Bændablaðið - 29.08.2019, Page 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201910
FRÉTTIR
Jón Örn Stefánsson, fram kvæmda
stjóri Kjöt kompanís ins og Ágúst
Andrésson, for stöðumaður Kjöt
afurða stöðvar Kaupfélags Skag
firðinga, undirrituðu í lok síðustu viku
samning þar sem KS skuld bindur
sig til að sjá Kjöt kompaníinu fyrir
íslensku lamba kjöti. Samningurinn
gildir frá 1. september 2019 til 1.
september 2020.
Ágúst segir að með undirritun
samningsins hafi Kjötkompaníið
og Kjötafurðastöð KS gert með
sér viðskiptasamkomulag sem
tryggir Kjötkompaníinu nægt
magn af íslensku lambakjöti til 1.
september 2020. Í samningnum
segir meðal annars að KS
tryggi að ekki verði skortur á
íslenskum lambahryggjum í
verslunum Kjötkompanísins á
samningstímanum.
„Kjötkompaníið hefur ekki
verið í lambakjötsviðskiptum við
okkur áður,“ segir Ágúst og bætir
við að þess vegna hafi þeir liðið
skort undanfarið. „Kjötkompaníið
hefur sýnt mikinn metnað í því
að hafa íslenskt lambakjöt á
boðstólum og við viljum tryggja
að viðskiptavinir þess geti gengið
að íslensku lambakjöti vísu.“
Jón Örn sagði í tilefni undir
ritun arinnar að samningurinn
tryggði Kjötkompaníinu íslenskt
lambakjöt árið um kring frá
september til september og að
hann vonaði að svo yrði næstu
árin. „Fyrir okkur skiptir miklu að
geta starfað í umhverfi þar sem við
erum örugg með að fá hráefni fyrir
okkar starfsemi.“ Jón Örn segir
að eftir tíu ár viti þeir nokkurn
veginn hvað þeir þurfi af kjöti á
ári. „Magnið hefur reyndar verið
að aukast ár frá ári og magnið
núna er milli 60 og 70 tonn af
lambakjöti.“
Að sögn Jóns hefur
Kjötkompaníið alltaf lagt
áherslu á að vinna með íslenskt
lambakjöt. „Við höfum alltaf gert
mikið úr íslenska lambinu og lagt
áherslu á nýstárlega vöruþróun á
framsetningu, kryddi og kryddun.
Við erum því mjög ánægð með
þennan nýja samning og að geta
andað rólega yfir því að nóg sé til
af íslensku kjöti og bjartir tímar
fram undan.“ /VH
KS tryggir Kjötkompaníinu
nægt íslenskt lambakjöt
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga og Jón Örn Stefánsson,
framkvæmdastjóri Kjötkompanísins, við undirritun samningsins. Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra
og áhugamaður um íslenskt lambakjöt, er vottur að samningnum. Mynd / VH
Kristján Jóhannesson á Bjarkarási
1 í Hvalfjarðarsveit gerði tilraun
með að sá alfalfa, eða refasmára, á
kvarthektara í sumar. Uppskeran
sé minni en hann átti von á.
„Mig langaði að sjá hvernig
refasmári, eða alfalfa, mundi
dafna hér á landi eftir að ég las
grein um plöntuna í Bændablaðinu
síðastliðið haust og sáði smituðu fræi
í kvarthektara í vor. Fræin spíruðu
ágætlega og plönturnar rættu sig og
hafa smám saman verið að tosast
upp og stækka en þær eru talsvert
misstórar. Sumarið hefur verið gott
en þurrt og ég tel að þurrkurinn hafi
hugsanlega dregið úr vextinum.
Það kom blóm á eina plöntu og
ég varð afskaplega ánægður en svo
urðu blómin ekki fleiri.“
Spenntur að sjá hvort
plantanlifi veturinn
Kristján segir að eftir að hann fór
að hafa áhyggjur af þurrkinum
hafi hann lagt vatnsleiðslu niður
að spildunni og farið að vökva
plönturnar reglulega. Hann segist
ekki frá því að vöxturinn hafi
verið minni á þurrustu stöðum
á spildunni en þar sem raki var
meiri.
„Ég er samt ekki búinn að
gefast upp. Refasmári er fjölær
planta og ég hef lesið að vöxturinn
geti verið hægur til að byrja með
en aukist með árunum og nú er að
sjá hvort plönturnar lifa veturinn
af og herði á vextinum næsta
sumar.“
Ég er reyndar ekki viss hvort
ég eigi að láta plönturnar standa
eða slá þær fyrir veturinn og reyni
því kannski bæði. Slái hluta og láti
hluta standa.“
Hestarnir hrifnir
Kristján segist hafa prófað að
gefa hestum tuggu af ferskum
refasmára og að þeir hafi rifið
hana í sig með bestu lyst. „Ég
smakkaði plöntuna líka og finnst
hún ágæt á bragðið og ætti alveg
að henta í salat.“ /VH
Tilraun á ræktun refasmára á Bjarkarási í Hvalfjarðarsveit:
Uppskeran minni en búist var við
Áður óþekktur veirusjúkdómur
fannst á einu kjúklingabúi
– Enginn grunur um útbreiðslu smits
Þann 30. júlí tilkynnti Matvæla
stofnun alifuglabændum um
grun um smit áður óþekkts
veirusjúkdóms á Íslandi á Rang
árbúinu, sem er kjúklingabú á
Hólavöllum í Landsveit. Í þeim
hópum sem þegar hefur verið
slátrað á búinu hefur uppsöfnuð
dauðatíðni verið á bilinu 12 til
23 prósent. Enginn samgangur
við búið er leyfilegur á meðan
ástandið varir.
