Bændablaðið - 29.08.2019, Side 26

Bændablaðið - 29.08.2019, Side 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201926 Staða mjólkurframleiðslu er mjög góð ef við höfum velvild stjórnvalda og kunnum að spila úr þeim spilum sem við höfum,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að Ísland sé land tækifæranna í búvöruframleiðslu, ekki síst mjólkurframleiðslu. Hérna eigum við nóg af landi, nóg af vatni og hreinleikinn er mikill, þannig að ég held að staðan sé mjög góð ef við höfum velvild stjórnvalda og kunnum að spila úr þeim spilum sem við höfum,“ segir Arnar Bjarni, kúabóndi í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, aðspurður hvernig honum lítist á stöðu og horfur mjólkurframleiðslunnar í landinu. „Auðvitað væri gaman að gera meiri útrás á erlenda markaði með mjólkurvörurnar okkar en það er hins vegar mjög þungur róður. Það er ekkert öðruvísi hjá öðrum þjóðum en okkur, það eru allir að vernda sína búvöruframleiðslu þannig að það er ekki einfalt að komast inn á erlenda markaði,“ bætir Arnar Bjarni við. 240 mjólkandi kýr í nýju fjósi Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, eiginkona hans, hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt 4 þúsund fermetra hátæknivætt fjós í Gunnbjarnarholti. Húsið rúmar um 500 gripi, þar af 240 mjólkandi kýr. Í fjósinu eru fjórir mjaltaþjónar, sex mismunandi tegundir af dýnum fyrir kýrnar til að liggja á og sérstakar gardínur eru í fjósinu til að stýra loftræstingunni. „Við erum mjög ánægð með nýja fjósið og aðbúnað gripanna, það er allt að virka, öllum líður vel og við sjáum ekki eftir að hafa farið út í þessa framkvæmd,“ segir Arnar Bjarni. Fjós stækka og stækka Arnar Bjarni og Berglind eiga líka fyrirtækið Landstólpa í Gunnbjarnarholti sem er að gera það gott í byggingu nýrra fjósa úti um allt land. „Já, það er mikið af nýjum fjósum í byggingu og þau fara alltaf stækkandi. Við erum að horfa mikið á 100 til 120 kúa fjós með tveimur mjaltaþjónum, þau fjós eru vinsælust í dag. Við erum búin að byggja 58 fjós á síðustu árum og í ár erum við að byggja 4 ný fjós, þannig að þau verða komin upp í 62 fjós um næstu áramótin,“ segir Arnar Bjarni. Liggur mjög á nýjum samningi Þegar Arnar Bjarni er spurður út í rekstrarumhverfi og stöðu mjólkurframleiðslunnar í landinu í dag segir hann að það sé nokkuð stöðugt en þó liggi mjög á því að gerður verði nýr samningur í ljósi atkvæðagreiðslunnar síðasta vetur. „Virk viðskipti með greiðslumark verða að komast á aftur til að eðlileg þróun og endurnýjun geti átt sér stað í mjólkurframleiðslunni. Auðhumla fer vonandi að ná vopnum sínum á nýjan leik og svo er gaman að minni mjólkurvinnsluaðilar virðast geta komið með skemmtilegar nýjungar og fjölbreytileika inn á markaðinn LÍF&STRAF Nýtt risafjós tekið í notkun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi: „Ísland er land tækifæranna í búvöruframleiðslu“ – segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti, og leggur áherslu á að að spilað sé rétt úr þeim spilum sem við höfum Nýja fjósið í Gunnbjarnarholti er allt hið glæsilegasta, jafnt að utan sem innan. Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti, í nýja fjósinu. Það rúmar um 500 gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr sem búa þar við gott atlæti í vel loftræstu húsi. Mynduir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í nýja fjósinu eru sex gerðir af dýnum sem kýrnar geta valið um að liggja á. Vatnsdýnurnar hafa algjörlega slegið í gegn en það er alltaf biðröð þegar kemur að hvíldarstund hjá kúnum. Hér stendur Arnar Bjarni á slíkum dýnum. Vel er búið um kálfana í nýja fjósinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.