Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 18

Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201918 HROSS&HESTAMENNSKA Kynbótasýningarárinu 2019 lauk með þremur síðsumarssýningum, en um 160 hross komu fram á Akureyri, í Borgarnesi og á Brávöllum á Selfossi. Rúm 1.000 fullnaðardómar voru kveðnir upp á árinu og virðist sem breiddin í ræktun íslenska hestsins hafi sjaldan verið meiri. Synir Álfadísar áberandi Stærsta miðsumarssýningin fór fram á Selfossi en þar voru 105 hross skráð til leiks og hlutu 87 þeirra fullnaðardóm. Hæst dæmda hross sýningarinnar var Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, Álfadísarsonur undan Stála frá Kjarri. Álfaklettur hlaut 8,67 í aðaleinkunn, 8,73 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir samræmi, 9 fyrir höfuð, hófa, bak og lend, og 8,63 fyrir kosti. Mun þetta vera fjórði hæsti dómur 6 vetra stóðhests á þessu kynbótaári. Stofn frá Akranesi hlaut næsthæstu einkunn sýningarinnar, 8,42. Stofn er undan Asa frá Lundum II og Iðu frá Vestra-Fíflholti, sem er samfeðra Óm frá Kvistum. Stofn hlaut 8,42 í aðaleinkunn, 8,48 fyrir sköpulag og 8,37 fyrir kosti. Þriðji var Álfaskeggur frá Kjarnholtum I en hann hlaut 8,37 í aðaleinkunn, 8,20 fyrir sköpulag og 8,53 fyrir kosti. Hann er undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum, bróður Álfakletts, sem keppti á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín fyrr í mánuðinum. Móðir Álfaskeggs er afkvæmamóðirin Hera frá Kjarnholtum I sem hefur gefið 6 fyrstu verðlauna afkvæmi. Hæst dæmda hryssa sýningarinnar var Ísrún frá Kirkjubæ en hún hlaut 8,35 í aðaleinkunn, 8,18 fyrir sköpulag og 8,46 fyrir kosti þar af einkunnina 9,5 fyrir stökk, fegurð í reið og vilja og geðslag. Ísrún undan Lilju frá Kirkjubæ og Álfi frá Selfossi, frumburði Álfadísar frá Selfossi. Upprennandi keppnishryssa Á Akureyri komu 41 hross fram og hlutu 36 fullnaðardóm. Hæstu aðaleinkunn hlaut Úlfhildur frá Strönd, 8,32. Hún hlaut 8,20 fyrir sköpulag og 8,40 fyrir kosti, þar af 9,5 fyrir tölt, hægt tölt og vilja og geðslag. Úlfhildur, sem er undan Kjerúlfi frá Kollaleiru og Framtíð frá Múlakoti, kom fyrst fram fjögurra vetra árið 2014 en hefur síðan þá verið að hasla sér völl á keppnisvellinum. Bjarni Jónasson knapi keppti meðal annars í þremur mótum Meistaradeildar KS á Úlfhildi í vetur og urðu þau í 5. sæti í tölti og 4. sæti í slaktaumatölti. Næsthæstu einkunn á Akureyri hlaut 5 vetra stóðhestur, Stökkull frá Skrúð. Hann er undan Markúsi frá Langholtsparti og Söndru frá Skrúð, sem hefur nú gefið af sér fimm fyrstu verðlauna hross. Stökull hlaut 8,25 í aðaleinkunn, 8,23 fyrir sköpulag og 8,26 fyrir kosti. Sigurrós efst í Borgarnesi Átján hross voru sýnd í Borgarnesi og hlutu 13 þeirra fullnaðardóm en aðeins eitt fyrstu verðlaun. Það var hryssan Sigurrós frá Söðulsholti sem hlaut 8,12 í aðaleinkunn. Hún hlaut 8,16 fyrir sköpulag og 8,10 fyrir kosti þar af einkunnina 9 fyrir tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið. Sigurrós er undan Sigur frá Hólabaki og Pyngju frá Syðra- Skörðugili. Sýnandi hennar var Halldór Sigurkarlsson sem ræktaði hryssuna ásamt Iðunni Silju Svansdóttur. Bregðast þarf við ofskráningum Umgjörð kynbótasýninga hefur sætt nokkurri gagnrýni, en uppbókað hefur verið á tilteknar sýningar á methraða með löngum fyrirvara. Gísli Guðjónsson hefur verið sýningarstjóri kynbótasýninga. „Þetta kapphlaup ræktenda að skrá á ákveðnar sýningar er eitthvað sem mætti skoða því þegar loks kemur að sýningunni eru þeir sem pantað hafa pláss ekki með þann fjölda hrossa sem þeir skráðu. Plássin ganga svo kaupum og sölum sem getur skapað erfiðleika við framkvæmd sýninganna. Við þessu þarf að bregðast svo fólk geti ekki dekkað pláss sem það notar svo ekki.