Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201930
LÍF&STARF
Bræðurnir Kristján og Guðjón Hildibrandssynir, staðarhaldarar í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Þar hefur verið hákarlasafn síðan 2001 og nú er búið að reisa þar við hliðina veglegan
veitingastað. Myndir / Hörður Kristjánsson
Í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit
á Snæfellsnesi hefur verið
starfrækt hákarlasafn þar sem
uppi er vegleg lifandi sýning um
hákarlaveiðar og verkun auk
fróðleiks um gamla búhætti og
sjósókn. Stofnandi þessa safns
var Hildibrandur Bjarnason, en
hann lést haustið 2017 og hafa
synir hans, Guðjón og Kristján,
haldið rekstrinum gangandi
síðan.
Hákarlasafnið hefur verið í
núverandi byggingu síðan 2001,
en búið er að bæta við aðstöðuna og
byggja veglegan veitingaskála þar
við hliðina. Kristján Hildibrandsson
segir að matsalurinn sé opinn alla
daga yfir sumartímann og þess
utan sé hægt að panta fyrir hópa
ferðafólks. Í ár var sumaropnunin á
veitingastaðnum hafin um páskana
og segir Kristján að mest hafi þá
verið um útlendinga. Annars
spili veðrið stóra rullu í hvernig
samsetningin er í hópi þeirra sem
sækja safnið heim og góða veðrið
í sumar hafi dregið að Íslendinga.
Auk þeirra bræðra hafa verið
um fjórir til fimm starfsmenn á
safninu og á veitingastaðnum í
sumar. Að meðaltali eru þar fimm
stöðugildi yfir allt árið. Er staðurinn
því farinn að skipta töluverðu máli
sem vinnuveitandi í sveitarfélaginu
Helgafellssveit og er þar stærsti
atvinnurekandinn. Hafa bræðurnir
tileinkað sér vel þá þekkingu sem
faðir þeirra hafði á hákarlaveiðum
og vinnslu. Miðla þeir þeirri
þekkingu og sögum Hildibrands
af mikilli innlifun til útlendinga
og annarra gesta sem þykir alltaf
jafn mikið til koma.
Fólk eltir góða veðrið
„Sumarið í fyrra var alveg
hræðilegt, stöðug rigning og
leiðinleg tíð. Þá sóttu allir
Íslendingarnir í sólina austur á
land. Við sáum varla Íslending
meðal gestanna hjá okkur í fyrra,
en nú hefur þetta gjörbreyst. Í
sumar höfum við notið góða
veðursins og þeir Íslendingar sem
hafa verið að bíða með að ferðast á
þessar slóðir hingað til hafa verið
að koma til okkar,“ sagði Kristján
þegar blaðamaður Bændablaðsins
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Ferðaþjónustan í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi vex og dafnar og er nú stærsti vinnuveitandinn í Helgafellssveit:
Hákarlasafnið dregur
að fjölda ferðamanna
Hildibrandur Bjarnason stofnaði hákarlasafnið og byggði yfir það 2001. Nú hafa synir hans tekið við og hafa
byggt veglega veitingaaðstöðu við safnið.
Á safninu er fjöldi merkilegra muna sem tengjast sjósókn og búskaparháttum
fyrr á árum.
Hildibrandur Bjarnason, sto
fnandi
safnsins. Myndin var tekin í f
ebrúar
2016.