Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 4
velferðarþjónustan hefur aukist að magni um 62% á mann á þessu tólf ára tímabili. Sagt er að u.þ.b. 75% af þessum útgjöldum fari frá hinu opinbera sem tekjur til einstaklinga. Hitt eru samneysluútgjöld af ýmsu tagi. Þá segir að útgjöld hins opinbera til velferðarþjónustu hafi aukist úr um 58 þús. kr. (verðlag 1991) á mann árið 1980 í um 100 þús. kr árið 1992. Ekki hef ég séð eða heyrt mikla umfjöllun um ritið Búskapur hins opinbera 1980—1991. í leiðara Morgunblaðsins 19. júní sl. er þó fjallað um ýmsa þætti sem fram koma í ritinu. M.a. er bent á að landsfram- leiðsla á mann á því tímabili sem um ræðir, 1980—1992, hafi aukist um 11,2%, en á sama tíma hafi velferðar- útgjöld hvers skattgreiðanda hækkað um 72% og heilbrigðisútgjöldin um 54%. Þá segir í leiðaranum að við blasi að tekjur þjóðarinnar standi ekki lengur undir hinu viðamikla velferðar- kerfi. A það er bent að ríkisstjómin hafi sett sér það markmið að minnka halla ríkissjóðs um heila 10 milljarða á næsta ári og þar af eigi að skera niður í heilbrigðis- og velferðarþjónustunni sem nemur 4 milljörðum króna. Það segir sig sjálft að slíkur niðurskurður myndar stórt tómarúm í bæði þessi verðmætu og náuðsynlegu kerfi. Ekki er um það deilt að búskapur hins opinbera er erfiður þessi misserin og árin og getur án efa átt eftir að verða ennþá erfiðari. Spum- ingin er ával lt sú með hvaða hætti á að mæta erfiðleikunum. V ilja landsmenn að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði skorin niður í þeim mæli sem við blasir? Fólk spyr: Erekki hægt að ná betri árangri með því að spara á öðrum sviðum, skera niður annan kostnað, og sýnist þátrúlega sitt hverj- um. Og sérstaklega má velta fyrir sér þessari spurningu: Er það alveg víst að velferðin hafi aukist meir en vel- megunin í landinu? Öryrkjabandalag Islands er hags- munabandalag fatlaðra í þessu landi. Bandalaginu er því skylt að standa vörð um hið íslenska velferðarþjóð- félag með öllum tiltækum ráðum. Haukur Þórðarson. Frá Gigtarfélagi íslands: Fræðslufundir og útgáfustarf Gigtarfélagið skipulagði og stóð fyrir fræðslufundaröð í apríl og maí um einstaka gigtsjúkdóma. Markmið fundanna var að veita almenna fræðslu og gefa fólki með hliðstæð vandamál og aðstandendum þeirra tækifæri á að hittast óg kynnast og stofna til frekari kynna ef áhugi væri fyrir því. Fundimir voru allir haldnir á Hótel Sögu og vom mjög vel sóttir en samtals komu um 500 manns á þá. Fjallað var um eftirfarandi sjúkdóma: Rauða úlfa, vefjagigt, barnaliðagigt, beinþynningu og psoriasisliðagigt. Fundirnir voru þannig byggðir upp að fyrst var sagt í stuttu máli frá starf- semi og tilgangi Gigtarfélagsins, þá greindi sjúklingur frá eigin reynslu af viðkomandi sjúkdómi og að síðustu voru fagaðilar, þ.e. læknar, sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræðingar með erindi sem m.a fjölluðu um einkenni og meðferð þessara sjúkdóma. Að þeim loknum voru fyrirspumir og alme'nnar umræður sem góð þátttaka var í. Mikill áhugi reyndist vera fyrir þeirri fræðslu sem veitt var í lok fundanna, skráði fólk sig á lista sem vildi aðstoða Gigtarfélagið við að by ggja upp frekara starf fyrir aðila með þessa sjúkdóma. Ætlunin er með haustinu að kalla þessa einstaklinga saman til skrafs og ráðagerða, m.a. verður rætt um hvort ástæða sé til að stofna formlegar deildir fyrir fólk með þessa sjúkdóma eða óformlega hópa. Næsta haust er stefnt að því að skipuleggja fræðslufundaröð aftur og fjalla þá m.a. um iktsýki, slitgigt o.fl. gigtsjúkdóma. Vert er að geta þess að Gigtarfélagið hefur nýlega gefið út fræðslu- bæklinga um gigt, iktsýki og hryggikt, sem eru 32 og 36 blaðsíðuren þeir eru einkum ætlaðir fólki með þessa sjúkdóma. Áform eru uppi um að gefa út hliðstæðan bækling um slitgigt á þessu ári og jafnframt er á döfinni að gefa út mjög stutta fræðslubæklinga um einstaka gigtsjúkdóma sem dreift yrði mun víðar. Þingsályktunartillaga um gigtarmálefni Á síðasta þingi lögðu fimm alþingismenn fram tillögu til þings- ályktunar um rannsóknar-, forvama- og fræðslustörf um gigtsjúkdóma. Það voru þingmennirnir Ingibjörg Pálmadóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Svavar Gestsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Jón Helgason. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar, í tilefni af Norrænu gigtarári 1992, að fela heil- brigðisráðherra að móta tillögur um eflingu rannsókna á gigtsjúkdómum í samvinnu við Gigtarfélag Islands. Jafnframt beiti ráðherra sér fyrir stórauknu forvama- og fræðslustarfi um gigtsjúkdóma við Gigtarfélagið. Alþingi ályktar ennfremur að fela heilbrigðisráðherra að gera raun- hæfar tillögur um áframhaldandi eflingu lækninga, hjúkrunar og endur- hæfingar fyrir gigtsjúka hér á Islandi og stuðla að aðgerðum er koma í veg fyrir vinnutap og langvarandi örorku vegna gigtsjúkdóma“. Þessi tillaga var samþykkt þann 7. maí sl. Gigtarfélagið væntir góðs samstarfs við heilbrigðisráðherra við mótun tillagna með þeim hætti sem hér er kveðið á um. E.s. Þessir pistlar áttu að fylgja ársskýrslunni frá G.í. í 2. tbl., en urðu þar útundan. En ritstjóra þótti til þess full ástæða að svo góðum tíðindum skyldi til skila haldið, enda hvoru tveggja í fullu gildi.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.