Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201946
MENNING&MINNINGAR
Fyrstu íslensku steinfjósin?
Nú, í byrjun 21. aldar, hafa
orðið miklar breytingar í gerð
íslenskra fjósa, sem og allri tækni
við hirðingu nautgripa; raunar
má tala um byltingarkenndar
breytingar auk þeirrar
stækkunar sem orðið hefur á
bygging unum. Segja má að
fyrir einni öld eða svo hafi einnig
orðið – eða að minnsta kosti
hafist – bylting í fjósbyggingum
hérlendis.
Í stað torfs og grjóts sem verið
höfðu ráðandi byggingarefni fjósa
um aldir var þá farið að hlaða þau
úr límdum steini eða byggja þau úr
steinsteypu. Hin nýju fjós boðuðu
breytta tíma í gerð og stíl íslenskra
gripahúsa. Þá voru aðeins örfá ár
síðan farið var að reisa íveruhús til
sveita úr steini með steypu. Hvert
fyrsta steinfjósið varð hérlendis ætla
ég ekki að fullyrða um að svo komnu
máli, en minnast nokkurra sem víst
er að voru einna fyrst á ferð.
Fjós Torfa Bjarnasonar í
Ólafsdal
Vel gæti fjós Torfa Bjarnasonar
í Ólafsdal hafa verið það fyrsta,
það sem enn stendur að veggjum,
en það var reist skólaárið 1896-
1897 (Mynd 1). Það rúmaði 15
nautgripi. Veggir þess eru úr
tilhöggnu grjóti, sementslímdir að
utan og innan, eins og enn má sjá.
Gólf var steinsteypt með múraðri
gryfju fyrir vatn úr veitulæk við
austurvegg fjóssins, sjá mynd, og
annarri fyrir hland. Járnþak var á
fjósinu, pappi undir og allt ræfrið
fyllt með þurru torfi, 6 tommu
þykku, til einangrunar. Páll
Stefánsson frá Þverá, sem verið
hafði fjármaður í Ólafsdal, lýsti
fjósinu svo skömmu eftir aldamótin
1900:
„Fjós með áföstu safnhúsi, byggt
úr klofnu grjóti, steinlímt með
púkkuðu, steyptu gólfi, lagarþró
og brunni inni. Það er fyrirmynd
íslenzkra fjósa, og ímynd þess,
hvernig þau eiga að vera og munu
verða í framtíðinni.“
Nokkru fyrr hafði enda verið
skrifað:
„Enn er Ólafsdalur einn af þeim
fáu stöðum, þar sem áburður er
geymdur undir þaki.“ Það safnhús
er löngu horfið.
Fjós barónsins á Hvitárvöllum
Um það leyti sem Torfi lét leiða
kýr sínar fyrst inn í hið nýja
steinfjós í Ólafsdal var Baróninn á
Hvítárvöllum, er svo var nefndur, að
byggja fjós í Reykjavík. Var það liður
í þeirri nýsköpun mjólkurframleiðslu
með hagnýtingu vaxandi markaðar í
höfuðborginni, sem Baróninn gekkst
fyrir. Og fjós hans stendur enn að
megingerð, sjá mynd 2
Fjós Hjartar Snorrasonar,
skólastjóra á Hvanneyri
Nágranni Barónsins á Hvítárvöllum
var Hjörtur Snorrason skólastjóri
búnaðarskólans á Hvanneyri sem
um þær mundir var byggja upp
nýlega stofnaðan skólann (1889).
Árið 1900 reisti Hjörtur þar nýtt
fjós (Mynd 3) sem stækkað var
árið eftir svo það gat rúmað 40 kýr.
