Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019
Það ætti öllum að vera fyrir
löngu ljóst að störfin í íslenskum
landbúnaði eru fjölbreytt, alltaf
eitthvað nýtt að gera. Þetta
er bara spurning um hvaða
árstími er hverju sinni, en svona
fjölbreyttum störfum fylgja
hættur þar sem alltaf er verið að
vinna ný og breytileg störf.
Samkvæmt vinnuverndarlögum
á hver einasti vinnustaður að gera
áhættumat fyrir öll störf og sé tekið
mið út frá fjölbreyttum störfum í
landbúnaði þyrfti helst að byrja alla
morgna á að gera áhættumat.
Eflaust eru ekki margir sem gera
áhættumat daglega, en miðað við
fréttir undanfarin ár virðist slysum í
landbúnaði aðeins vera að fækka. Þó
svo að slysum fækki lítillega gerast
alltaf slys og aldrei má slaka á í
forvörnum og fara að hugsa; „þetta
er í lagi, það kemur aldrei neitt fyrir
mig.“ Að hugsa þannig er næstum
ávísun á slys.
Fyrir nokkru átti ég samtal við
fyrrum fallhlífarhermann og spurði
hann hvort hann hefði aldrei hugsað
um það áður en hann stökk út úr
vélinni hvort fallhlífin mundi opnast?
Svarið var mér eftirminnilegt.
„Ég var alltaf hræddur, en sá sem
hættir að vera hræddur á að hætta
strax.“
Stutt í smalamennsku og réttir
Nú er að koma sá tími að sækja fé
á fjöll og þá er ágætt að fara aðeins
yfir helstu atriði gangnamanna.
Í fyrsta lagi að klæða sig rétt í
hálendisferðum, vera í áberandi
lituðum klæðum eða öryggisvesti.
Eins og svo oft áður vil ég minna
á að undirföt úr bómullarefni eiga
ekkert erindi á fjöll. Ullarföt eða
sambærileg föt sem halda hita þó að
þau blotni ætti að vera í fyrsta sæti
hjá öllum gangnamönnum.
Ullarsokkar (tvennir eða þrennir)
eða sambærilegir sokkar sem halda
hita á fótum ef viðkomandi blotnar
í fætur, einnig t.d. neoprensokkar
(uppáhaldssokkar hjá mér).
Svo er það utanyfirgallinn,
en gúmmíbuxur og jakki hafa
margoft sannað gildi sitt fyrir
ófyrirsjáanlegri íslenskri veðráttu.
Einnig vil ég benda á atriði eins og
að þegar mannskap er raðað niður
á smalasvæði að reyna að koma því
við að þeir sem eru með þekkingu
á fyrstu hjálp, séu með mátulega
löngu millibili. Einnig að sem flestir
séu með lítinn skyndihjálparpakka
öryggisins vegna, bæði fyrir menn
og skepnur.
Muna eftir hjálminum á
hestbaki og fjórhjólum
Fyrir um 10–15 árum sá maður varla
nokkurn mann með hjálm á hestbaki
við smölun, en nú er það orðin
undantekning að sjá hestamann
hjálmlausan í smalamennsku.
Mér er það minnisstætt þegar
ég tók mynd af smalamönnum
koma á hestum á eftir fé að ég
kvartaði við eina dömu að hún
hefði skemmt myndina mína með
hjálmleysi sínu. Þetta hefði verið
ein af uppáhaldsmyndum mínum
ef hún hefði bara verið með hjálm.
Fimm árum seinna er ég ennþá sár
út í hana.
Annað hef ég nokkrum sinnum
séð á myndum sem vekur óhug hjá
mér, en það eru smalar á fjórhjólum
sem hvorki nota hjálm né brynju, en
hvort tveggja er spurning um líf eða
dauða að mínu mati.
Varðandi fjórhjólanotkun í
smölun þá er gott að vera með í
hjólinu viðgerðarsett fyrir dekk og
pumpu, einnig að vera með vara
aukakerti og helstu verkfæri til
viðgerða á hjólinu.
Það er vissulega gaman í réttum,
en gleymum ekki litla fólkinu
Einn af skemmtilegustu dögum
ársins er þegar ég fer í réttir.
Glaðlynt fólk alls staðar og nóg að
gera, en of oft hef ég séð smáfólk
(lítil börn) ráfa um eftirlitslaus við
og í réttinni. Sem foreldri myndi
ég aldrei fyrirgefa sjálfum mér ef
mitt barn hefði slasað sig og orsökin
hefði verið rakin til mín vegna
eftirlitsleysis á stað eins og við réttir.
Þar er verið að bakka vögnum og
vörubílum við misgóðar aðstæður
upp að römpum til að flytja fé heim
á bæ.
