Bændablaðið - 29.08.2019, Page 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201916
FIL/IDF segir að skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna hafi verið rangtúlkuð:
Rangt að SÞ leggi áherslu á samdrátt
í kjöt- og mjólkurframleiðslu
– Segja kjöt- og mjólkuriðnaðinn þvert á móti vinna gegn loftslagsbreytingum
Hægt er að teygja á
sumrinu með því að skipta
sumarblómunum út fyrir
harðgerðar haustplöntur,
litríku lyngi eða sígrænum
sýprusum.
Allar þessar plöntur standa
fram í frost og margar geta lifað
veturinn af sé þeim skýlt og þær
vökvaðar reglulega í þíðu.
Beitilyng setur svip sinn
á móa og melabörð víða um
land síðla sumars. Kýs þurran
og súran jarðveg. Blómstrar
rauðum, bleikum eða hvítum
blómum á haustin og er til í
mörgum litaafbrigðum. Hvítt
beitilyng er sagt veita gæfu.
Blöðin verða rauðbrún á veturna.
Nafnið beitilyng vísar til þess að
plantan þótti góð til beitar. Allt
frá fornöld voru blóm beitilyngs
notuð til að bragðbæta öl.
Í eina tíð voru vendir
beitilyngs bundnir saman og
búnir til úr þeim kyndlar eða
sópar. Beitilyngsvendir geta
líka staðið árum saman sem
stofuskraut án þess að tapa lit.
Þar sem mikið óx af beitilyngi
þótti gott að hafa það undir
undirsængunum í rúmfletum
fyrr á tíð.
Klukkudeslyng er sígrænn,
lágvaxinn runni sem er skyldur
eriku og beitilyngi. Innan
ættkvíslarinnar Gaultheria eru
170 til 180 tegundir sem eru frá
10 sentímera runnum og upp í 6
metra há tré. Klukkudeslyngið
sem þekkt er hér er lágvaxið,
um 10 sentímetrar á hæð, og
með fallegum grænum blöðum.
Blómin hvít og bjöllulaga og
aldinið rautt ber. Þrífst best
í potti eða keri en lifir ekki
veturinn af utandyra. Berin á
klukkudeslyngi eru æt og minnir
bragðið á þeim á gömlu Wrigleys
spearmint tyggjóplöturnar í hvítu
pökkunum. Ekki er ráðlegt að
borða mikið af berjunum í einu
því að í miklu magni geta þau
valdið niðurgangi.
Silfurkambur er aðallega
ræktaður sem einært sumarblóm.
Blöðin marggreind, grá eða
silfurlit og með flauelskenndri
áferð. Plantan harðgerð og lifir
veturinn iðulega af. Blómstrar
sinnepsgulum blómum. 15 til
25 sentímetra há hér en 50 til
80 sentímetra hár hálfrunni
í heimkynnum sínum við
Miðjarðarhafið. Dafnar best á
þurrum stað og er mikið notuð
í bryddingar.
Skrautkál er blaðfallegt kál
sem er ræktað vegna litarins,
grænt með hvítu eða rauðu, og
lögunar blaðanna sem geta verið
slétt eða krulluð. Höfuðið laust
í sér. Stendur lengi fram á haust.
Getur náð 30 sentímetra hæð.
Fallegt í blómaker eitt og sér
eða með öðrum haustplöntum.
Harðgert og þolir nokkurt frost.
Bragðgott og verður sætara ef
það frýs. Fallegt í salat.
Sýprus eru sígræn tré og
viðkvæm fyrir umhleypingum.
Þrífast best í hálfskugga og
á skjólgóðum stað. Hér eru
sýprusar aðallega notaðir sem
haust- og vetrarplöntur í kerum.
Geta lifað veturinn af sé þeim
skýlt fyrir vorsólinni eða þeir
hafðir norðanmegin við hús. Úr
ýmsum yrkjum er hægt að velja,
vegna litar og vaxtarlags.
Vírkambur kemur upphaflega
frá Ástralíu þar sem plantan er
lágvaxinn, kúlulaga og sígrænn
runni með silfurlitaðar greinar.
Greinabyggingin minnir helst á
víraflækju en blómin eru hvít eða
gul. Plantan er salt- og vindþolin
í heimkynnum sínum og hefur
lifað veturinn af hér.
