Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201914
HLUNNINDI&VEIÐI
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
bílar
Kæli- & frystibúnaður
frá Carrier í miklu úrvali.
Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum.
hurðir
Hentar afar vel fyrirtækjum
í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði.
fyrir kæla
Kæli- & frysti-
búnaður
hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
KAPP ehf ¬ Véla-, kæli- & renniverkstæði
Miðhrauni 2 ¬ 210 Garðabær
Sími: 544 2444 ¬ Fax: 544 2445
kapp@kapp.is ¬ www.kapp.is
Við erum sérfræðingar
á okkar sviði
CARRIER
Sölu- og þjónustuaðilar
SCHMITZ
Sölu- og þjónustuaðilar
BOCK kæli- og frystipressur
Sölu- og þjónustuaðilar
DHOLLANDIA
Sölu- og þjónustuaðilar
TAIL LIFTS
Höfum áratuga reynslu á sviði
– Rennismíði, fræsivinnu & CNC
– Kæliþjónustu & kæliviðgerða
– Vélaviðgerða & viðgerða á heddum
– Málmsprautunar og slípunar
Jóna Björg Jónsdóttir með maríulaxinn úr Haukadalsá.
Maríulaxinn úr Haukadalsá
Þrátt fyrir laxleysissumar hafa
nokkrir fengið maríulaxinn
sinn í sumar og ein af þeim er
Jóna Björg sem veiddi hann í
Haukadalsá í Dölum. Enda hefur
verið erfitt að umgangast laxinn
dögum saman í sumar vegna lítils
vatns. En allt kemur þetta með
lagninni og þolimæðinni.
Jóna Björg Jónsdóttir fór í sinn
fyrsta laxveiðitúr í Haukadalsá.
Andri Þór Arinbjörnsson,
eiginmaður Jónu, starfaði áður fyrr
sem leiðsögumaður og með honum
hafa öll börnin þeirra þrjú fengið
maríulax en núna var komið að Jónu
að spreyta sig. Á fyrsta veiðistað
var farið í kastkennslu en svo þegar
þurfti að kasta aðeins lengra setti
Andri í lax sem Jóna fékk að æfa
sig á að þreyta. Sá losnaði af en það
gerði ekki mikið til því Jóna fékk
með þessu allan þann undirbúning
sem þurfti fyrir maríulaxinn sem hún
yrði auðvitað að setja í sjálf. Þegar
Jóna strippaði Undertaker tvíkrækju
nr. 16 yfir hyl neðar í ánni tók
hængur sem kom á land að lokum
eftir taugatrekkjandi viðureign.
Maríulaxinn var 68 sentímetra
langur hængur, virkilega fallegur
fiskur. Nú er góðum áfanga
náð í þeirra fjölskyldu því allir
fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn
maríulax en Jóna á sjálfsagt eftir að
veiða marga til viðbótar því að hún
fylgdi öllum ströngustu reglum um
veiðiuggaát.
Haukadalsáin er afar vatnslítil
þessa dagana og örfáir staðir sem
halda laxi en aðeins hefur rignt en
ekki mikið. Hollið sem var að klára
þriggja daga veiði fékk þó 9 laxa,
þar af einn 98 sentímetra hæng sem
fékkst á Pheasant tail. Haukadalsáin
er rétt skriðin yfir 120 veidda laxa
en vonandi batna aðstæður til veiða
með haustinu.
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
Sumarið sem flestir vilja
gleyma en ekki allir
„Þetta hefur verið skrítið
sumar, byrjaði ágætlega en
síðan ekki söguna meir í sumum
laxveiðiánum. Auðvitað getur
þetta lagast í haust ef það fer að
rigna,“ sagði veiðimaður sem ég
hitti í veiðibúð fyrir skömmu.
„Núna fer maður að hugsa
um gæsaveiðina og svo rjúpuna.
Veiðisumarið er að verða búið en
sjóbirtingsveiðin er eftir og smá
laxveiði kannski,“ sagði veiðimaður
enn fremur.
Já, sumarið hefur verið skrítið
og margar góðar laxveiðiár að gefa
lítið sem ekkert af fiski eins og
veiðiár á Vesturlandi. Það er hrun
þar í nokkrum ám á milli ára, eins og
Norðurá í Borgarfirði og Þverá líka
ættuð úr Borgarfirði. Laxá í Dölum
og Haukadalsá hafa verið slappar,
sama má segja um Langá á Mýrum.
Auðvitað er hrunið svakalegt, fáir
laxar og vatnslausar veiðiár.
Einn veiðimaður byrjaði sumarið
betur en aðrir, hann keypti sér bara
veiðileyfi í Elliðaánum tvisvar og
fékk 4 væna laxa, 8 til 12 punda
fiska, þar sem enginn átti von á neinu
og sumarið byrjaði meiri háttar.
