Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 31

Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 31 staldraði við á safninu í lok júlí. Þá var þar fjöldi gesta og verulegur hluti þeirra voru Íslendingar. Sömu sögu var að segja af tjaldstæðum eins og á Grundarfirði, sem var fullt af ferðamönnum, aðallega íslenskum. Guðjón segir að þarna gildi greinilega að Íslendingarnir fari þangað sem veðrið er best, annað en útlendingar, sem séu ekki eins kunnugir og glöggir að fylgjast með veðurspám og hafi síður verið í þeim sporum til þessa. „Ég er þó farinn að halda að útlendingarnir séu búnir að læra þetta líka.“ Segir Guðjón að veðrið hafi vissulega leikið við þá í sumar, en fyrir safn gildi þó oft önnur lögmál. „Ef það er bongóblíða úti, þá hefur fólk engan áhuga á að koma inn í safn. Það vill miklu heldur vera í göngutúrum úti í náttúrunni eða eitthvað því um líkt. Um leið og það kólnar og sérstaklega ef það kemur rigning, þá flykkist fólk hingað í leit að stað til að komast í skjól.“ – Hvað með sveitungana og íbúa í þorpum og bæjum hér í grenndinni, eru þeir að koma til ykkar í heimsókn? „Jú, þeir koma af og til. Það er þó bara þannig með okkur Íslendinga að við látum bíða að heimsækja þá staði sem eru í okkar næsta nágrenni. Við hugsum sem svo að þeir séu ekki að fara neitt. Við ætlum svo að heimsækja þá seinna en gerum það kannski aldrei. Maður er ekki laus við að hugsa svona sjálfur. Það er skemmtilegt varðandi erlenda ferðamenn sem eru að ferðast um langan veg og meðvitað í þeim tilgangi að koma hingað, að þeir vilja skoða allt mjög vel og fá ítarlegar upplýsingar. Enda vita þeir að þeir eru ekkert að fara að koma hingað aftur,“ segir Kristján. Hákarlssmökkun vekur alltaf athygli Guðjón var önnum kafinn við að sinna gestum í veitingasal þegar blaðamann bar að garði. Hann var samt fús til að gefa sér smá tíma í spjall um reksturinn. Bræðurnir í Bjarnarhöfn virðast nokkuð ánægðir með stöðuna því til þeirra streymir fólk í heimsókn og fer frá þeim yfir sig ánægt með upplifunina og þjónustuna. „Við bjóðum að sjálfsögðu líka upp á hákarl sem við framleiðum hér á staðnum. Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk bregst við. Þetta þekkjum við allt saman mjög vel og getum um leið miðlað af okkar reynslu, enda aldir upp við þetta allt okkar líf. Salan á hákarli hefur líka gengið vel og neysla á hákarli er ekki lengur eingöngu bundin við þorrablót. Þá er það líka nánast liðin tíð að við séum að senda sérpantanir hingað og þangað, heldur reiðum við okkur að mestu á tvo til þrjá dreifingaraðila.“ Hildibrandur þótti nett ruglaður þegar hann byrjaði að byggja safnið „Starfsemin hér hefur spunnist út frá því sem faðir okkar var að gera og eitt hefur þar leitt af öðru. Samt talaði fólk um það þegar hann byrjaði að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd hvað þetta væri eiginlega glórulaust. Þegar hann byrjaði á að reisa húsið yfir safnið árið 2000 var ferðaþjónusta varla orðin til á Snæfellsnesi. Var hann því spurður hvaðan í ósköpunum hann ætlaði að fá fólk til að koma á safnið. Hann byggði hér líka veglega klósettaðstöðu fyrir marga í einu sem þótti hreinasta bilun á þessum stað. Í þessu var hann því langt á undan sinni samtíð. Raunar var hann þá löngu áður farinn að fá fólk til að koma á staðinn og smakka hákarl. Við erum vissulega svolítið afskekkt hér í Bjarnarhöfn og úti á enda á þessum slóða í vegakerfinu. Hins vegar erum við orðin vön því að hér gerist ekkert nema menn taki til hendinni sjálfir. - Það skemmtilega við dæmið sem pabbi byrjaði á er síðan að allt hefur þetta gengið upp og andi pabba svífur hér enn yfir vötnum,“ segir Guðjón. /HKr. Nýi veitingasalurinn gerir þeim bræðrum kleift að bjóða ferðafólki upp á veitingar og taka á móti hópum sem ferðast með rútum. Er staðurinn opinn alla daga yfir sumartímann, en er opnaður samkvæmt pöntun aðra mánuði ársins. Kristján segir alltaf jafn gaman að segja ferðafólki sögur af hákarlaveiðum og verkun. Hildibrandur og Guðjón við hákarlsverkun í Bjarnarhöfn. Mynd / Bjarnrahöfn Eigum á lager nýja kynslóð af MultiOne EZ-7 liðléttingum sem eru 100% rafknúnir með góða endingu á rafhlöðunni. Frábær fjölnotavél með 1600 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Vélarnar afhendast með skóflu og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is. Ný kynslóð 100% rafmagn! KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.