Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 22

Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201922 Fyrir skömmu kom út ítarleg skýrsla fjölmargra sérfræðinga sem fjallar um áhrif innleiðingar á þriðja orkupakka ESB sem ráðgert er að samþykkja í þingsályktunar­ tillögu á Alþingi nú í byrjun september. Skýrsluhöfundar telja að í ljósi framkominna upplýsinga sé rökrétt að Alþingi hafni innleiðingu orkupakkans og að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Garðyrkjubændur vöktu í fyrra athygli á þeirri hættu sem Íslendingum gæti mögulega stafað af innleiðingu þessa regluverks frá ESB. Ítrekaðar skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar er á móti innleiðingu orkupakka 3. Í könnun sem Maskína gerði í júní kom fram að af þeim sem tóku afstöðu til innleiðingar á orkulöggjöf ESB á Íslandi voru 61,3% andvíg en 38,8% voru því fylgjandi. Ítrekað hefur komið fram að ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki telja sig þurfa að taka tillit til vilja almennings sem birtist í slíkum könnunum. Ekki heldur amþykkta sem gerðar hafa verið á landsfundum flokkanna. Þar hefur samt verið ótvíræð afstaða gegn innleiðingu orkupakka þrjú. Vegna þessa hafa þverpólitísk samtök Orkunnar okkar reynt að vekja athygli almennings á alvarleika málsins og fengu hóp manna með víðtæka þekkingu til að setja saman fyrrnefnda skýrslu sem er unnin undir ritstjórn Jónasar Elíassonar, Stefáns Arnórssonar og Haraldar Ólafssonar. Að skýrslu þessari stendur einnig sérfræðinganefnd Orkunnar okkar, en hana skipa eftirtaldir: Jónas Elíasson (formaður), prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sérfræðingur í straumfræði, vatna­ fræði, virkjanagerð og aðstoðarmaður orkumálaráðherra 1985–87, Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti, Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sérfræðingur í hag fræði náttúruauðlinda, Stefán Arnórsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sérfræðingur í jarðarauðlindum. Með nefndinni starfar Haraldur Ólafsson, prófessor í eðlisfræði lofthjúps jarðar við Háskóla Íslands, fyrrv. prófessor og stjórnandi veðurdeildar Háskólans í Björgvin. Aðalhöfundar að efni einstakra kafla voru Stefán Arnórsson prófessor, Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, Bjarni Jónsson verkfræðingur, Elías B. Elíasson verkfræðingur, Ragnar Árnason prófessor, Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur, Sigurbjörn Svavars­ son framkvæmdastjóri, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri. Skýrsluhöfundar vara sterklega við innleiðingu orkupakkans. Í inngangi segir m.a.: „Þessi skýrsla er rituð í ljósi þess að Alþingi og íslensk þjóð standa nú frammi fyrir því að taka eina þá stærstu ákvörðun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í sögu íslensks lýðveldis og jafnvel mun lengur. Málið varðar skipan raforkumála í landinu um fyrirsjáanlega framtíð og yfirráð yfir orkulindum þjóðarinnar. Samkeppnishæfni atvinnuveganna og lífskjör á Íslandi geta skaðast verulega þegar til framtíðar er litið.“ Fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið Þá segir einnig að rökrétt sé að Alþingi hafni upptöku 3. orkupakka ESB, a.m.k. að svo komnu og þá á þeirri forsendu að upptaka þessa orkupakka er skaðleg fyrir íslenska þjóð og stefnir í hættu ríkjandi auðlinda­ og umhverfisstefnu. Mjög mikilvægt er að málið verði rækilega kynnt almenningi í fjölmiðlum. Einnig að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Skýrslan er mjög ítarleg og tekur á ýmsum þáttum þessa TÆKNI&VÍSINDI ORKA&UMHVERFI Skýrsla sérfræðingahóps um áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband ESB: Alþingi hafni upptöku á orkupakka þrjú og efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu – Skýrsluhöfundar telja að forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar sé í húfi 61,3% 38,8% Orkulöggjöf Evrópusambandsins Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB? Fylgjandi Andvíg(ur) Heimild: Maskína - Hlutfall þeirra sem taka afstöðu Viðhorfskönnun gerð fyrir Heimsýn í júní 2019 Svarendur 708, gild svör 89,3% Frá kynningu á skýrslunni í Þjóðmenningarhúsinu 16. ágúst sl. Mynd / HKr. Sigurbjörn Svavarsson framkvæmda­ stjóri. Stefán Arnórsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands og sérfræðingur í jarðarauðlindum. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri á Morgunblaðinu. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra 1987–1979 og 1980– 1983. Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur. Bjarni Jónsson verkfræðingur. Elías B. Elíasson verkfræðingur. Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagfræði náttúruauðlinda. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi fjármálaráðherra 1987– 1988 og utanríkisráðherra 1988–1995. Haraldur Ólafsson, prófessor í eðlisfræði lofthjúps jarðar við Háskóla Íslands. Jónas Elíasson (formaður nefndar­ innar), prófess or emeritus við Háskóla Íslands, sérfræðingur í straumfræði, vatnafræði, virkjana­ gerð og aðstoðarmaður orkumála­ ráðherra 1985–1987. Í slendingar hafa löghelgaðan og óumdeildan rétt aðildarríkja EES til þess að hafna innleiðingu löggjafar án viðurlaga. Þetta var frá upphafi ein meginröksemdin fyrir því, að framsal valds skv. EES-samningnum væri innan marka þess, sem samrýmdist óbreyttri stjórnarskrá.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.