Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 58

Bændablaðið - 29.08.2019, Síða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201958 LESENDABÁS Íslandi ekkert Í flugi til Póllands hugsaði ég um orkupakka 3 (OP3) og þá opnuðust augu mín fyrir því, hvað við höfum átt marga lélega samningamenn þegar kemur að því að semja um hagsmuni þjóðarinnar. Seinustu áratugina hafa þeir látið plata sig svo mikið og oft að niðurstaðan er Íslandi ekkert. Í samningum við stóriðjuna var orkuverðið leyndarmál, sem ekki mátti spyrjast út því þá yrði svo erfitt að semja við aðra, sem vildu fá sama verð. Hvílíkur barnaskapur, eins og þeir sem keyptu raforkuna hefðu ekki haft samráð um að bjóða ekki upp verðið hvor fyrir öðrum. Tveir komu með viðskipta­ samning frá Brussel og sögðust hafa fengið allt fyrir ekkert, en sjá nú að svo var ekki. Hefðu þeir skilið að ESB hefði ekki minni þörf fyrir kaup á fiski frá okkur, en við að selja þeim fisk, þá hefðu þeir getað samið án þess að leggja fullveldið undir. Einn fór til Bretlands að semja um Icesave, sem er skilgetið afkvæmi EES samningsins. Þeir sem hann átti í samningum við þvældu málin svo mikið að hann fékk heimþrá og sagðist ekki nenna þessu lengur. Hann kom heim með fyrsta Icesave samninginn, sem ákveðin öfl vildu samþykkja. Aðrir börðust gegn því og Icesave kolféll í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þeir sem nú vilja samþykkja OP3 eru þeir hinir sömu og áður vildu samþykkja Icesave. Stöðugt reynt að plata okkur Fyrsta erlenda stóriðjufyrirtækið ISAL var byggt af ALUSUISSE, sem stóð vel að byggingu verksmiðjunnar, en reyndi að plata okkur með því sem kallað var hækkun í hafi. Iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, sá við því og kæfði svindlið í fæðingu. Síðan höfum við stöðugt látið plata okkur. Á eftir ISAL kom álverksmiðja í Hvalfjörðinn með mikið af notuðum vélum og byggði seinna nýtt verksmiðjuhús í Helguvík án þess að tryggja sér rafmagn fyrir framleiðsluna. Húsið hefur staðið lengi hálfbyggt og er ólíklegt að verksmiðjan greiði mikinn tekjuskatt til samfélagsins. Nýjasta álverksmiðjan er Fjarðaál í eigu Alcoa. Stjórnvöld létu Alcoa komast upp með að byggja Fjarðaál fyrir lán frá Alcoa eða tengdu félagi. Síðan hefur Fjarðaál greitt Alcoa svo háa og mikla vexti, að enginn er tekjuskatturinn til samfélagsins. Á meðan borga skattgreiðendur niður virkjunina við Kárahnjúka. Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein í Mbl. þar sem ég benti á hvernig mætti vinda ofan af þessu. Lausnin var að lífeyrissjóðirnir endurfjármögnuðu lán Fjarðaáls í evrum eða dollurum með t.d. 5% vöxtum og lækkuðu þar með vaxtakostnað Fjarðaáls um næstum helming. Þá færi reksturinn að skila hagnaði. Eigendurnir fengju arðinn beint og ríkið tekjuskatt. Sjálfir væru sjóðirnir með lánið tengt evru eða dollar og fengju mun hærri vexti, en þeir höfðu þá. Tekjur af fjárfestingu þeirra erlendis í krónum var mest hagnaður af gengisfellingum krónunnar. Við hrunið töpuðu þeir tugum milljarða á hlutabréfabraski í útlöndum. Hefðu alveg eins getað keypt gjaldeyri og geymt í Seðlabankanum. Fjarðaáli hefur fylgt mikil uppbygging á stór­ Reyðarfjarðarsvæðinu og skaffað mörgum vinnu beint og óbeint. Svo væri ekki, ef sæstrengur hefði verið kominn. Mörg fyrirtæki hafa lært af svikamyllu stóriðjunnar Mörg fyrirtæki erlend og innlend hafa lært af svikamyllu stóriðjunnar og eru svo skuldsett, að reksturinn er með tapi ár eftir ár. Dæmi eru um verslunar­ og iðnfyrirtæki í erlendri eign, sem greiðir eigendum árlega vexti og engan tekjuskatt. Lífeyrissjóðir töpuðu miljörðum á kísilverksmiðju í Helguvík og nú ætlar Arion banki að ná til baka sínu tapi með því að endurbyggja verksmiðjuna og í leiðinni menga og eyðileggja andrúmsloft á Suðurnesjum. Eftir það sem á undan er gengið er illskiljanlegt, að stjórnvöld skuli ekki löngu hafa afturkallað framleiðsluleyfið. Stórt hótel er í byggingu við hlið Hörpu og naut líklega mikilla niðurfellinga, sem Harpa fékk ekki. Út frá fréttum skilst mér að byggingaraðili sé stórt fjárfestingafélag sem leigi öðru félagi rekstur hótelsins. Kostnaður við bygginguna hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun og ljóst að húsaleiga hótelsins verður svo há, að ekki verður greiddur mikill tekjuskattur af rekstrinum. Mörg fyrirtæki hafa flutt út hráefni að hluta úr landi og fullunnið framleiðsluna þar. Hvort sem hráefnisverð taki breytingum í hafi eða ekki er ljóst að virðisauki vinnslunnar fer úr landi. Firðir fyrir laxeldi er takmörkuð þjóðarauðlind. Stjórnvöld hafa afhent Norðmönnum firði á Vestfjörðum til fiskeldis, því í Noregi eru litlir möguleikar eftir til ræktunar á laxi