Haustplöntum er hægt að
planta í ker eða beint út í beð,
allt eftir aðstæðum. /VH
STEKKUR
Fjölþjóðleg loftslagsnefnd
Sameinuðu þjóðanna um loftslags
breytingar (Intergovernmental
Panel on Climate Change IPCC)
sendi frá sér skýrslu þann 8. ágúst
síðastliðinn. Þessi skýrsla hefur
verið af mörgum fjölmiðlum túlkuð
sem áskorun um að dregið verði
úr kjöt og mjólkurframleiðslu
í heiminum. Alþjóðasamtök
mjólkurframleiðenda FIL/IDF
segir þessa túlkun ekki vera
í samræmi við niðurstöður
skýrslunnar.
Í yfirlýsingu sem FIL/IDF sendi
frá sér kemur fram að í skýrslu
IPCC hafi verið til skoðunar áhrif
loftslagsbreytinga á sjálfbærni,
landnýtingu og fæðuöryggi.
Skýrslan sé í góðu jafnvægi en þar
komi fram að athafnir mannsins
hafi valdið miklum skaða á landi og
mikilla breytinga sé þörf á hvernig
hægt sé að nýta land til að draga úr
hlýnun jarðar. Síðan segir:
„Til allrar óhamingju hafa
fréttir sumra fjölmiðla mistúlkað
niðurstöður skýrslunnar og kosið að
leggja áherslu á að aðalmótvægið
felist í því að draga úr kjöt- og
mjólkurneyslu. Það er hins vegar
ekki málið.“
IPCC-pallborðið fór ítarlega yfir
núverandi vísindaritabókmenntir
varðandi landnotkun og hlutverk
hennar í fæðuframleiðslu úr
jurta- og dýraríkinu. Skýrslan
snýst þó ekki um ráðleggingar um
mataræði og engin sérstök ráð eru
sett fram um að færa mataræði
verulega frá matvælum úr dýrum.
Matvælaframleiðsla er aðeins eitt
af fjölda möguleika sem fjallað er
um í skýrslunni.
Að auki segir í skýrslunni, „matur
úr dýraríkinu, framleiddur með
sjálfbærni í huga og með tilliti lítillar
losunar gróðurhúsalofttegunda,
býður upp á mikil tækifæri til
aðlögunar og mótvægis og skapa
umtalsverðan ávinning af heilbrigði
manna.“ IPCC segir einnig:
„Mismunandi búskapur og
vistkerfi geta dregið úr losun
vegna búfjárframleiðslu. Það
fer eftir búskap, vistkerfi og
þróun. Samdráttur í losun vegna
afurðaframleiðslu úr dýraríkinu
getur leitt til hlutleysis í losun
gróðurhúsalofttegunda.
Hin alþjóðlega mjólkur
framleiðsla fagnar aukinni umræðu
um hvernig hægt sé að vinna saman
með öllum hlutaðeigandi að því að
draga úr loftslagsbreytingum.“
Þá dregur FIL/IDF saman það
sem þeir segja staðreyndir í málinu:
• Árið 2016 undirritaði mjólkur-
iðnaðurinn og FAO fRotterdam-
mjólkur yfir lýsing una sem er
skuldbinding til að draga enn
frekar úr kolefnislosun á hvert
kg af próteini sem framleitt er
(www.dairydeclaration.org).
• Heildarframlag mjólkur-
framleiðslu, vinnslu og
flutninga nemur 2,7% af
losun gróðurhúsalofttegunda
í heiminum (http://www.fao.
org/3/k7930e/k7930e00.pdf).
• Mjólkurgeirinn dregur
verulega úr losun.
Skýrsla Matvæla- og
l a n d b ú n a ð a r s t o f n u n a r
Sameinuðu þjóðanna (FAO)
sem gerð var á vegum Global
Dairy Platform, sýndi að frá
2005–2015 hafi losun frá
framleiðslu mjólkur minnkað
um 11%.
• Jórturdýr nota landbúnaðarland
og umhverfisauðlindir á
skilvirkan hátt. Mjólkurkýr
geta nýtt graslendi til beitar
sem ekki er hægt að nýta til
ræktunar annarra nytja. Til
dæmis er meira en 85% lands
sem nautgripum er beitt á í
Bandaríkjunum ekki hentugt
fyrir ræktun. (https://www.
ers.usda.gov/data-products/
major-land-uses.aspx).