Það fjós stendur enn að útveggjum
til en þaki og fleiru í gerð hússins
hefur verið breytt. Veggir þess, mjög
þykkir, eru úr steinsteypu sem mikið
er í af holtagrjóti. Nú heyrir það til
þessarar sögu að Hjörtur skólastjóri
var búfræðingur frá Ólafsdal, hafði
numið þar en varð síðan kennari við
skólann 1892-1894 áður en hann
var ráðinn að Hvanneyri. Hjörtur
varð auk þess tengdasonur Torfa
skólastjóra, kvæntur Ragnheiði
Torfadóttur. Mjög sennilegt er því
að Hjörtur hafi litið til Ólafsdals eftir
fyrirmynd að nýju Hvanneyrarfjósi
en líka til fjósbyggingar Barónsins
því að útliti svipar þeim mjög
saman Hjartarfjósi á Hvanneyri og
Barónsfjósinu í Reykjavík.
Fjósið á Möðruvöllum
í Hörgárdal
Fjórða steinfjósið, sem nefna má
meðal þeirra fyrstu hérlendis,
er fjósið á Möðruvöllum í
Hörgárdal; einnig það stendur
enn að megingerð. Það lét Stefán
Stefánsson skólameistari reis og það
er því við hann kennt, sjá mynd 4
Torfi Bjarnason og Stefán
Stefánsson voru sigldir menn og
hafa án efa kynnst steinfjósum eins
og öðrum byggingum á ferðum
sínum erlendis og reynsluheimur
Barónsins var mótaður þar.
Vitað er að Torfi lagði sig mjög
eftir steinsmíði í Skotlandsdvöl sinni
1867-68 og steinhleðslu útihúsanna
í Ólafsdal svipar mjög til húsagerðar
sem sjá má á Bretlandseyjum. Vera
má að tengsl hafi verið með þeim
Torfa og Stefáni á Möðruvöllum þótt
líklegra sé að Stefán hafi sótt ráðgjöf
og fyrirmyndir til Danmerkur þar
sem hann nam.
Þótt gera megi ráð fyrir að Hjörtur
hafi einkum mótast af aðstæðum
í Ólafsdal, eins og áður sagði, er
ekki ósennilegt að honum hafi þótt
hugmyndir nágranna síns, Barónsins
á Hvítárvöllum og fjósbygging hans
í Reykjavík, forvitnileg þegar kom
að ráðslagi um nýtt fjós á Hvanneyri.
Vert rannsóknarefni
Áhugavert væri að rannsaka
nánar sögu fyrstu steinfjósanna
hérlendis. Í fljótu bragði virðist
þeim, sem hér hafa verið nefnd,
svipa saman hvað form snertir en
það bendir til þess að byggt hafi
verið á svipuðum hugmyndum
við gerð þeirra. Spyrja má hvaðan
þær hugmyndir hafi komið og
greina þá einnig hvernig þær voru
lagaðar að íslenskum aðstæðum.
Byggingarefni fjósanna er svipað,
með einkenni upphafsskeiðs
íslensku steinhúsanna: allt frá
veggjum úr tilhöggnum steinum,
steinlímdum, klofnu grjóti lögðu
í steinsteypu og til steinsteypu í
gólfum – byggingarefnum sem
hafa reynst svo endingargóð að
enn standa þessi hús að veggjum,
nær heilum, eftir tólf áratugi. Fleira
breyttist sem forvitnilegt væri að
skoða: básagerð, brynning, meðferð
skíts og hlands, loftræsting, birta
o.fl.
En annað kemur til:
Búnaðarskólafjósin tvö urðu
vinnustaður margra nemenda,
sem síðan hurfu heim með nýjar
hugmyndir um það hvernig fjós
framtíðarinnar skyldu líta út. Fyrsti
áratugur tuttugustu aldar varð
skeið eflingar nautgriparæktar og
mjólkurframleiðslu þegar bændur í
mörgum sveitum tóku að renna hýru
auga til erlends smjörmarkaðar og
stutt skeið rjómabúanna rann upp.
Með nýju öldinni tóku steinfjósin
að leysa torffjósin af hólmi. Eflaust
urðu áðurnefndu búnaðarskólafjósin
fyrirmyndir nýrra fjósa víða um
land að meira eða minna leiti, að
minnsta kosti hjá þeim bændum
sem numið höfðu við skólana og
gengið til verkáms í hinum nýju
fjósum. Sem dæmi má nefna fjós í
Hólum í Dýrafirði sem enn stendur.
