Bændablaðið - 29.08.2019, Page 39

Bændablaðið - 29.08.2019, Page 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 39 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Styrkir úr Markaðssjóði sauðfjárafurða Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um styrki til stuðnings við nýsköpun, vöruþróun, kynningar- og markaðsstarf til stuðnings íslenskri sauðfjárrækt. Sjá nánar á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir markaðssjóður/verklagsreglur. Styrkþegar geta verið einstaklingar, hópar, félög, samtök, háskólar, rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkhæf eru þau verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf. Umsóknarfrestur er til og með 1. október n.k. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á vefsvæðinu www.fl.is/markaðssjóður. Eingöngu er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: Markaðssjóður. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; sigridur@fl.is Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Gólfhitakerfi Ekkert brot ekkert flot • Þægilegur hiti góð hitadreifing • Hitasveiflur / Stuttur svörunartími • Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur • Fljótlegt að leggja • Ekkert brot ekkert flot • Dreifiplötur límdar beint á gólfið • Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket) • Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og sumarhús • Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og þægilegt Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is „Ég kann alltaf betur og betur að meta íslenska náttúru, líklega eftir því sem dvölin fjarri heima­ landinu verður lengri,“ segir Sigríður Huld Ingvarsdóttir mynd listar maður, sem sýnir verk sín í Listaskálanum í Brúnir Horse í Eyjafjarðarsveit. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitaverk og kolateikningar, en viðfangsefni Sigríðar Huldar eru gjarnan dýr í íslenskri náttúru, einkum kindur og hestar. Sýningin verður opin til 18. september næstkomandi. Sigríður Huld segir rýmið í Listaskálanum skemmtilegt og henta verkum sínum vel, staðsetning og útsýni sé einstakt. „Það er magnað að horfa á verkin á veggjunum og líta svo út um gluggann og sjá landslagið, hross í haga og sveitalífið allt um kring,“ segir Sigríður Huld. Íslenska sveitin og náttúran sem henni þykir engu lík veitir henni innblástur þegar að listinni kemur. Sigríður Huld ólst upp í Hlíðskógum í Bárðardal þar sem rekið var sauðfjárbú. Hún hefur búið í Uppsala í Svíþjóð undanfarin ár og sinnir þar listsköpun sinni. Búin að fyrirgefa hrafninum Auk þess að mála kindur, hesta og sitthvað fleira hafa fuglar í ríkari mæli verið viðfangsefni hennar undanfarið og má á sýningunni finna syrpu með hrafnamyndum. Maríuerlur voru í eina tíð hennar uppáhaldsfuglar, enda verptu þær gjarnan í hlöðunni í Hlíðskógum. Tilfinningar gagnvart hröfnum voru annars konar og ekki eins góðar. Ekki þótti t.d. í sveitinni gott að sjá hrafn úti á túni. „Ég vaknaði einhverju sinni og leit út um gluggann og sá hrafn sitja ofan á uppáhalds smalahestinum mínum sem hafði drepist úr fóðureitrun nóttina áður. Ég átti sem barn erfitt með að fyrirgefa hrafninum. Í janúar fyrr á þessu ári bað kona mig um að mála mynd af hrafni. Þegar ég var að mála fyrstu myndina varð ég heltekin af litunum og hef ekki getað stoppað síðan, þannig að líkast til er ég búin að fyrirgefa hrafninum núna,“ segir hún. /MÞÞ Sigríður Huld Ingvarsdóttir sýnir í Listaskálanum Brúnir Horse í Eyjafjarðarsveit: Íslenska náttúran veitir innblástur MENNING&LISTIR Sigríður Huld Ingvarsdóttir sýnir verk sín í Listaskálanum hjá BrúnirHorse í Eyjafjarðarsveit. Hún segir að íslenska sveitin og náttúrun veiti sér gjarnan innblástur. Sýningin er opin til 18. september næstkomandi. Sigríður Huld hefur notast við ljósmyndir þegar hún málar fugla. Engir hrafnar eru í kringum hana í Svíþjóð en tveir ljósmyndarar á Íslandi, Eyþór Ingi Jónsson og Þorgils Sigurðsson, hafa veitt henni góðfúslegt leyfi til að sækja sér innblástur í myndir sínar. Sjálf eltist hún við hrafna í nýlegri Íslandsferð sinni og fer með slatta af myndum með sér út. Málverkið Tvílemban. Það er á sýningunni á BrúnirHorse, en Sigríður Huld fór í hestaferð úr Bárðardal yfir í Fnjóskadal í júní síðastliðnum. Hún sá tvílembuna, stökk af baki og elti í því skyni að ná af henni nokkrum ljósmyndum. Úr því varð þetta málverk til.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.