Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 20

Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201920 Bankakerfi heimsins hefur verið í mikilli rússíbanareið það sem af er þessari öld. Ef litið er blákalt á stöðuna á heimsvísu er vart hægt að komast hjá þeirri hugsun að það stefni hraðbyri í nýtt risastórt efnahagshrun. Viðvörunarbjöllur eru víða farnar að klingja. Í öllu falli er vandséð að hægt verði að koma í veg fyrir gjaldþrot í það minnsta fjölmargra stórra banka á komandi misserum. Tímaritið The Economist gekk svo langt í umfjöllun sinni í apríl að líkja evrópskum bönkum við uppvakninga eða „zombie banks“ og taldi vandséð hvernig ætti að glíma við erfiða stöðu þeirra. Hlutabréf í bönkunum höfðu þá fallið um 22% á 12 mánuðum. Tilraunir hafi verið gerðar við að sameina Deutsche Bank og Commerzbank í Þýskalandi vegna gríðarlegs vanda þess fyrrnefnda og Danske bank og Swedbank glímdu við afleiðingar af risavöxnu peningaþvætti. Sameining Deutsche Bank og Commerzbank hafa reyndar runnið út í sandinn. Síendurtekin hrun Í grein sem Wolf Richter birti á vefsíðu sinni 15. júní bendir hann á að evrópskir bankar hafi verið að fara í gegnum síendurtekið hrunferli síðastliðin 12 ár. Birtir hann fjölmörg línurit því til sönnunar. Vefsíða Wolf heitir því skemmtilega nafni Wolf Street og fjallar um sögurnar á bak við viðskiptin, fjármálin og peningana. Wolf Richter býr í San Francisco og er forstjóri Wolf Street Corp. Hann hefur yfir 20 ára reynslu í fyrirtækjastjórnun, stofnun og endurskipulagningu fyrirtækja. Hann er líka rithöfundur og hefur skrifað bækur eins og Big like: Cascade Into An Odyssey, sem eru ferðaminningar úr ferð til Tókíó í léttum dúr og skáldsöguna Testosterone Pit. 33% fall bankanna á tíu mánuðum Wolf bendir á að evrópskir bankar hafi ekki náð að rétta sig af um síðustu áramót, heldur haldið áfram að falla á verðbréfamörkuðum. Frá febrúar 2018 til 27. desember 2018 féll bankahlutabréfavísitala Stoxx 600 um 33%. Í júní 2019 var staðan litlu betri en hún var í lok desember. Segir Wolf að það veki athygli hversu evrópskir bankar hafi orðið fyrir margítrekuðum skellum frá því í maí 2007 í kjölfar hinnar ótrúlegu evrubólu. Verðmæti banka fjórfaldaðist á tólf árum, eða frá október 1995 til maí 2007. Á tólf árum frá maí 2007 hefur verðmæti bankahlutabréfa hrunið um 75% og er nú í sömu stöðu og það var í október 1995. Í stuttu máli lýsir Wolf þessu svona: • Um mitt ár 2007 fóru að koma brestir í bólumyndun evru bankanna. • Árið 2008 skellur fjármála­ kreppan á og húsnæðismarkaður á Spáni, Írlandi, Portúgal, í Grikklandi og víðar byrjaði að hrynja. • Árið 2009 hefst skuldakreppa samhliða vandræðum banka í Suður­Evrópu. • Árið 2014 tekur seðlabanki Evrópu að reka stefnu með neikvæðum stýrivöxtum (Negative Interest Policy – NIRP) sem átti að bjarga bankakerfinu. • • Um mitt ár 2015 kom bankakreppa upp á ný á Ítalíu vegna þess að ekkert var lagað og NIRP stefna seðlabanka Evrópu var að gera illt verra. • Í júní 2016 kaus meirihluti breskra kjósenda Brexit pakkann, sem olli því að Stoxx 600 Bank vísitalan sökk niður um 21% á tveimur dögum. Það var versta tveggja daga hrun í sögunni. • Snemma árs 2018 byrja Deutsche Bank og aðrir bankar að skrúfast niður á nýjan leik. Eru Íslendingar í öðrum veruleika? Íslendingar hafa svo sem ekki orðið mjög varir við slæma stöðu víða um lönd á allra síðustu árum. Hafa Íslendingar sem heild siglt í góðum byr á öldufaldi efnahagsuppsveiflu. Enda voru þessir gömlu bankar endurreistir frá grunni, en gömlu bankarnir settir í „þrot“. Það er ólíkt því sem gert var víða um lönd þar sem áhersla var lögð á að bjarga bönkunum. Íslenska hagkerfið er samt ekki með ónæmi gagnvart hagkerfum heimsins og erlendur fjármálavandi getur verið fljótur að skila sér inn í okkar veruleika. Fjöldi fólks á landinu hefur samt ekki fundið fyrir hinni margrómuðu uppsveiflu og þykir ranglega hafa verið gefið á pólitísku spilaborði efnahagsstjórnarinnar. Nú er svo komið að skútan hefur farið fram af öldufaldinum og stefnir nú aftur niður í öldudalinn. Ævintýralegur gróði íslensku bankanna Samanlagður hagnaður