáttur
við auðkýfinginn Rudolphs
Lamprechts, sem á Heiðardalinn
og biður um að sitt einkalíf sé virt.
Einar Freyr Elínarson, oddviti
Mýrdalshrepps, er langt frá því
að vera sáttur við auðkýfinginn
og Svisslendinginn Rudolphs
Lamprechts, sem keypti
Heiðardalinn 2004, sem er með
fallegri náttúruperlum landsins,
rétt áður en komið er í Vík í
Mýrdal. Lamprechts var með stórar
yfirlýsingar í upphafi enda ætlaði
hann sér stóra hluti í Mýrdalnum,
m.a. að koma sér upp fiskeldi og
annarri náttúrutengdri starfsemi, en
ekkert hefur gerst. Í Heiðardalnum
er gamall sprengigígur með vatni,
auk ægifagrar náttúru sem erfitt er
að lýsa nema að fólk hafi komið á
staðinn. Einar Freyr ók nýlega um
svæðið og blöskraði þegar hann sá
skilti með eftirfarandi orðsendingu;
„Thank you for respecting my
privacy“, eða, „Vinsamlegast virðið
mitt einkalíf“.
Aldrei hitt Lamprechts
„Ég hef aldrei hitt manninn og gat
ekki séð að ég væri að ónáða einkalíf
neins þegar ég í ósvífni minni keyrði
fram hjá skiltinu og hélt áfram. Ég
verð að segja að ég ber afskaplega
takmarkaða virðingu fyrir einkalífi
manns sem ekki hefur hérna fasta
búsetu og hefur að engu leyti staðið
við fögur fyrirheit sem hann hafði
uppi þegar hann keypti jarðirnar í
Heiðardal fyrir um 15 árum,“ segir
Einar Freyr sem vakti m.a. athygli
á málinu í Facebookfærslu nýlega.
Sölsaði undir sig
eignirá undirverði
Einar Freyr segir að aðstæður á
Íslandi hafi verið allt öðruvísi fyrir
15 árum en í dag þegar Lamprechts
keypti Heiðardalinn. „Það segir sig
sjálft, landslagið var allt öðruvísi
á fasteignamarkaði, 2004 gat
auðkýfingur komið og sölsað undir
sig eignir á undirverði. Staðreyndin
er nefnilega sú að það hefur lengi
verið krepputími á landsbyggðinni.
Jarðarverð hefur lengi verið þannig
að varla hefur borgað sig að selja.
Hver getur þá svo sem álasað þeim
sem selja mönnum það sem á þeim
tíma virðist hljóma sem mjög gott
verð, jafnvel þó að þegar upp er
staðið sé það langt undir raunvirði?
Þetta höfum við sannarlega
upplifað og séð hérna í Mýrdalnum
þegar að allt í einu bæði land og
húsnæði eru nær því að vera metin
á raunvirði í kjölfar fjölgunar
ferðamanna. Því fer hins vegar
fjarri að öll svæði landsbyggðarinnar
hafi upplifað sama uppgang og við
höfum gert hér í Mýrdal og ég er
hræddur um að annars staðar geti
menn áfram látið greipar sópa um
heilu firðina eins og við höfum séð
gerast á Austurlandi,“ segir Einar
Freyr og bætir því við að hann ætli
að láta kanna hvort ekki sé hægt
að fá skiltin fjarlægð, enda finnst
honum það sjálfsagður réttur fólks
að fá að berja augum Heiðardalinn
í allri sinni fegurð því enginn hafi af
því ónæði. /MHH
Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps og bóndi á Sólheimahjáleigu.
Hann vill að skiltin í Heiðardal verði tekin niður. Mynd / HKr.
Heiðardalurinn. Myndin sem Einar Freyr tók af skiltunum, en þar er fólki þakkað fyrir að virða einkalíf eiganda jarðarinnar.
Náttúrufegurð er mikil í Heiðardalnum en úr Heiðarvatni rennur Vatnsá sem er ein af fallegustu laxveiðiám landsins.
Mynd / EFE
Skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um landnotkun og loftslagsbreytingar:
Hvatt til skilvirkni og sjálfbærni
í matvælaframleiðslu
Kornskurður á Íslandi. Sam
kvæmt skýrslu IPCC munu
frekari loftslagsbreytingar og
eyðimerkurmyndun draga
úr framleiðni kornræktar og
búsmala á þurrkasvæðum,
það leiði til breytinga á
tegunda samsetningu og
dragi að auki úr líffræðilegum
fjölbreytileika.