Hann hafði ekki keypt sér nein önnur
veiðileyfi í sumar en þessi. Það dugi
vel þetta sumarið, laxinn var vænn
í byrjun í Elliðaánum og flott veiði.
Fyrstu dagana í Elliðaánum
kom hver stórfiskurinn á land
til að byrja með, tveggja ára
fallegir laxar, sem taka vel í hjá
veiðimönnum og þeir muna það
vel og lengi, það skiptir öllu fyrir
alla veiðimenn þegar upp er staðið.
Já, svona er þetta bara.
Táknræn mynd fyrir sumarið þegar beðið var eftir að laxinn kæmi á í opnun
Norðurár í Borgarfirði. Biðin var ansi löng. Mynd / María Gunnarsdóttir
Meiri háttar ferð í Selá
„Selá í Vopnafirði klikkar
ekki, hún gefur manni alltaf
skemmtilega veiði,“ sagði
Jógvan Hansen í samtali,
nýkominn úr Selá með nokkra
flotta laxa.
Hann veiðir allavega einu sinni
í Selá og hefur oft veitt vel þar
fyrir austan. En Selá hefur gefið
vel í sumar af laxi.
„Þetta var geggjað þarna fyrir
austan, dýrindis veður og áin
troðin af fiski. Yngsti veiðimaður
veiddi vel, sonur hans Sigurjóns
aflakló. Þessi á myndinni tók 150
metra niður ána, ég hefði aldrei
náð honum nema Sigurjón hefði
verið með mér. Hann þurfti að
lokum að vaða út í með háfinn
og þá var því lokið. Fiskurinn tók
Sunray og þetta var mögnuð taka
með Bender,“ sagði Jógvan.
Jógvan hefur veitt í Langá á
Mýrum í sumar, Veiðivötnum og
núna í Selá og hann hefur fengið
vel í soðið. Það er fyrir mestu.
Jógvan Hansen með vænan lax í
soðið.
Margir flottir sjóbirtingar í sumar
,,Já, þetta var gaman en fiskinn
veiddi ég í Brúarhylnum og hann
tók rauða franes,“ sagði Birgir
Örn Pálmason, sem á heiðurinn
af einum af fyrstu sjóbirtingunum
í sumar í Leirvogsá þetta sumarið
og fiskurinn var flottur.
,,Þetta var skemmtilegur fiskur
og gaman af þessu,“ sagði Birgir
Örn, veiðimaðurinn klóki, sem hefur
veitt víða í sumar og núna síðast í
Norðurá í Borgarfirði.
Það hafa veiðst margir vænir
sjóbirtingar í sumar eins og í Ytri
Rangá, Eystri Rangá og Hólsá fyrir
austan. Í Laxá í Kjós hafa veiðst
flottir birtingar og þessa dagana
er þetta að byrja fyrir austan.
Sjóbirtingurinn er að byrja að gefa
sig, hans tími er að byrja þessa
dagana.
,,Við vorum í Vatnamótunum um
daginn og það gekk ágætlega,“ sagði
Selma Björk Isabella Gunnarsdóttir,
sem var stödd á sjóbirtingsslóð um
daginn og það var veiði, en tími
sjóbirtingsins er að byrja á fullu
þessa dagana. Spáð er góðri veiði,
þveröfugt við laxveiðina.
Birgir Örn Pálmason, sem á heiðurinn
af einum af fyrstu sjóbirtingunum í
sumar í Leirvogsá þetta sumarið.
Ósasvæðið gaf vel í Ásunum
„Þetta sumar hefur auðvitað
verið með ólíkindum Það byrjaði
ágætlega hjá mér Við fórum
félagar á Ósasvæðið í Laxá á
Ásum og fengum fína sjóbirtinga
og bleikju,“ sagði Jóhann
Sigurðarsson leikari er við náum
smá spjalli við hann en alltaf er
Jói á fleygiferð.
„Við vorum þar 18.–22. júní í
góðu yfirlæti og fínum félagsskap
þarna í Ósasvæði Laxár á Ásum. Ég
komst ekki í tvo túra sökum vinnu
en það breytti litlu því það var engin
veiði. En ég missti af félagsskapnum
sem ég saknaði mest Ég gæti kíkt
með haustinu ef hann brestur á með
rigningu þó ég efi það. Lax sem
kemur verður auðvitað að koma inn
til að hrygna en ef það verður lítið af
honum læt ég náttúruna njóta vafans
og held mig heim og bíð spenntur
eftir næsta sumri og læt mig dreyma,“
sagði Jói enn fremur.
Vígalegir veiðimenn á veiðislóðum fyrr í sumar.