Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201952
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Spildudagur RML
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar
ins, RML, leitar ýmissa leiða
til að efla sína ráðgjöf. Ein leið
sem RML vill auka og þróa eru
viðburðir þar sem bændum er
gefinn kostur á að koma saman
og fræðast við raunaðstæður
um ýmis málefni, leið sem
þekkt er hjá sambærilegum
ráðgjafarfyrirtækjum erlendis.
Sem dæmi má nefna „Borgeby
fältdaga“ í Svíþjóð og „Fagdag“ sem
NLR í Noregi stendur fyrir. Til að
kanna viðtökur bænda og til að ná
að þróa þessa gerð ráðgjafar, fóru
ráðunautar í víking til Svíþjóðar
á Borgeby fältdagar. Sú sýning er
orðin mjög stór landbúnaðarsýning
sem haldin er árlega. Í ár sóttu
hana hátt í 20 þúsund bændur og
sveitafólk.
Í fyrstu var þetta samkoma þar
sem boðið var upp á skoðun á
tilraunareitum. Þegar heim var komið
var ákveðið að halda spildudag í
Skagafirði þótt fyrirvarinn og tími
til undirbúnings væri ekki langur.
Þátttaka bænda var góð, þrátt fyrir
litla kynningu fyrir utan vefsíðu
RML.
Ákveðið var að taka fyrir
áburðardreifingu, bæði á tilbúnum
og húsdýraáburði ásamt því að skoða
korntegundir og nokkur yrki þeirra
sem ræktuð eru í Keldudal í sumar.
Einnig fengu þátttakendur kynningu
á áburðartilraun sem gerð er í sumar
í Keldudal og er liður í Bsc-verkefni
Sunnu Þórarinsdóttur. Þar er borin
saman mismunandi áburðargjöf á
fjórum ólíkum jarðvegsgerðum auk
þess sem skoðuð eru áhrif loftunar
jarðvegs að vori á uppskeru.
Fjallað var um efnainnihald
húsdýraáburðar og rætt hvað
mismikil þynning hefur áhrif á
efnamagn og nýtingu kúamykju.
Jafnframt hafa mælingar sýnt að
efnainnihald kúamykju er breytilegt
milli búa og því mikilvægt að bændur
sendi sýni af henni til efnagreiningar.
Einnig var fjallað um dreifingu á
tilbúnum áburði og áburðardreifara,
bakkapróf sett upp og skýrt hvernig
mismunandi aðstæður hafa áhrif á
dreifigæði.
Búið er að senda út könnun til
þátttakenda um þeirra upplifun af
viðburðinum, hvernig megi bæta
spildudag í framtíðinni og hvaða
tillögur bændur hafa í þeim efnum.
Markmið verkefnisins er að halda
spildudag aftur á næsta ári sem verði
þá stærri í sniðum, efnistök, umfang
og staðsetning verða ákveðin þegar
búið er að gera upp þennan dag.
Sigtryggur V. Herbertsson
ábyrgðarmaður í bútækni
sigtryggur@rml.is
Frá spildudegi sem haldinn var í Skagafirði í sumar. Rætt um dreifingu á tilbúnum áburði í flottum „kennslusal“.
Eiríkur Loftsson, ráðunautur RML og Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal, í kornakri.
Hluti af yrkjum sem voru til sýnis. Uppsetning á bakkaprófi og niðurstöðum úr því sett upp á stikur.
LESENDABÁS
Hvað er að gerast?
Eftir mikið umrót og átök eftir að
skrifað var undir búvörusamninga
sem tóku gildi um áramótin
2016‒2017 ákváðu bændur að
halda í mjólkurkvótann. Eftir að
sú niðurstaða fékkst þá fór mikil
umræða af stað um hvernig ætti
að útfæra kvótaviðskipti milli
manna, enda er það forsenda þess
að greinin geti þróast áfram.
Fæstum hugnaðist að gefa
viðskipti frjáls þar sem það
myndi að öllum líkindum leiða til
mikillar hækkunar á kvótaverði
og tilheyrandi kostnaði. Flestum
hugnaðist sú hugmynd best að
„festa“ verð á kvótanum og fara
blandaða leið kvótamarkaðar og
innlausnarkerfis. Sú leið varð
ofan á á aðalfundi Landssambands
kúabænda síðastliðinn vetur.
En hvað hefur gerst síðan
þá, eða hefur eitthvað gerst?
Það fréttist ekki mikið af
samningaviðræðum milli ríkis og
bænda um endurskoðunina sem á
að eiga sér stað á þessu ári og á að
vera lokið fyrir lok þessa árs. Hvað
veldur? Er samninganefnd okkar
bænda of upptekin í einhverju
öðru en að sinna þessu eða vantar
okkur landbúnaðarráðuneyti
til að semja við? Ég hallast að
seinni skýringunni enda hefur
svokallaður landbúnaðarráðherra
farið undan í flæmingi þegar hann
er spurður um eitthvað sem tengist
landbúnaði. Enda leynist Skrifstofa
landbúnaðarins líklegast einhvers
staðar í skúffu alþjóðaviðskipta og
vinnur að því að fá að flytja inn kjöt
frá löndum Evrópusambandsins.
Það er gríðarlega mikilvægt
fyrir alla starfandi bændur að fá
upplýsingar um hvernig kerfi við
munum búa við næstu árin. Þetta
ástand sem var samið um við gerð
búvörusamningsins er algjörlega
óþolandi, enda gengur hvorki né
rekur fyrir bændur að nálgast kvóta.
Það var svo sem vitað fyrir fram að
innlausnarfyrirkomulagið myndi
leiða til þess að kvótaviðskipti færu
á ís. Það verður að fara að komast
hreyfing á þessi mál til þess að
bændur geti farið að undirbúa sig
fyrir næsta ár og gert áætlanir, hvort
sem þeir ætla að auka framleiðslu,
minnka eða hreinlega að hætta í
greininni.
Ég skora á forystu bænda
að ýta á stjórnvöld að koma að
samningaborðinu sem fyrst og
ganga frá þessu til þess að bændur
geti farið að skipuleggja framtíðina.
Hermann Ingi Gunnarsson
bóndi á Klauf í EyjafirðiHermann Ingi Gunnarsson.