í sjó og svo eru framleiðsluleyfin svo ofsalega dýr þar í landi. Í sjónum fellur skíturinn úr laxinum til botns og mengar hann. Við það bætist mikið magn skordýraeiturs, sem sett er í eldiskvíarnar til að drepa lús, sem herjar á laxinn. Niðurstaðan er að við fáum vinnuna við eldið, mengunina og laxa, sem sleppa út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Virðisauki framleiðslunnar fer að mestu úr landi. Óheft sala lands Sala lands er óheft hér. Danir sem eru í ESB og Norðmenn í EES hafa sett lög, sem hindra sölu lands. Hvers vegna er ekki löngu búið að setja hliðstæð lög hér? Eftir hverju er verið að bíða? Mest ber á laxavininum mikla, sem vill komast yfir allar jarðir með laxveiðiréttindi á Norðausturlandi. Í því sambandi svífst hann einskis og ræðst á fjárbændur til verndar laxinum, sem ekki er í útrýmingarhættu. Í blaðagrein fyrr á árinu var umfjöllun um jarðir hans og félög sem koma að eignarhaldinu. Í greininni var mynd, sem sýndi vef tengdan Lúxemborg ekki ósvipaðan þeim, sem oft var sýndur í sambandi við útrásarvíkingana. Hvernig skyldu tekjur af veiðileyfum skila sér til skattsins? Nýlega var í fréttum að í samstarfi við Hafrannsókna­ stofnun kostaði hann rannsóknir til verndar laxinum. Held ég hafi séð að styrkurinn væri 60 milljón krónur á 4 árum. Einnig kom fram að laxastigar yrðu gerðir til stækkunar hrygningarsvæða, eins og víða hefur verið gert og kostað af veiðiréttareigendum. Um laxastiga fer lítið af rennsli árinnar og hægt að virkja megin rennslið til raforkuframleiðslu. Allt saman smámunir miðað við að samþykkja orkupakka 3 Allt það sem talið er upp hér að ofan er til samans smámunir miðað við að samþykkja orkupakka 3. Með sæstreng í kjölfar samþykkis orkupakka 3 rennur raforkan úr landi án þess að skapa vinnu og virðisauka í landinu. Erfitt er að trúa því að r ík i ss t jórn in samþykki orkupakkann án rökstuðnings. Öðru máli gegnir með Samfylkingu og Viðreisn, sem hafa á stefnuskrá sinni að ganga í ESB og gefa skít í fullveldið. Helstu rök stjórnarflokkanna eru að samþykki OP3 skipti engu máli og að við höfum alltaf samþykkt allt, sem EES hefur komið frá ESB. Það sé komin hefð á það og með því að hafna OP3 sé EES samningurinn í uppnámi, sem er ekki rétt. Í samningnum er varnagli, sem heimilar okkur að hafna því sem við viljum ekki fá. Samþykkjum við pakkann brjótum við stjórnarskrána með því að samþykkja lög æðri íslenzkum lögum í öllu því er varðar orkupakkann. Sæstreng verður hægt að leggja, hvort sem Alþingi vill það eða ekki. Einhverjir fyrirvarar eru jafn haldlausir og fyrirvararnir um frosna kjötið. Sigurður Oddsson Sigurður Oddsson. Eldri borgarar sem lítið hafa og ekkert eiga: Fái starfsloka samning nú þegar! Um 2000 eldri borgarar hafa ekkert nema mjög naumt skammtaðan lífeyri frá Tryggingastofnun til að lifa á. Flestir þeirra hafa unnið við undirstöðuatvinnuvegi okkar allt sitt líf. Þjóðin á þeim mikið að þakka. Við borgum þeim sem ekki vita aura sinna tal afturvirkar launahækkanir upp á fleiri milljónir króna. En aldrei hafa menn heyrt talað um afturvirkar launahækkanir handa þeim sem virkilega þurfa á því að halda. Þeir sem nóg hafa, þurfa ekki meira, en fá alltaf meira og meira. Svo fær þetta lið starfslokasamninga á silfurfati. Fyrir hina kostar það eilífa baráttu og endalaust stríð að fá nokkrar krónur í vasann. Er ekki eitthvað bogið við þjóðfélag sem lætur þetta viðgangast? Þingeyrarakademían gerir það að tillögu sinni að nú þegar verði gerður starfslokasamningur við þá svokölluðu „heldri borgara“ sem lítið hafa til að moða úr. Við erum ekki að tala um 150 milljónir króna ofan á himninháar launagreiðslur. Nei, nei, við biðjum bara um svo sem 2 milljónir, skattfrjálst, í starfslokasamning fyrir alla aldraða sem lifa á naumasta skammtinum. Þetta fólk hefur unnið baki brotnu fyrir landið alla sína tíð og á þetta inni hjá ríkissjóði. Þó fyrr hefði verið. Það þarf engan starfshóp eða nefnd í þetta mál. Vilji og forgangsröðun er allt sem þarf. Þingeyrarakademían Hvað er Þingeyrarakademían? Þingeyrarakademían er stór hópur manna sem stundar morgunsund og heita pottinn á Þingeyri. Þar eru ýmiss konar innanlands- og heimsvandamál rædd og jafnvel leyst. Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd. Þineyrarakademían á fundi. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is bónDinn bEr mikla ábYrgð sem bóndi þá berð þú ábyrgð á að vinnuaðstæður á býlinu séu með þeim hætti að sómi sé að. Álagsmeiðsli eru aðalorsök þess að bændur þurfa að taka veikindaleyfi. Einsleit vinna, röng beiting líkamans, titringur og langir vinnudagar geta leitt til álagsmeiðsla. Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.