“ Mikil breidd hrossa og ræktenda Gísli segir að kynbótaárið 2019 sýni þá miklu breidd sem hefur skapast í hrossarækt á Íslandi. „Það eru ekki aðeins nokkur bú sem eiga sviðið, heldur eigum við orðið góða hrossaræktendur alls staðar. Stærsta stjarnan getur jafnvel komið frá áður óþekktu nýju hrossaræktarbúi.“ Þetta sé jákvæð staða. „Íslenski hesturinn þarf að geta farið í öll þau hlutverk sem honum er ætlað, allt frá því að vera reiðskólahestur upp í það að vera afreksíþróttahestur. Því fjölbreyttari flóru sem við höfum úr að velja í ræktun hans, því betra.“ Enginn ákveðinn afkvæmahestur sló í gegn í ár, að mati Gísla. „Þeir sem hæstir voru komu úr ýmsum áttum, allt frá því að vera undan ósýndum hrossum til þess að vera afkvæmi hátt dæmdra heiðursverðlaunahrossa.“ Hann tekur sem dæmi hæst dæmda 4 vetra stóðhest ársins, Leyni frá Garðshorni á Þelamörk, sem kemur af alls óþekktum ættum. „Hann er í raun slysafang undan slysafangi. Það er því ekki alveg á vísan að róa í öllu.“ Gísli er nýtekinn við ritstjórastóli hestatímaritsins Eiðfaxa en nýir eigendur tóku við miðlinum í maí sl. Stefnt er á að Eiðfaxi komi út í tímaritsformi einu sinni í mánuði, auk þess sem nýr vefur er væntanlegur innan tíðar. „Hestamenn eiga að geta rekið eitt fagtímarit um hesta og er markmið okkar að gera hrossaumræðunni hátt undir höfði.“ /ghp Síðsumarssýningar ráku endahnútinn á kynbótaárið 2019: Fjölbreytileikinn mikilvægur Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum. Knapi er Bergur Jónsson. Mynd/Gangmyllan Alls voru 1.1176 kynbótadómar kveðnir upp á árinu 2019 á Íslandi, þar af 1.031 fullnaðar­ dómur. Meðaleinkunn hrossanna var 8,01. Meðaleinkunn sköpulags- dóma var 8,12 og meðaleinkunn kosta var 7,93. Hæstu aðaleinkunn hlaut Draupnir frá Stuðlum, 8,88, á Vorsýningu á Gaddstaðaflötum. Næsthæstu aðaleinkunn hlaut Þór frá Torfunesi sem fékk 8,80. Hæstu einkunn fyrir kosti hlaut Viðja frá Hvolsvelli á Vorsýningu á Hólum í Hjaltadal í byrjun júní. Hún hlaut einkunnina 9,00 fyrir kosti, þar af 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, skeið og fegurð í reið. Hæstu einkunn fyrir sköpulag hlaut Ísak frá Þjórsárbakka á Vorsýningu á Gaddstaðaflötum. Hann hlaut þar 8,84, þar af einkunnina 9,0 fyrir höfuð og samræmi og 9,5 fyrir háls, herðar og bóga. Nokkur hross hlutu fullt hús stiga fyrir einstaka þætti í dómum. Ljúfur frá Torfunesi hlaut 10 fyrir tölt. Safír frá Mosfellsbæ fékk 10 fyrir brokk. Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II hlaut 10 fyrir hægt tölt. Þá hlutu þeir Laxnes frá Ekru, Bláinn frá Hellu, Kakali frá Garðsá og Kjósverji frá Bjarkarhöfða 10 fyrir prúðleika. Ísak frá Þjórsárbakka fékk hæstu einkunn fyrir byggingu. Knapi er Árni Björn Pálsson. Mynd/Aðsend Hæst dæmdu hross ársins Sigurrós frá Söðulsholti. Knapi er Halldór Sigurkarlsson. Mynd/Iðunn Silja Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. HÆSTU HROSS ÁRSINS Í HVERJUM ALDURSFLOKKI 4 vetra Aðaleinkunn Sk. Ko. Leynir frá Garðshorni á Þ. 8,56 8,35 8,70 Álfamær frá Prestsbæ 8,38 8,33 8,41 5 vetra Viðar frá Skör 8,68 8,71 8,67 Þrá frá Prestsbæ 8,58 8,31 8,76 6 vetra Þór frá Torfunesi 8,80 8,76 8,83 Eyrún Ýr frá Hásæti 8,60 8,33 8,78 7 vetra og eldri Draupnir frá Stuðlum 8,88 8,74 8,97 Elja frá Sauðholti 2 8,75 8,56 8,87 Leynir frá Garðshorni á Þelamörk. Mynd/BirnaTryggvadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.