MANNOL TILBOÐ T IL BÆNDA
UMBÚÐIR TILBOÐSVERÐ FULLT VERÐ
5 Lítrar 2.490,- kr. 3.495,- kr.
20 Lítrar 8.990,- kr. 12.495,- kr.
60 Lítrar 25.900,- kr. 33.995,- kr.
Smiðjuvegi 11, 200 KÓP | Stakkahrauni 1, 220 HFJ
S: 512 3030 | www.automatic.is
Mannol Traktor Súperolía 15W-40
MESTA ÚRVAL LANDSINS AF SÍUM
Þú færð síurnar í bílana &
vinnuvélarnar hjá okkur á
frábæru verði!
ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI
KROSSGÁTA Bændablaðsins
Lausn á krossgátu í síðasta blaði
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
GERVIEFNI MORÐS MÝKJA GOGG RÓT UM-TURNUN GRIND
EMAR-FLATUR N D I L A N G U R
FFLUTTI Æ R Ð I Á FLÍKAUMA E R M I
SBERJA L Á N A F A R S
O P P A R
FORM
PRÝÐI-
LEGUR M Ó T
G HLAUP
SNIÐ-
GANGA
TVEIR EINS H U N S A
SLITNA
Í RÖÐ M Á S T FUGL
SPRIKLHÆSTUR
TTINDARAÐGÆTIR
VERKFÆRI
BÚA UM
U G G U R TÍK VAGSTRITA K J A G MÁLM-HÚÐA FURÐA ÖKVÍÐI
L E G G
ÞÖKK
BANDA-
LAGS T A K K
BORÐANDI
BOGI Æ T U RBEIN
L L
SNÍKJUDÝR
BERG-
TEGUND A F Æ T A
ÁGENGUR
ENDA-
VEGGUR Ý T I N NTVEIR EINS
T
SKRÁ-
SETJA
FERÐ B R É F A
FOLD
GLATA G R U N D FEGRA
O T A HALLMÆLAVELTA L A S T A GORTVIÐSKIPTI R A U P
P Ú S S A STAGLMJAKA T A F S HVOFTUR TVEIR EINSMAKA R RFÆGJA
P R A N G A ÞJAKASLÁ P L A G A UM-HVERFIS ÝBRASKA
U
R
LUMBRA
Ý
L
T
Ú
A
S
SKYLDIR
K
A
R
Á
A
RÍKI
Í MIÐ-
AMERÍKU
MÁLUÐ
P
L
A
I
N
T
A
U
M
Ð
AHRÍNA
POTA
M
Y
N
D
:
H
.
ZE
LL
(
CC
B
Y
-S
A
3
.0
)
H
Ö
FU
N
D
U
R
B
H
•
K
R
O
SS
G
A
TU
R
.G
A
TU
R
.N
ET
112
Bænda
Smáauglýsingar 56-30-300
Alltaf eitthvað nýtt að gera og um leið að varast
TÆPLEGA TRÉ TIF FÓSTRA KRYDD YFIRRÁÐ AFTUR-ENDI
FUGL
BOX
VEIKJA
TÓNLIST
STRUNS
FARVEGUR
KRAUMI
FLÓN
FJÖLDI
SKÓLI
TIL-
BÚNINGUR
FÆDDI
Á SJÓ
Í RÖÐSKJÖN
ÚR
SNÖGGUR
HRÍSLU-
SKÓGUR
KOFFORT
AUGNHÁR
JAFNINGUR
LÍFHVATI
RUNNI REKAEINS
SNAP
MARG-
VÍSLEGIR
FARMRÚM
KVIKSYNDI
Í ANDLITI
MINNKA
ÁMA
SEPI
LÖGUR
TVEIR
EINS
BLÁSTUR
NUDDAST
HLJÓÐA
BLÓMI
SJÚKDÓMFARFA
ÞANGAÐ
TIL
PÁFAGAUK
RÍKI Í
ARABÍU
SVELGUR
HAGGA
FÆÐU
LYKT
KIRTILL
ELDSNEYTI
HÆNGUR
AFKVÆMI
HLJÓM
ÓNEFNDUR UTANÝTARLEGRI
ÞUMLUNGUR
SAKKA NIÐUR-FELLING
STAÐ-
FESTA
JURT
SAMTÖK
(M
Y
N
D
:
CH
A
D
IC
A
(
CC
B
Y
2
.0
)
113
H
Ö
FU
N
D
U
R
B
H
•
K
R
O
SS
G
A
TU
R
.G
A
TU
R
.N
ET
Eins gott að vera rétt klæddur við aðstæður eins og þessar, sem geta alltaf komið upp í fjárleitum.