íslensku bankanna hefur numið tugum milljarða á hverju ári undanfarin ár, sem er gjörólík staða miðað við flesta aðra banka heimsins. Hefur samanlagður gróði bankanna numið nálægt 250 þúsund krónum á hvern einasta íbúa landsins á hverju ári. Það gefur væntanlega einhverja mynd af þeim ofurháu vöxtum og kostnaði sem bankarnir innheimta af viðskiptavinum sínum á sama tíma og t.d. danskir bankar eru farnir að bjóða 0 eða jafnvel neikvæða vexti á fasteignalánum. Þessi staða ætti að fá menn til að leiða hugann nokkur ár aftur í tímann og spyrja sig hvort ekki sé rétt að fara að staldra við og upphugsa nýjar leiðir í fjármálastjórnun hagkerfa heimsins. Meira að segja sumir af ríkustu mönnum heims, eins og Bill Gates, hafa verið með slíkar vangaveltur á liðnum misserum. Neikvæð vaxtastefna veldur líka vanda Wolf Richter segir í pistli sínum að hluti vandans fyrir evrópska banka sé neikvæða vaxtastefnan NIRP. Hún hafi aldrei verið hönnuð til að efla raunhagkerfið eða gera banka heilbrigðari svo þeir gætu stutt við lifandi hagkerfi. Það hafi verið hannað til að auka skuldabréfaverð og þar með lækka ávöxtunarkröfu, sem lækkar kostnað við lántöku fyrir skuldug ríki eins og Ítalíu. Það geri þeim kleift að taka lán án endurgjalds, sem jafnvel ríkisstjórn Ítalíu getur gert með allt að eins árs gjalddaga. „En þetta kostar sitt,“ segir Richter. Seðlabanki Evrópu sendi frá sér yfirlýsingu í ágúst 2018 þar sem það viðurkennir að NIRP gæti valdið fjármálakreppu vegna þess að þessi stefna sé hræðileg fyrir marga banka. Þar segir m.a.: „Við sýnum að neikvæðir stýrivextir geta haft áhrif á framboð bankalána á nýjan hátt. Bankar eru tregir til að miðla neikvæðum vöxtum áfram til sparifjáreigenda. Afleiðingin er að innleiðing neikvæðra stýrivaxta hjá Seðlabanka Evrópu um mitt ár 2014 leiddi til meiri áhættutöku og minni útlána banka á evrusvæðinu með því að treysta meira á innlánsfjármögnun. Niðurstöður okkar benda til þess að neikvæðir vextir séu ekki að gera mönnum greiða og gætu valdið hættu á óstöðugleika í peningakerfinu þegar útlán eru veitt af innlánsstofnunum.“ Hagkerfið verður að byggja á sjálfbærni annars fer illa Grunnur vandans er vaxtakerfið og sú trú að hægt sé að halda uppi endalausum hagvexti án þess að sjálfbærni komi þar nokkuð við sögu. Vextir á peninga hafa aldrei verið annað en ávísun á eitthvað sem engin raunverðmæti standa á bak við, heldur bara huglægt mat. Þetta er fullkomlega ósjálfbært kerfi, hvort sem vextir eru jákvæðir eða neikvæðir. Hagvöxtur sem byggir á því að taka sífellt af einhverju án þess að passa upp á um leið að sú uppspretta endurnýi sig, getur heldur ekki leitt til annars en ófara. Þetta á líka við um alla aðra hluti, eins og landnýtingu og landbúnað eins og hann leggur sig. Það verður að ríkja jafnvægi, annars fara hlutirnir á hliðina. Náttúran mun væntanlega sjá um að leiðrétta slíkt misvægi með tímanum, en með afleiðingum sem geta verið mjög alvarlegar, allavega fyrir mannfólkið. Ofsagróði bankanna byggður á sandi Ef við skoðum aðeins peningakerfið á Íslandi frá síðustu aldamótum, þá er staðan mjög áhugaverð. Árið 2006 hafði hagnaður íslensku bankanna vaxið gríðarlega síðan 2001 og miklu meira en markaðsvirði þeirra sagði til um samkvæmt samantekt MP Fjárfestingabanka sem þá var gerð. Hagnaðurinn hafði aukist um rúmlega 3.600% á þessu tímabili. Hagnaður bankanna hafði þannig aukist það mikið að árshagnaður þeirra á árinu 2005 samsvaraði rúmlega heildarmarkaðsvirði allra FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fjármál heimsins byggja á ósjálfbæru kerfi sem virðist ekki geta gengið upp þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir: Evrópskum bönkum líkt við uppvakninga í síendurteknu efnahagshruni – Fjölmargar vísbendingar sagðar um að fjármálakerfi Evrópu kunni fljótlega að missa jafnvægið Hér fyrir ofan er graf Wolf Richter af verðþróun hlutabréfa í Deutsche bank. Það sýnir 95% fall frá 2007 sem hann kallar „dauðaspíral” bankans. Neðra grafið sýnir viðburði sem hafa haft áhrif á verð hlutabréfa í evrópsku bönkunum á sama tímabili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.