Bændablaðið - 29.08.2019, Page 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201962
Gamla Bókabúðin á Flateyri
tók á móti sínum tíuþúsundasta
viðskiptavini 21. ágúst síðastliðinn
og hafa aldrei áður, í 105 ára
sögu verslunarinnar, jafn margir
ferðamenn heimsótt verslunina,
eins og í sumar.
Það voru þau Anton og Tiffany,
bandarískir ferðamenn, sem voru
viðskiptavinir númer 10.000 í
sumar og voru þau leyst út með
blómvendi og bókagjöfum. Sumarið
í Bókabúðinni hefur verið eitt það
besta frá upphafi og er verslunin
orðin að einu helsta aðdráttarafli
ferðamanna á Flateyri. Verslunin
var stofnuð árið 1914 og hefur því
verið í rekstri í 105 ár. Verslunin er
enn rekin í sama húsnæði og af sömu
fjölskyldu, en verslunarstjórinn í dag,
Eyþór Jóvinsson, er langafabarn
Jóns, sem stofnaði verslunina ásamt
bræðrum sínum upphaflega.
Gamla Bókabúðin, eða Verslunin
Bræðurnir Eyjólfsson, eins og hún
heitir formlega, var upphaflega
nýlenduvöruverslun sem þróaðist
smátt og smátt í bókaverslun. Í dag
er þar rekin fornbókasala ásamt því að
íbúð kaupmannshjónanna er til sýnis,
en hún hefur staðið nánast óbreytt
frá árinu 1950 og er því líklegast
eina heimilið á Íslandi sem hefur
varðveist í upprunalegri mynd frá
því á fyrrihluta seinustu aldar.
Vinsældir verslunarinnar hafa
aukist ár frá ári og voru árlegir
gestir hennar innan við tvö þúsund
þegar núverandi verslunarstjóri
tók við rekstrinum fyrir sex árum.
Áherslubreyting í rekstrinum og
öflug markaðssetning hefur nú
skilað rúmlega 10.000 gestum í
bókabúðina í ár. Gestir verslunarinnar
skiptast í þrjá jafna hópa, Íslendinga,
erlenda ferðamenn og farþega af
skemmtiferðaskipum sem koma til
Ísafjarðar og fara í skipulagðar ferðir
í Bókabúðina.
Á næsta ári verða liðin 100 ár frá
því að verslunin fékk bóksöluleyfi
og stendur til að fagna því veglega
með margvíslegum uppákomum á
komandi ári og því ljóst að framtíðin
er björt hjá þessari, elstu upprunalegu
verslun Íslands.
Upplýsingar í síma
694-3700 / gk@velafl.is
694-3800 / hh@velafl .is
www.velafl.is
Hyundai R260LC-9A
Árg. 2014, 5.800 vst.
Smurkerfi, fleyglagnir
og tennt skófla.
Verð: 9.000.000 + vsk.
Dieci Zeus 37,7
Árg. 2018, 200 vst.
Hraðtengi, gafflar og skófla.
Verð: 7.900.000 + vsk.
CAT 226B
Árg. 2007, 1.600 vst.
Hraðtengi, gafflar og skófla.
Verð: 1.500.000 + vsk.
New Holland E18
Árg. 2006, 1.650 vst.
Þrjár skóflur, staurabor og kerra.
Verð: 2.500.000 + vsk.
Hyundai R55W-9
Árg. 2012, 6.100 vst.
Smurkerfi, fleyglagnir og hraðtengi.
Verð: 2.900.000 + vsk.
Caterpillar D4H LGP
Árg. 1990, 13.400 vst.
Mótor keyrður 4.000 tíma.
Nýlegur undirvagn.
Verð: 4.900.000 + vsk.
MAN 26-430 6x2
Árg. 2006, ekinn 527.000 km.
Vökvakerfi fyrir vagn og góð dekk.
Verð: 2.200.000 + vsk.
Smiðjuvegi 40 gul gata. Kópavogi.
Veitum upplýsingar í síma: 517 7718.
Heimasíða: www.topplausnir.is
Gerð 1339
1.300 kg. Mál: 303x150x35 cm.
Verð: 435.000 kr. m. vsk
og skráningu.
HA253015
2.500 kg. Mál: 303x150x35 cm.
Verð: 535.000 kr. m. vsk
og skráningu.
HT203116
2.000 kg. Mál: 310x165x30 cm.
Verð: 550.000 kr. m. vsk
og skráningu.
HT254118
2.500 kg. Mál: 410x185x35 cm.
Verð: 750.000 kr. m. vsk
og skráningu.
Humbaur kerrur eru frá stærsta
kerruframleiðanda Þýskalands,
hafa margsannað sig á Íslandi
og eru til ýmissa nota.
Gólfþvottavél sem
auðveldar þrif og
sparar tíma.
Pantaðu kynningu
fyrir þitt fyrirtæki
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ,
Sími: 480 0000, www.aflvelar.is
Hestakerrur 2ja og 3ja hesta, ríku legur
útbúnaður. Frá kr. 1.345.000 m.vsk.
Gæðakerrur – Góð reynsla. Brimco
ehf. Efribraut 6, Mos. S. 894-5111.
Opið kl. 13-16.30 - www.brimco.is
Krókheysisvagn Pronar T185.
15 tonna vagn á veltibúkka og
breiðum dekkjum. Vökva- eða loft
bremsubúnaður. Aflvélar ehf. S. 480-
0000 - sala@aflvelar.is
Liprar og léttar fjárgrindur. Hægt að
krækja saman án aukahluta. Breidd
180 cm. Hæð 90 cm. Verð pr. stk kr.