Það var byggt á árunum 1910-13
af nemanda sem útskrifaðist frá
Hvanneyri vorið 1905 (Guðmundi
Jónasi Guðmundssyni). En að
sjálfsögðu var þekking á hinu
nýja byggingarefni og nýjum
byggingarefnum þá farin að breiðast
út eftir fleiri leiðum.
Þessum orðum um
steinfjósadæmin fjögur er aðeins
ætlað að vekja athygli á einum þætti
þjóðmenningar okkar: Framvindu –
þróun – í gerð fjósa. Þegar sagan er
þekkt eru meiri líkur en ella á því að
minjum sé sýnd viðeigandi virðing
hvað snertir frekari rannsóknir,
varðveislu – og þá hvort sem er
varðveislu á efnislegu formi eða
með rækilegri endurgerð t.d. með
tækni sýndarveruleikans sem nú er
orðin svo mögnuð.
Bjarni Guðmundsson
Mynd 1. Fjósið í Ólafsdal. Í sumar var unnið að rannsókn á fjósinu og síðan
er áformuð endurgerð þess til annarra nota á vegum Minjaverndar.
Mynd / Birna Lárusdóttir/Fornleifastofnun Íslands
Mynd 2. Barónssfjósið. Fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík var reist á
árunum 1897 til 1898. Það hús var nefnt Barónsfjós og var við Hverfisgötu
sem nú er Barónsstígur 4. Barónsfjós var reist af franska baróninum Charles
Gouldrée Boilleau en Charles hafði ákveðið að hefja rekstur á kúabúi í
Reykjavík. Mynd / Teiknistofa arkitekta
Mynd 3. Hjartarfjós á Hvanneyri, steinbyggingin næst til vinstri, síðar breytt í vélaverkstæði. Mynd í eigu LbhÍ
Mynd 4. Stefánsfjós á Möðruvöllum. Stefánsfjós er bygging með einstaka
sögu. Það er að stórum hluta byggt úr dönskum tígulsteini sem Friðrik VI
Danakonungur gaf upphaflega til byggingar á nýju amtmannssetri eftir að
amtmannsstofan á Möðruvöllum brann árið 1826. Húsið, sem fékk nafnið
Friðriksgáfa, brann síðan 1874. Seinna var steinninn nýttur í skólahúsið
á Möðruvöllum sem brann 1902. Eftir brunann keypti Stefán Stefánsson
múrsteininn og notaði í fjósbyggingu að danskri fyrirmynd. Stefánsfjós er
vel staðsett á Möðruvallahlaðinu norðan við ráðsmannshúsið. Það sem eftir
stendur var byggt á árunum 1902–1904 úr brunasteininum fyrrnefnda og
tilhöggnu grjóti frá nágrannabænum Björgum. Húsið er um 170 fermetrar.
Mynd / BG
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 12. september
1 2 3 4 5 6
Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni
þróun lestrar síðastliðin fimm ár samkvæmt könnunum Gallup
20
14
4
3,
3%
20
15
4
5,
0%
20
16
4
3,
8%
20
17
4
3,
1%
20
14
3
3,
9%
20
15
3
1,
0%
20
16
28
,6
%
20
17
27
,3
%
20
14
2
7,
8%
20
15
2
6,
0%
20
16
2
5,
3%
20
17
2
2,
0%
20
14
1
1,
3%
20
15
7
,0
%
20
16
1
0,
8%
20
17
1
1,
2%
20
14
5
,7
%
20
15
1
0,
0%
20
16
7
,3
%
20
17
8
,0
%
20
18
9
,1
%
20
18
2
4,
6%
20
18
2
2,
1%
Bændablaðið Fréttablaðið Morgunblaðið Stundin DV Viðskiptablaðið
20
18
4
5,
6%
20
18
1
0,
8%
20
18
5
,1
%
Bæ
nd
ab
la
ði
ð
/ H
Kr
.