Í tilkynningu frá Brigitte Brugger,
dýralækni alifuglasjúkdóma hjá
Matvælastofnun, til alifuglabænda
kemur fram að innlyksa lifrarbólga
(Inclusion body hepatitis, eða
IBH) greindist í kjúklingum. Þessi
veirusjúkdómur geti komið upp
án þess að aðrir undirliggjandi
sjúkdómar séu til staðar, en
algengara sé að alvarleg veikindi
komi upp þegar fuglahópur er líka
smitaður með ónæmisbælandi
sjúkdómum eins og Gumboro veiki/
IBD eða blávængjaveiki. Í krufningi
á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að
Keldum fannst ekki vísbending um
þessa síðarnefndu sjúkdóma, en í
blóðsýnum greindust mótefni gegn
Gumboro veiki, en ekki er vitað um
uppruna þess smits.
Smitast ekki í spendýr
Brigitte segir að báðir sjúkdómarnir,
IBH og Gumboro veiki, finnist
eingöngu í fuglum og berst smit
ekki í menn eða önnur spendýr.
Fólk geti ekki smitast af fuglunum
eða við neyslu á kjúklingakjöti.
Veirusjúkdómarnir tveir hafa breiðst
út um öll fjögur húsin á Rangárbúinu
þar sem um 50 þúsund kjúklingar eru
samanlagt í eldi.
„Heilbrigðu kjúklingunum er
slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar
og húsnæði þrifið og sótthreinsað í
kjölfarið. Húsin þurfa að standa tóm
í að minnsta kosti 14 daga. Að því
loknu má taka inn nýja fugla. Búist er
við að þetta ferli taki einhverjar vikur.
Veikir fuglar eru aflífaðir á staðnum
og fargað,“ segir í svari Brigitte við
fyrirspurn blaðamanns.
Sjúkdómarnir eru landlægir
í flestum löndum þar sem
alifuglarækt er stunduð, en markmið
Matvælastofnunar er að útrýma
báðum sjúkdómum á Íslandi.
„Gumboro veiki hefur greinst
hérlendis, síðast 1998. Skimað
er fyrir mótefni við innflutning á
foreldrafuglum og hafa aldrei fundist
mótefni í þeim sýnum. Ekki hefur
verið fylgst með tilvist sjúkdómsins
með reglubundinni skimun hér á
landi, en eftir 1998 hafa aldrei fundist
mótefni í grunsamlegum tilvikum.
Gumboro veiki er tilkynningaskyldur
sjúkdómur í reglugerð nr. 52/2014
um tilkynnar og skráningaskylda
dýrasjúkdóma og er á lista
alþjóðlegra dýraheilbrigðisstofnunar
OIE. Gumboru veiki getur sjálf
valdið veikindum en algengara
er að vegna ónæmisbælingar frá
IBD veirum verða smituð dýr
næmari fyrir öðrum sjúkdómum.
Veiran er bráðsmitandi. Eingöngu
hænsnfuglar geta veikst en aðrir
fuglar svo sem kalkúnar eða endur
geta verið einkennislausir smitberar
fyrir ákveðnar sermisgerðir. Eins og
veirur sem valda IBH, þá er engin
hætta á að IBD veirur geti borist í
spendýr eða fólk. Báðir sjúkdómar,
IBD og IBH, eru landlægir í flestum
löndum þar sem alifuglarækt er
stunduð,“ segir í tilkynningunni.
Ekki grunur um
frekari útbreiðslu
„Enn sem komið hefur ekki komið
upp grunur um útbreiðslu smits.
Smitaða búið á Hólavöllum er
áfram í einangrun og óheimilt er
að flytja dýr, undirburð eða annað
smitefni frá búinu. Heimilt er að
flytja kjúklinga til slátrunar með
ströngum skilyrðum undir eftirliti
Matvælastofnunar. […]
Helsta smithætta er frá fuglum
og tækjum og tólum menguð með
fugladriti en einnig fólk getur
borið smit á milli búa ef smitvarna
er ekki gætt. Að fenginni reynslu
nágrannalanda er mesta smithætta
á búum þar sem sömu flutningstæki
eru notuð, t.d. fóðurbíl, sorphirðu
eða sláturbíl,“ segir í tilkynningu
frá Brigitte Brugger, dýralækni
hjá Matvælastofnun, og eru
kjúklingabændur jafnframt hvattir
til að viðhalda góðum smitvörnum
á búunum. /smh
Myndin er ekki úr umræddu búi.
Refasmári er fjölær og áhugavert verður að fylgjast með hvort plönturnar
lifa veturinn af. Myndir / Kristján Jóhannesson
Vöxtur refasmárans var misjafn í
sumar og minnstur þar sem jörðin
var þurrust.
Aðlögunarsamningar í sauðfjárrækt:
Umsóknarfrestur
til 10. september
Samkvæmt aðlögunarsamningum
í sauðfjárrækt geta bændur sem
hyggjast hætta í sauðfjárbúskap
eða fækka vetrarfóðruðum kind um
um að minnsta kosti 100 sótt um
aðlögunarsamning á árinu 2019.
Með gerð aðlögunarsamnings
skuldbindur framleiðandi sig til
að fækka vetrarfóðruðum kindum
og í staðinn að byggja upp nýjar
búgreinar, búskaparhætti eða
hasla sér völl á öðrum sviðum
meðal annars til þess að stuðla að
nýsköpun og náttúruvernd.
Framleiðnisjóður landbúnað
arins annast afgreiðslu umsókna um
aðlögunar samninga í sauðfjárrækt
á grundvelli reglugerðar þar um.
Umsóknarfrestur vegna aðlögun
arsamninga í sauðfjárrækt er til 10.
september næstkomandi og finna
má umsóknareyðublöð á heimasíðu
Framleiðslusjóðs landbúnaðarins.
/VH