• Um það bil 86% af fóðri
búfjár er ekki hentugt til
manneldis og samanstendur
af grasi svo og aukaafurðum
sem falla til við ræktun sem
annars myndu valda álagi á
umhverfið. Nautgripir stuðla
þannig að alheimsfæðuöryggi
þar sem þeir þurfa aðeins 0,6
kg af fóðurpróteini sem annars
mætti nota til manneldis til að
framleiða 1 kg af dýrapróteini.
Það hefur hærra líffræðilegt
gildi og gerir það að verkum að
nettó framlag til alþjóðlegrar
manneldispróteinsframleiðslu
verður meira (Mottet o.fl.,
2017, 2018; FAO, 2018b).
• Fyrir jórturdýr keppir aðeins
5% af fóðrinu beint við
mannamat (aðallega korn
og eitthvað sojabaunamjöl)
(Mottet o.fl. 2018).
• Árið 2013 hleypti alheims
mjólkurgeirinn af stað
rammaáætlun um sjálfbærni
mjólkurafurða til að gera
atvinnugreininni kleift
að bæta og sýna fram á
(með skýrslu) aðlögun
og mótvægisframvinda
hafi náðst með fyrir-
byggjandi hætti. (www.
dairysustainabilityframework.
org). /HKr.
Alþjóðasamtök mjólkurframleiðenda, FIL/IDF, segja um það bil 86% af fóðri búfjár ekki hentugt til manneldis og
samanstendur af grasi svo og aukaafurðum sem falla til við ræktun sem annars myndu valda álagi á umhverfið.
Skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem gerð var á vegum Global Dairy Platform,
sýndi að frá 2005–2015 hafi losun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslu mjólkur minnkað um 11%.
FRÉTTIR
Haustplöntur
Bústólpi kynnir nýja fóðurlínu fyrir kálfa
Bústólpi kynnir Vöxt, sem er ný
fóðurlína fyrir kálfa. Fóðurlínan
inniheldur þrjár vörur sem allar
hafa sérstök einkenni. Vörurnar
heita Kálfakögglar, Vaxtakögglar
og Nautakögglar.
Í tilkynningu frá Bústólpa
segir að Kálfakögglar séu úrvals
smákálfafóður og innihaldi ríkulegt
magn af fiskimjöli sem nýtist
smákálfum sérstaklega vel til
vaxtar og þroska. Kálfakögglar eru
ætlaðir samhliða mjólkurgjöf. Um
er að ræða kjarnfóður, sem hjálpar
kálfunum að ná upp góðu áti áður
en þeir hætta alveg á mjólk.
Vaxtakögglar er svo ný blanda
frá fyrirtækinu í uppeldislínunni og
sérstaklega hannaðir til þess að taka
við af Kálfakögglum og mjólkurgjöf.
Vaxtakögglar innihalda fiskimjöl
sem próteingjafa, en einnig soja
og repjukökur. Vaxtarkögglar eru
orku- og próteinríkir sem uppfylla
þörf kálfa í örum vexti á öll þau
næringarefni sem þeir þarfnast, til
viðbótar því sem gróffóðrið gefur
og tryggir þannig góðan og jafnan
vöxt.
Nautakögglar eru síðan
sérstaklega samsettir fyrir naut í
lokaeldi þegar þau eru orðin stór og
hér er áherslan lögð á að bæta magn
og gæði kjötsins. Nautakögglar
innihalda ríkulegt magn sterkjugjafa
sem tryggir nautunum mikla orku,
en sterkjan kemur að miklu leyti frá
maís auk hveitis og byggs.
Hentar vel íslenskum aðstæðum
„Við hönnun á nýju vörulínunni hefur
verið lögð áhersla á að kjarnfóðrið
henti íslenskum aðstæðum. Rétt
samsetning stein- og snefilefna sem
og vítamína í hverri blöndu fyrir sig.
Samsetning þeirra og magn
hefur verið reiknað út frá þörfum
gripanna á hverju vaxtarskeiði
fyrir sig. Uppeldi kálfa snýst fyrst
og fremst um aðbúnað þeirra og
fóðrun. Kálfum sem líður vel og eru
vel fóðraðir vaxa hraðar og meira,
svo það er til mikils að vinna með
vönduðum vinnubrögðum,“ segir
Berglind Ósk, fóðurfræðingur
Bústólpa.
Nýja fóðurlína Bústólpa fyrir kálfa
heitir Vöxtur og er sérhönnuð fyir
íslenskar aðstæður við kálfaeldi.