7.900 án vsk. Ef keyptar eru 10 grindur
eða fleiri, verð pr. stk. kr. 6.900 án vsk.
Aurasel ehf. Pöntunarsímar 899-1776
og 669-1336.
Taðgreip, Breiddir: 1,2 - 2,5 m. Mjög
vandaður og sterkur búnaður, fram-
leiddur í Póllandi. Allar festingar í boði,
festingar og slöngur fylgja. Eigum
greipar á lager. Hákonarson ehf. S.
892-4163, hak@hak.is, www.hak.is
Til sölu
Plast í fjárhúsgólf og stíur. Bása og
drenmottur, útileiktæki, gúmmíhellur
og gervigras. Heildarlausnir
á leiksvæðum. Net fang:
jh@johannhelgi.is og s. 820-8096.
Hef til sölu Massey Ferguson 265,
árg. 1984. Einnig er ég með Lödu
Sport árg. 1988. Báðir eru gangfærir.
Nánari uppl. í síma 894-0283.
Til sölu nautkálfar á ýmsum aldri.
Upplýsingar í síma 894-2769, Stefán.
4000 l. mjólkurtankur, vatnskældur,
árg. 2003, verðhugmynd 1,2 m. kr.
Einnig 2x8 SAC mjaltagryfja með
ryðfríum innréttingum. Uppl. í síma
897-6280.
Til sölu nuddbekkur. Einnig
útihitalampi. Uppl. í síma 663-5856.
Til sölu rófuþvottavél ásamt fleiru til
rófuverkunar. Uppl. í síma 898-8692.
Til sölu gangnahestur, 10 vetra
jarpur klár, taminn og ágætlega
viljugur. Tilvalinn í göngur eða önnur
slík verkefni. Skoða ýmis skipti s.s.
á kerruefni eða sambærilegu. Uppl.
í síma 895-5300.
Steypumót. Til sölu stór flekamót
fyrir krana, hæð 3,00 m. Hentug í
stærri byggingar. Uppl. í síma 840-
6100 og 858-1976.
Steypubíll. Til sölu gamall Benz
steypubíll. Er í þokkalegu standi.
Verð 500.000 kr. (Borgar sig upp á
einum degi). Uppl. i síma 840-6100.
Grjótpallur. Til sölu Volvo árg. 1992
- F12 með bilaða kúplingu. Er með
mjög góðan grjótpall. Verð 300.000
kr. Uppl. í síma 840-6100.
Scania lbs85 1975 vörubíll, tveggja
hásinga til sölu. Vél lítið keyrð frá
síðustu upptöku. V.á.m. eru eldri
dísilvélar af sérfróðum taldar henta
betur en nýlegar, fyrir þ.e.a.s.
lífdísil (hátt í b100), repjuolíu o.sv.fr.
Hentugur t.d. fyrir bóndann sem vill
breyta og aðlaga vörubílinn meira
fyrir umhverfisvænni orkugjafa og
eða í bland við aðra. Tilboð óskast í
síma 431-2079 milli klukkan 17-18.30
og 19.30-21. Uppl. í síma 869-2879.
Óska eftir
Kaupi íslensk ber. Bláber 1.000 kr/
kg. Aðalbláber 1.200 kr/kg. Krækiber
500 kr/kg. Einiber 3.000 kr/kg.
Kúmen 3.000 kr/kg. Rabarbara
hreinn í bitum 250 kr/kg. Rifsber
1.200kr/kg. Uppl. í s. 695-1008.
Netfang: snorri@reykjavikdistillery.is
Óska eftir göflum til þess að setja
aftan á beisli á traktor. Uppl. í síma
893-6314, Georg.
Vantar dísel vél í MMC L 200,
árg. 2004. Gæti passað úr árg.
2003/04/05. Upplýsingar í síma 481-
2513/892-1150, Muggur.
Óska eftir varahlutum í John Deere
dráttargröfu. Vantar smurdælu,
vatnskassa, dælutengi og slíf. Uppl. í
síma 434-7769 eða 844-8523.
Óska eftir að kaupa 4wd traktor með
ámoksturstæki. Skoða eingöngu vél
í góðu ástandi. Verðhugmynd allt
að kr. 2,2 milljónir kr. Afhending
samkomulag. Uppl. síma 843-1217,
Aðalsteinn.
Vantar díselvél í Starex árg. 2004.
Uppl. í síma 897-7137, Sveinn.
Dýrahald
Nýtt heimili óskast fyrir tvær fimm
mánaða tíkur. Önnur er svört en
hin mórauð. For. ísl. tík og Border
hundur. Staðs. nálægt Rvík og uppl.
í s. 899-7052.
Þjónusta
Tek að mér viðgerðir á flestum
tegundum sjálfskiptinga. Hafið
samband í síma 663-9589
til að fá uppl. og tilboð. HP
transmission Akureyri, netfang:
einar.g9@gmail.com, Einar G.
Tökum að okkur hönnun á
öllum byggingum. Íbúðarhús,
sumarhús, ferðaþjónustubyggingar,
iðnaðarhús, skemmur og gripahús.
BK Hönnun ehf. s. 865-9277 -
birkir@bkhonnun.is - www.bkhonnun.is
Ferðamenn fjölmenna í gömlu
bókabúðina á Flateyri
– Aldrei hafa jafn margir ferðamenn heimsótt verslunina í 105 ára sögu
Anton og Tiffany, bandarískir ferðamenn sem voru viðskiptavinir númer
10.000 í sumar og voru þau leyst út með blómvendi og bókagjöfum.
Eyþór Jóvinsson verslunarstjóri.
Smáauglýsinga-
síminn er:
563 0300