Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201928
LÍF&STARF
Vinsældir Raggagarðs í Súðavík sífellt að aukast:
Yfir 11 þúsund gestir hafa komið í garðinn í sumar
„Þessi mikli gestafjöldi hefur komið
ánægjulega á óvart,“ segir Vilborg
Arnarsdóttir, aðalhvatamaður
fjölskyldugarðsins Raggagarðs
í Súðavík, en vel yfir 11 þúsund
gestir hafa sótt garðinn heim
í sumar. Vilborg hefur ásamt
eiginmanni sínum, Halldóri Má
Þórissyni, auk stjórnar garðsins,
séð um viðhald hans, aukið og
bætt við hann í áranna rás.
Teljari var settur upp 8. júní
sem telur þá sem fara inn í garðinn
og út. Raggagarður var opnaður
formlega fyrir 14 árum, í byrjun
ágúst árið 2005, og segir Vilborg
að hann sé nú nánast kominn í það
horf sem hún hafi hugsað sér þegar
hafist var handa við uppbyggingu
hans. Raggagarður heitir eftir syni
Vilborgar, Ragnari Frey Vestfjörð,
sem lést í bílslysi í ágúst árið 2001,
þá rúmlega 17 ára gamall.
Garðurinn er opinn yfir
sumarmánuðina, opnaður að jafnaði
1. júní og er opinn fram í miðjan
september, en veðurfar ræður að
mestu um hvort sá tímarammi er
rýmkaður í báðar áttir, að sögn
Vilborgar. Garðurinn er á fyrrum
leikskólalóð í gömlu byggðinni
í Súðavík og á skilgreindu
snjóflóðasvæði, svo erfiðara er
um vik að halda honum opnum að
vetrarlagi.
Vilborg segir vinsældir
Raggagarðs hafa aukist með árum,
hann sé í raun eitt af kennileitum
fjórðungsins. Færst hefur í vöxt að
samkomur af ýmsu tagi séu haldnar
í garðinum, m.a. barnaafmæli. Borð,
bekkir og stólar eru í garðinum og
komast vel yfir 100 manns fyrir í
sæti þar. Grill er einnig í garðinum.
Útlendingar skoða listaverkin
Vilborg segir að börn og fjöl
skyldufólk sé vissulega stór hluti
gesta Raggagarðs, en einnig
komi þangað útlendingar í tölu
verðum mæli, m.a. til að skoða
þau listaverk sem þar er að finna.
Á svonefndu Boggutúni, sem
opnað var í tilefni 10 ára afmælis
garðsins, eru listaverk sem Gerður
Gunnarsdóttir gaf garðinum, þar er
Álfa og Dvergasteinar, grjótaþorp
og holugrjót frá Hvítanesi. Þar er
líka hringborð með sætum en á þeim
eru nöfn þorpanna í fjórðungnum.
Óskatjörn er þar einnig að finna, lítil
tjörn með brú og vatnssnigill sem
Ragnar Freyr átti á sínum tíma þátt
í að búa til.
10 milljónir úr Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða
Raggagarður fékk 10 milljónum
króna úthlutað úr Framkvæmda
sjóði ferðama nnastaða sem
Vilborg segir að verði m.a.
notaðar til að malbika og ganga
frá bílastæðum við garðinn næsta
vor. Alls hefur kostnaður við að
koma garðinum upp numið um 60
milljónum króna á þeim 14 árum
sem liðin eru frá opnun hans.
Vilborg segir velviljann sem
garðurinn nýtur einstakan, allir
séu boðnir og búnir að leggja
sitt lóð á vogarskálar, bæði með
vinnu og eða framlögum og þá
berist garðinum gjafir úr ýmsum
áttum.
„Við finnum fyrir miklum
kærleik og það er ómetanlegt,
blæs manni krafti í brjóst að gera
sífellt betur. En nú erum við komin
á þann stað að framkvæmdum er
að mestu lokið við garðinn og þá
getum við kannski aðeins slakað
á,“ segir Vilborg og er þakklát
fyrir þann mikla fjölda gesta sem
litið hefur inn í garðinn. /MÞÞ
Vilborg Arnarsdóttir og Halldór Már Þórisson undir álftunum Ask og Emblu við innganginn í Raggagarð.
Horft yfir garðinn með Ísafjarðardjúp í baksýn. Mynd / Halldór Sverrisson Rekaskógurinn var settur upp fyrr í sumar, rekinn kom frá bændum á
Ströndum.
Séð yfir útivistarsvæðið og Boggutún. Mynd / Halldór Sverrisson
Jóhanna og Bragi sveitarstjóri hjálpa
Vilborgu og Halldóri við að klippa tré.
Vinnuskólakrakkar af svæðinu leggja sitt af mörkum við að halda garðinum við.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 209.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
e
hf
.
Fararstjóri: Pavel Manásek
Í þessari skemmtilegu aðventuferð gistum við í þremur heillandi
borgum. Í hverri þeirra kynnumst við fagurlega skreyttum
jólamörkuðum með fjölbreyttum varningi og sýnishorni af því
dæmigerða í mat og drykk heimamanna. Ferðin hefst í Pilsen
í Tékklandi, þaðan verður farið til heimsborginnar Prag og
endum við ferðina í Passau í Þýskalandi.
5. - 12. desember
Aðventuprýði í Prag
Nýlegur fundur á
steingerðri lilju, sem
hefur verið aldursgreind
115 milljón ára gömul,
sýnir að dulfrævingar
voru orðnir fjölbreyttir
í útliti fyrir rúmum
hundrað milljón árum.
Í nýlegri grein í
Nature Plants segir
frá því að alþjóðlegt
teymi fornleifa og
grasafræðinga staðfesti að
steingervingur af blómi
sem fannst í Brasilíu sé
steingerð lilja sem hafi
lifað fyrir um 115 milljónum
ára. Steingervingurinn er elsta
steingerða lilja og jafnframt einn
elsti einkímblöðungur sem vitað er
um og hefur fengið heitið
Cratolirion bognerianum.
Með hjálp þrívíddar tækni
tókst að ná þokkalegri
mynd af plöntunni
og greina hana. Með
greiningu plöntunnar hafa
vaknað spurningar um
þróun plantna í hitabeltinu
fyrir milljónum ára.
Steingervingurinn, sem
fannst í fersku vatni Crato
vatns í norðausturhluta
Brasilíu, er óvenju heill,
40 sentímetra langur
með rót, stöngli, blöðum
og blómi. Í honum má einnig sjá
móta fyrir einstaka frumum. /VH
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Steingervingur af blómi finnst í Brasilíu:
115 milljón ára gömul lilja
UTAN ÚR HEIMI