Bændablaðið - 29.08.2019, Page 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201936
Vetnisbílar með um og yfir 1.000 kílómetra drægni
væntanlegir á markað í Kína og á Nýja-Sjálandi
Vetnisknúinn bíll, sem getur
farið 1.000 kílómetra á einni
tankfyllingu af eldsneyti og
tekur þrjár mínútur að fylla, er
sagður væntanlegur á markað í
Kína síðar á þessu ári og á Nýja-
Sjálandi árið 2020.
Bíllinn sem um ræðir er vetnisbíll
frá BMW og er aðeins einn af
mörgum sem opinberaðir voru á
stærstu bílasýningu heims í Sjanghæ
í apríl á þessu ári. Greint var frá þessu
í vefriti Neshub á Nýja-Sjálandi.
Þýski bílarisinn BMW sendi
frá sér nýjar gerðir af bílum sem
eingöngu eru hannaðir fyrir
kínverskan markað. Ástæðan er að
landið er nú stærsti bílamarkaður í
heimi og hefur í auknum mæli haft
mikil áhrif á framtíðarhönnun.
Tuttugu og fjórar milljónir bíla
voru seldir í Kína árið 2018 sem
þýðir að alþjóðleg vörumerki eru
tilbúin að hann bíla sína sérstaklega
fyrir kínverska markaðinn þótt þær
gerðir verði aldrei fáanlegar annars
staðar í heiminum.
„Þegar þú ert að hanna bíl fjórum
eða fimm árum áður en hann fer í
framleiðslu, þá verður þú að vera
nokkuð framsækinn. Þú veist að
kröfur Kínverja eru í raun að hjálpa
okkur að gera þetta að veruleika,“
sagði Domagoj Dukec, yfirmaður
hönnunardeildar BMW.
Næsta gerð bíls sem Kína er
að kalla eftir verður vetnisknúinn.
Kínverska ríkið hefur verið að
styrkja sprotaverkefni sem hafa
verið að ná árangri í hönnun bíla
með mjög mikla akstursdrægni.
„Hugmyndin er að hægt sé
að fylla þessa bíla innan þriggja
mínútna. Fólksbíll á að vera fær um
að aka 1.000 km á einni tankfyllingu
og jeppi á að komast um 1.200 km,“
sagði Brendan Norman frá Grove
Auto Hydrogen.
Fyrstu bílar af þessu tagi verða á
kínverskum vegum síðar á þessu ári
og hefur fyrirtækið einnig augastað
á Nýja-Sjálandi sem vænlegum
markaði.
/HKr.
Vetnisdrifinn bíll frá BMW.
BMW vetnisknúinn sprengihreyfill. Vetnisknúinn efnarafall frá Toyota. Fyrsti vetnisknúni bíllinn frá Grove Hydrogen Automobile Co. í Wuhan í Kína.
„Að hugsa til framtíðar gefur
tækifæri á að takast á við
breytingar, dagurinn í dag er
nýtt upphaf. Þéttbýlisstaðir og
borgir víðs vegar um heiminn
eru upptekin af því að þróa það
sem nefnt er snjallar lausnir,
oftast í tengslum við stafræna
þróun. Oft er um að ræða
aukna sjálfvirkni og að innleiða
nýjungar sem eru skilvirkari
í tengslum við atvinnuþróun,
menntun, heilbrigðismál eða
annað. Tækifærin eru ekki síður
við þróun dreifðra byggða,“ segir
Karl Friðriksson, forstöðumaður
hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Nýir straumar – Tækifæri
dreifðra byggða, fjórða iðnbyltingin
er yfirskrift ráðstefnu sem
Nýsköpunarmiðstöðin efnir til
í næstu viku, fimmtudaginn 5.
september, og verður hún haldin á
sex stöðum á landinu, í Borgarnesi,
Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri,
Reyðarfirði og Selfossi. Karl segir
mikilvægt að fólk á þessum stöðum
og nágrannabyggðum mæti á staðinn
og taki þátt. Ráðstefnan er skipulögð
af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og
landshlutasamtökunum í samvinnu
við Byggðastofnun og verkefni
fjármálaráðuneytisins, Stafrænt
Ísland.
Tækifæri í fjórðu iðnbyltingunni
fyrir dreifðar byggðir
„Megininntak ráðstefnunnar eru
þau tækifæri sem liggja í fjórðu
iðnbyltingunni fyrir dreifðar
byggðir,“ segir Karl. Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
mun setja ráðstefnuna og á eftir
henni fylgja fjögur lykilerindi.
Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður
tækninefndar Vísinda- og tækniráðs,
David Wood, framtíðarfræðingur frá
Bretlandi, Berglind Ragnarsdóttir
frá Stafrænu Íslandi og Eva Pandóra
Baldursdóttir munu öll segja frá því
sem þau eru að vinna að áður en flutt
verða erindi frá hverjum landshluta
og mun Sævar Freyr Þráinsson
halda erindi fyrir Vesturland. Öllum
erindum ráðstefnunnar verður
streymt milli staða auk þess sem
hægt verður að fylgjast með gegnum
netið fyrir þá sem sjá sér ekki fært
að mæta.
Tækifæri eru víða og ekki síður
í hinum dreifðu byggðum segir
Karl og nefnir sem dæmi að hvað
atvinnuþróun framtíðar varðar muni
verða til mörg störf sem ekki verða
bundin tilteknum starfsstöðvum í
framtíðinni.
„Sú þróun opnar fjölda tækifæra
fyrir starfsfólk við að vinna sína
vinnu óháð staðsetningu og
gæti alveg sérstaklega opnað á
hálaunastörf í dreifðari byggðum,
svo sem á sviði hugbúnaðar, tækni
eða á sviði þjónustu. Það er því
mikilvægt að sveitarfélög búi
þannig um að fólk geti nýtt þessa
möguleika á snurðulausan hátt,“
segir Karl.
Tæknilausnir auðvelda störf í
dreifðum byggðum
Íslenskur sjávarútvegur sé t.d
augljóst dæmi þegar kemur að
aukinni sjálfvirkni. Verðmætasköpun
og bætt vinnuaðstaða hafi verið
veruleg undanfarin ár.
„Fyrirtæki hafa verið opin við
að innleiða tækninýjungar, m.a. það
nýnæmi sem oft er flokkað undir
það sem kallað er gervigreind.
Slík þróun þarf að vera í fleiri
atvinnugreinum, þannig að störf
verði áhugaverðari og verðmætari,
en slík störf eru oftar en ekki óháð
staðsetningu,“ segir Karl.
Þá nefnir hann að með tilkomu
ljósleiðaravæðingar um allt land
aukist enn frekar möguleikar á að
opinber störf séu unnin í dreifðum
byggðum og þá aukist einnig
möguleikar í ferðaþjónustu og
öðrum starfsgreinum enn frekar.
Karl segir líka að drónar, þjarkar og
sýndarveruleiki séu allt tæknilausnir
sem auðvelda muni störf í dreifðari
byggðum, bæði í hinum hefðbundnu
greinum og eins nýjum. Drónar og
þjarkatækni megi auðveldlega setja
undir sjálfvirknivæðinguna, en hafa
að auki víðari skírskotun á sviði
atvinnuþróunar. Sýndarveruleiki
og þróun á sviði gervigreindar opni
svo fyrir ótal nýjum og spennandi
tækifærum.
Mikilvægt fyrir smærri samfélög
að grípa boltann
Karl segir að ný tækifæri séu einnig
að opnast við að stunda fjarmenntun
óháð staðsetningu allt frá grunn-
og upp í háskóla, tæknilausnir séu
í sjónmáli sem gerir fjarmenntun
sem enn ákjósanlegri möguleika
m.a. með einstaklingsmiðuðu
námi. Þá segir hann að sveitarfélög
og hið opinbera þurfi í tíma að
innleiða nýja hugsun þegar kemur
að heilbrigðismálum, en tækfæri
t.d. í fjarlækningum séu veruleg
hér á landi. Mesti hagurinn sé fyrir
strjálbýl svæði.
„Það er afskaplega mikilvægt
fyrir smærri samfélög að grípa
þann bolta sem fylgir fjórðu
iðnbyltingunni og nýta þau tækifæri
sem í henni felast. Hálaunastörf
gætu flust frá höfuðborgarsvæðinu
yfir til smærri sveitarfélaga sem og
öll önnur störf, en sveitarfélögin
þurfa að vera undir það búin. Það
þarf að tryggja innviði í tækni og
hugbúnaði til að möguleikinn sé
til staðar fyrir fólk að vinna sína
vinnu,“ segir Karl og bætir við að
síðast en ekki síst opni stafræn þróun
fyrir að flytja opinbera þjónustu til
dreifðari byggða. /MÞÞ
Ráðstefna um fjórðu iðnbyltinguna haldin á 6 stöðum á landinu:
Störf framtíðarinnar verða ekki endilega
bundin við tilteknar starfsstöðvar
Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
TÆKNI&VÍSINDI
Drónar, þjarkar og sýndarveruleiki eru allt tæknilausnir sem auðvelda munu
störf í dreifðari byggðum, bæði í hinum hefðbundnu greinum og eins nýjum.