Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 49

Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 49 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur verið þónokkuð áberandi í umræðunum um þriðja orkupakka ESB og hefur nú síðast verið boðaður á fund utanríkismálanefndar þar sem hann fór yfir þau atriði orkupakkans sem hann telur þurfa að ígrunda betur. Hefur hann í því samhengi ítrekað áréttað að ríkisstjórninni beri að gæta varúðar við innleiðingu orkupakkans og ekki virða að vettugi þau varnaðarorð sem sérfræðingar hafa látið falla um málið. Þrátt fyrir góðan hug og mikla ólaunaða vinnu af hans hálfu hefur utanríkismálanefnd ekki sinnt athugasemdum hans sem skyldi og er það miður. Hvað er varasamt við orkupakkann? Mikið hefur verið fjallað um sæstreng og hefur ríkisstjórnin margsinnis verið vöruð við því að lögfræðilega geti komið upp sú staða að íslenska ríkið verði tilneytt til að leyfa lagningu sæstrengs óski einkaaðili eftir því að leggja hann. Í stað þess að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hefur ríkisstjórnin þráast við með því að snúa út úr umræðunni og talar um að ríkið verði ekki skuldbundið til að greiða götu þess að hingað verði lagður sæstrengur. Sú fullyrðing er í besta falli útúrsnúningur og afvegaleiðing og í raun ekki svaraverð enda er það ekki það sem málið snýst um. Í orkupakkanum er að finna eftirfarandi texta: „Þróun raunverulegs innri markaðar á sviði raforku, með net sem tengt er um allt Bandalagið, skal vera eitt af helstu markmiðum þessarar tilskipunar ...“ Nú ætti hverjum að vera ljóst að samþykki Ísland reglugerð með þessum inngagnsorðum þá sýnir landið vilja til að vinna eftir þeim. Það myndi því teljast undarlegt ef ríkisstjórnin ætlar svo að standa í vegi fyrir hverjum þeim sem hyggst leggja sæstreng og um leið sitt lóð á vogarskálarnar til að tengja Bandalagið sem best. Ef það er ætlunin, hvers vegna á þá að samþykkja þriðja orkupakka ESB til að byrja með? Þetta er það sem Arnar Þór bendir á, því það er þarna sem hann hefur áhyggjur af því að Ísland gæti átt yfir höfði sér samningsbrotamál og í kjölfarið verið skyldað til að heimila sæstreng. Svo ég vitni í hans eigin orð: „Bann við lagningu sæstrengs eða tilraun til að leggja stein í götu slíks verkefnis gætu talist til ólögmætra viðskiptahindrana og hagsmunaaðilar gætu átt rétt á skaðabótum neiti Alþingi eða íslensk stjórnvöld þeim um leyfi til lagningar sæstrengs. Skaðabótakröfur í slíku máli gætu hlaupið á milljörðum.“ Hvað með fyrirvarana? Þótt tíðrætt hafi verið um sæstreng þá hafa fyrirvarar ekki síður átt upp á pallborðið í vörnum ríkisstjórnarinnar á þriðja orkupakka ESB. Eins og komið hefur fram þá er hér um að ræða einhliða fyrirvara sem íslenska ríkisstjórnin ákveður að setja í smátt letur alþjóðasamnings án þess að fá fyrir því samþykki þeirra sem að málinu koma. Líkja má þessu við að fá kauptilboð í húseign og ákveða að bæta bíl og sumarbústað þess sem tilboðið gerði inn í samninginn áður en skrifað er undir og án þess að ræða það við þann sem kauptilboðið gerði. Eins og gefur að skilja er þetta fásinna og í raun er undarlegt að ríkisstjórnin reyni þessa kjánalegu leið til að slá ryki í augun á fólki í stað þess að setjast aftur að samningsborðinu og semja um þá fyrirvara sem óskað er eftir og boðið er upp á í samningnum. Auk þessa eru reglugerðir ESB rétthærri en íslensk lög og því er erfitt að sjá fyrir sér að fyrirvari í íslenskum lögum hafi nokkurn tilgang nema þá helst að vera til skrauts. Hvernig snertir orkupakkinn fólkið í landinu? Þótt lagahluti orkupakkans hafi verið mikið til umfjöllunar og hver kanónan á fætur annarri tekið þátt í lögfræðibardaganum þá snýst orkupakkinn ekki síður um fólkið í landinu. Um þjóðina sem kemur til með að súpa seyðið af innleiðingu hans og þeim afleiðingum sem af henni verða. Það er þungbært fyrir íslenska ríkið að greiða marga milljarða í skaðabótakröfur og þær skaðabætur munu vissulega falla á herðar þegna landsins í gegnum skatta eða niðurskurð. Borist hafa fréttir af fjárfestum sem virðast iða í skinninu að leggja sæstreng til Íslands og hefur Landsvirkjun sjálf borið í sæstreng víurnar. Þó er það alkunna að komi sæstrengur til landsins í kjölfar innleiðingar orkupakkans mun raforkuverð hækka og kemur það niður á heimilunum í landinu sem og fyrirtækjum. Að búa á köldum svæðum verður gamanlaust og hefur Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, spáð því að íslensk garðyrkja leggist af í kjölfar orkupakkans og sæstrengs. Framtíðin er því ekki björt fyrir Íslendinga eftir innleiðingu þriðja orkupakka ESB og í raun er erfitt að átta sig á því hver hvatinn er til að samþykkja hann þegar við höfum rétt á að hafna honum. Að lokum Við megum hafna þriðja orkupakka ESB og sú höfnun er í samræmi við EES-samninginn sem við erum aðili að, nánar tiltekið 102. og 103. grein hans. Mótstaða við þriðja orkupakka ESB snýst því ekki um atlögu gegn EES-samningnum heldur um andstöðu við innihald orkupakkans sjálfs og að halda öðru fram er óheiðarlegt. Ætla má að þegar ríki gera með sér samning að þá sé ekkert athugavert við að nýta sér ákvæði þess samnings og hví ætti að vera nokkuð athugavert við að nýta ákvæði þessa samnings? Ég trúi Arnari því hann hefur engra hagsmuna að gæta. Ég trúi Arnari því hann hefur unnið alla sína vinnu er viðkemur þriðja orkupakka ESB í sjálfboðavinnu. Ég trúi Arnari því hann hefur að vissu leyti lagt starf sitt í hættu til að setja fram afstöðu sína varðandi orkupakkann því ýjað hefur verið að því að hann fari á svig við siðareglur dómara og hafi mögulega gert sig vanhæfan til að dæma í málum sem varða EES-skuldbindingar Íslands með þátttöku sinni í umræðunum. Ég trúi Arnari því hann setur það sem hann segir fram með rökum og tilvitnunum í lögin. Ég trúi Arnari því hann, rétt eins og ég, er Íslendingur sem vill það besta fyrir þjóð sína og er tilbúinn til að ganga ansi langt til að gæta hagsmuna komandi kynslóða. Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður Miðflokksins Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is fjórhjól Eru Ekki lEiktæki barna á síðustu árum hafa orðið mörg slys af völdum fjór- hjóla. í flestum tilvikum eru þessi tæki án veltigrindar. Gæta skal varúðar við notkun fjórhjóla og ætíð nota tilskilinn hlífðarbúnað. Fjórhjól eru ekki leiktæki barna. LESENDABÁS Hvers vegna trúi ég Arnari? Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vottaður hífi- og festingabúnaður Námskeið um notkun á hífibúnaði Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði Hífi- og festingabúnaður Anna Kolbrún Árnadóttir. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.